Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1964, Side 9

Fálkinn - 29.06.1964, Side 9
Hann var gamall skólafélagi keisarans frá Sviss og hann sýndi okkur hinar miklu eignir sínar og ótrúlega stóran vín- kjallara. Síðasti áfangastaður- inn var Múnchen og þar lagðist ég í rúmið vegna inflúenzu. Mér hafði liðið illa í nokkra daga, ef til vill alveg síðan um kvöldið í Dusseldorf, en hafði reynt að bera mig eins hreysti- lega og mér var unnt. En nú gat ég ekki meira. Ég hafði háan hita og læknar tilkynntu að ég yrði að liggja minnsta kosti viku í rúminu. „Ómögulegt,“ sagði ég ,Við erum opinberir gestir og get- um ekki dvalið lengur hér en heimboðið kveður á um. Síðan var sprautað í mig þeim ósköpum af pensilíni að tveim dögum síðar taldi ég mig nokkurn veginn ferðafæra og við gengum um borð í flugvél og síðan var lagt af stað. Við fórum flugleiðis til Bag- dad,en keisarann fýsti mjög að sækja heim írakskonung aftur. Með þeim hafði tekizt einlæg vinátta síðan í ágúst 1953. Ég var sjálf alltof veikburða til að taka þátt í opinberum veizlu- höldum. Þegar við komum til Teheran daginn eftir fengum við stórkostlega innilegar mót- tökur,en jafnskjótt og inn á heimili okkar kom fór ég rak- leitt í rúmið. Ég verð að játa, að ég var gersamlega örmagna. áum vikum síðar var ég , að drekka te með keisaranum í Marmarahöllinni, þegar til- kynnt var koma Zahedi hers- höfðingja. Hann tók til máls og i sagði: „Yðar Hátign, embættisbyrði mín er orðin of þung.Viljið þér veita mér leyfi til að fara úr landi mér til lækninga? Mig fýsir einkum að fara til Sviss.“ Keisarinn var undrandi á svipinn, þegar hann svaraði: „Það hryggir mig mjög að heyra þetta, hershöfðingi. En ef þér teljið yður þurfa að gæta heilsu yðar,þá er kannski gott fyrir yður að hverfa til út- landa um skeið.“ Þannig var Zahedi, hetja þjóðarinnar, sem hafði bjargað keisaraveldinu átján mánuðum áður, leystur frá starfi, sem for- sætisráðherra. Hvernig mátti slíkt gerast? Hvað lá að baki þessara kurteisisorða, sem ég hafði orðið vitni að? Sannleikurinn var sá, að þetta var undirbúið, því að Zahedi var í raun og veru að biðjast lausnar að ósk keisar- ans. Eins og alltaf þegar þann- ig stóð á, hafði keisarinn veigr- að sér við að segja þetta við forsætisráðherran sjálfan og hafði látið ráðunaut sinn í málefnum keisaradæmisins, Abdasollah Alam, tjá hershöfð- ingjanum að lausnarbeiðni hans væri æskileg. Ástæðan að baki ákvörðunar Mohammeds Reza var alvar- legs eðlis. Margir af ráðherr- um Zahedis lágu undir grun um að hafa þegið mútur frá ýmsum erlendum bröskurum og fjárglæframönnum. Og hers- höfðinginn sjálfur var ásakað- ur um fjármálabrask. Sagt var að eftir aðför hans gegn Mossa- deq hefði bankainnstæða hans vaxið um sex hundruð þúsund dollara. Hann var einnig ásak- aður fyrir að hygla um of að ýmsum fjölskyldumeðlimum sínum, með því að veita þeim ýmsar stöður, þar sem þeir svo skiluðu engu starfi en þágu rífleg laun frá ríkinu fyrir. Keisarinn hafði og aðra per- sónulega ástæðu til að van- treysta hershöfðingjanum. Hann hafði rökstuddar grun- semdir fyrir því að Zahedi liti hýru auga til krúnunnar. Hann hafði að vísu ekki beinar sann- anir fyrir þessu, en að hans á- liti hafði Zahedi alltaf verið mjög metorðagjarn maður og því lék grunur á að hann hefði áhuga á að hrifsa til sín völdin. Slíkur ótti er þeim einkum skiljanlegur, sem fylgjast með og átta sig á stjórnmálum í Mið- Austurlöndum. Þar eru allt önnur viðhorf til þjóðhöfðingja er á Vesturlöndum, og enginn er þar verulega traustur í sessi. Dæmin um Ataturk og gamla Reza keisara hurfu ekki úr hugum manna og margur metn- aðargjarn liðsforingi hefur hugsað með sér: „Fyrst þeir gátu það, því skyldi ég ekki geta það líka?“ mz eisarinn hafði og öm- urlegt dæmi fyrir augum, þar sem voru nýlega atburðir í Egyptalandi. Þótt varla sé hægt að bera hann saman viðFarouk konung, þá voru freistingarnar er blöstu við Zahedi hershöfð- ingja vissulega álíka miklar og þær sem við Nasser höfðu blas- að. Aðeins útlegð gat afstýrt hættunni og því varð veikinda- leyfi Zahedis ævilöng útlegð. Hann hefur aldrei snúið heim frá Sviss, en hefur búið þar síð- an og er samkomulag hans við þjóðhöfðingja slnn hið ákjós- anlegasta. Ala var gerður að forsætis- ráðherra eins og fyrri daginn, þegar velja þurfti mann í skyndingu. Hann var of gamall til að ala með sér nokkrar sér- stakar framavonir. Um sama leyti reyndi keisarinn einnig að styrkja aðstöðu sína á ann- an hátt. Skömmu eftir að Za- hedi var horfinn á braut sagði hann við mig kvöld eitt: „Soraya, mig langar til að senda yður í leynilegum erinda- gjörðum.“ Ég sperrti eyrun og spurði hvað það væri. „Viljið þér hjálpa mér að koma í kring hjúskap milli Shanaz og Feisals konungs.“ Mohammed Reza, sem ný- lega hafði gerzt aðili að Bagdad samkomulaginu áleit að slíkur ráðahagur mundi verða báðum löndum að góðu gagni. „Á ég aðkynna þau hvort fyrir öðru?“ spurði ég. „Já, en auðvitað má enginn vita neitt um það. Kannski væri bezt að þau hittust í friði í Suður-Frakklandi.“ Gott og vel, ég skal fara,“ sagði ég. ,Bíðið við, ég hef ekki lokið máli mínu. Það er annar, sem til greina kemur,“ hélt keisar- inn áfram. „Ef svo fer að ekk- ert yrði úr þessu milli Feisals konungs og dóttur minnar álít ég son Aga Khans mjög við hæfi. Mér er sagt að Sadruddin sé alvörumeiri og áreiðanlegri en bróðir hans, Ali, og ef svo færi að hann gengi að eiga dóttur mína hef ég góðar von- ir um að Aga Khan mundi gera hann að eftirmanni sínum.“ Ég lofaði keisaranum að gera mitt bezta. Ekkert virtist ein- faldara en kynna þetta unga fólk hvort fyrir öðru. í dag er ég reynslunni ríkari og veit að starf „hjúskaparmiðlara“ getur verið í meira lagi flókið viðfangs. Shams prinsessa var beðin að sækja Shanaz frá skólanum í Sviss. Um sama leyti fór ég til Antibes og dvaldi þar á Hót- el du Cap. Fáeinum dögum síð- ar kom Feisal siglandi á snekkju sinni. En enn bólaði ekkert á Shams og Shanaz. Á meðan hafði Aga Khan boðið mér og Faisal til kvöld- verðar í húsi sínu, „Yakimour“ fyrir ofan Cannes, Þar var einnig fyrir Sadruddin prins. Báðir vissu ungu mennirnir að það átti að kynna þá fyrir dótt- ur Iranskeisara, en hvorugan grunaði að þeir væru keppi- nautar um hönd hennar. M Á.T Ji.eðan ég beið eftirkomu Shanaz leigði ég mér lítið hús við Eden Roc. Mér til undrun- ar voru næstu nágrannar mínir gamlir kunningjar Jack og Jaqueline Kennedy frá Palm Beach. Við urðum mjög glöð yfir endurfundunum og fórum saman út nokkrum sinnum. Við snæddum kvöldverð með ýms- um vinum, meðal annars með móður Sadruddins, sem bjó á Cap d’Antibes. Kennedyhjónin vissu einnig um eitt eða tvö sér- lega skemmtileg veitingahús inni í landi og við fórum nokkr- um sinnum þangað saman. Hr. Kennedy þjáðist um þess- ar mundir af króniskum bak- verkjum. Suma daga þoldi hann ekki einu sinni að synda. Stundum meðan hin voru úti í vatninu var ég hjá honum til samlætis á svölunum á Eden Roc. Við spiluðum oft saman ýmis persnesk spil og hann vann mig næstum alltaf. Ég hreifst sérstaklega að skörpum gáfum hans, sem áttu við í hverju máli og við flestar að- stæ.iur, ef svo má segja. Einn- ig var sérlega fljótfundið að hann var frábrugðin þjálfuðum ræðumönnum í því að allt tal hans var sérlega skemmtilegt og aldrei nokkurn tíma inni- haldslaust kjaftæði eins og hjá ýmsum stjórnmálamönmun. Faisal konungur gerðist all óþolinmóður, því að svo virtist sem hún hefði hreint engan áhuga á að koma og gerði allt til að fresta fundi þeirra. Þeg- ar hún og Shams komu loks til Nice eyddi ég engum tíma til ónýtis og ákvað þegar morgun- verðaboð fyrir þau á Eden Roc. Faisal kom stundvíslega. Skömmu síðar komum viff Shanaz og ég kynnti konung- inn fyrir henni. Hvorugt virt- ist sérlega hrifið af hinu. Til að gefa þeim tækifæri til að kynnast hélt ég kvöldboð á „Bonne Auberge" í grennd við Antibes og lét þau sitja saman um kvöldið. Tveimur dögum síðar endur- galt konungurinn boð mitt, en nefndi ekki Shanaz. Þar eð ég’ var tilneydd að koma fram eins og þetta hefði allt verið eins- kær tilviljun gat ég að sjálf- sögðu ekki spurt hann hvort honum litist vel á stúlkuna. Og svo sigldi hann á braut á skút- unni sinni og við vissum ekki neitt í okkar hausa. Ekki varð heldur komizt að niðurstöðu viðvíkjandi Sad- ruddin prins og daginn eftil Framh. á bls. 42. FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.