Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1964, Qupperneq 10

Fálkinn - 29.06.1964, Qupperneq 10
unar. Ég vinn allan daginn, og oft langt fram á kvöld líka. Ég hef áhyggjur út af yður, ung- frú Black.“ „Ég er vön að vera ein,“ skrökvaði ég. Það var dálítil þögn. „Hvað verður um barnið?“ sagði ég allt í einu. „Ég verð víst að hringja til yfirvaldanna í Grasse.“ „Bara vegna þess, að Mad- ame Prosper er farin?“ Hann leit undrandi á mig. „Já, hún ætlaði að hugsa um barnið fyrir mig. Hún er mjög góðviljuð kona. Trú líka. Ég hafði hugsað mér að grennslast dálítið fyrir um þetta, og reyna að athuga, hvað ég gæti gert vegna barnsins. Finna móður- ina, föðurinn, eða jafnvel af- ann og ömmuna. Venjulega kemst ég að þessu öllu áður en lýkur, eins og þér vitið. Og barnið —“ „Yrði illa komið hjá móður, sem kastar því inn í bíl, til þess eins að losna við það.“ Hann hleypti brúnum. Og augnabrúnirnar mættust yfir nefinu. Hann var mjög óánægð- ur á svipinn. „Börn þarfnast móður. Öll börn gera það. Slæm móðir er betri en engin.“ „Ég er ekki viss um að ég sé þessu sammála. Ég tilbað móð- ur mína,en ég hef oft hugsað um það, að ég hefði auðveld- lega komizt af án hennar,“ sagði ég í léttum tón. Þessi yf- irlýsing um Dot, hafði skotizt upp úr mér, til þess eins að ég gæti þrætt við hann. „Ef þér eruð þeirrar skoðun- ar, að það sé verra að finna móðurina, þá getið þér verið glaðar yfir því, að ég mun hafa samband við yfirvöldin í dag," sagði hann. Ég var öskureið við sjálfa mig. Það var eitthvað í fari hans, sem varð til þess að ég vildi vera á öndverðum meiði við allt, sem hann sagði. Ef til vill lá það í því, að hann hafði venjulega á réttu að standa. „Barnið verður að fara,“ sagði hann. „Eins leitt og mér þykir það.“ Hann var aftur farinn að tala við sjálfan sig. Hann hafði tek- ið upp gaffalinn, og stakk hon- um niður í damask-dúkinn, og eftir voru fjórar holur. Hann hélt áfram að stinga niður gaflinum, þar til komnar voru margar holur, sem allar lágu í röð út frá diskinum hans. Þess- ar aðfarir, svipurinn á andlit- inu, gáfu mér kjark. „Doktor Whittaker,“ sagði ég hásri röddu. Hendur mínar voru sveittar. „Ég meinti ekki allt, sem ég sagði. Auðvitað verðum við að reyna að finna móðurina. Ég skal vera kyrr og gæta barnsins.“ Hann lyfti höfðinu. „Það er alveg ómögulegt.“ „Það er alls ekki ómögulegt." „Þetta er mjög fallega hugs- að af yður, og ég veit að þér meinið vel. En að sjálfsögðu kemur þetta ekki til greina." Raddblærinn varð til þess að ég eldroðnaði. Blóðið streymdi upp til höfuðsins. „Hættið að koma fram við mig, eins og ég sé einhver fá- bjáni!“ „Ég bið af —“ „Ó! Grípið ekki fram í. Ég veit, að ég er sjúklingur yðar, en það veitir yður samt ekki heimild til þess, að fara með mig eins og væri ég eitthvert dýr. Ég veit, að ég hafði svo slæman smekk að eiga peninga, og ég veit að ég á dýr föt. En ég er enginn kjáni, ég er tutt- ugu og fimm ára — það er nógu hár aldur til þess að ég gæti átt fimm börn eins og þetta þarna uppi. Ég hef verið að hugsa um þetta í allan morgun. Hún er eins og ég. Enginn vill hana. Þér veittuð henni húsa- skjól, eins og mér! Þér funduð mig með snúinn ökla á klettun- um, og hana vafða inn í á- breiðu í bílnum yðar. Haldið þér,“ hélt ég áfram, og var farin að hitna óþægilega, „að ég geti þetta ekki eins vel og hún Madame Prosper? Haldið þér, að vegna þess, að ég hef búið á fínum hótelum, geti ég ekki gert það sama og Pascale gerir? Gefið mér tækifæri til þess að sýna það!“ Og mér til mikillar reiði end- aði ég með því að fara að gráta. Tárin runnu niður kinnarnar á mér. Hann stóð á fætur og kom yfir til mín, beygði sig yfir mig og tók undir hökuna ámér og lyfti höfðinu upp á við. „Svona, svona, ungfrú Blaclf, ég hef sært yður.“ Hann rétti mér hreinan vasaklút, sem ég neit- aði að taka við. „Þetta var vanþakklátt af mér. Heimsku- legt líka. Ég get ekki farið fram á það við yður, að þér takið á yður ábyrgð, sem ég á að bera, ungfrú Black. Þér hljótið að sjá, hversu ómögulegt það er.“ „Hversu lengi yrði þetta?“ ,Hvernig á ég að svara því? Ég hef ekki hugmynd um það.“ ,Þér hljótið að geta hugsað yður einhvern ákveðinn tíma.“ Ég strauk framan úr mér með mínum eigin vasaklút. Ég hafði enn nokkurt vald yfir sjálíri mér. r „Einn mánuð. Tvo mánuði. Það tók mig eitthvað því um líkt að finna móður barnsins, sem skilið var hér eftir síðast. Það tekur töluverðan tíma, að spyrjast fyrir um málið. Sveita- fólkið er mjög þagmælt. Segj- um tvo mánuði.“ „Svo ég fer þá fram á það við yður, að þér veitið mér at- vinnu í tvo mánuði, eins og stúlkum, sem koma hingað úr öðrum löndum til þess að vinna heimilisstörf og verða ein af fjölskyldunni á meðan. Ósann- gjarnt, finnst yður það ekki?“ „Nei“ sagði hann og settist niður aftur um leið og Pascale kom inn, „alls ekki.“ Pascale bar okkur ávaxta- rétt Mér gekk illa að koma mínum skammti niður, en dr. Whittaker borðaði með góðri lyst. Pascale leit með þrælsótta til læknisins og læddist út eins og mús. Ég sat og lék mér að matn- um, og þögnin var að verða þvingandi. „Yður þykir ekki gaman að börnum ....“ sagði hann. „Nei, það er rétt.“ „Þetta er þó að minnsta kosti hreinskilnislega sagt. Svarið einni spurningu enn: „Eigið þér einhverja ættingja? Á lífi?.“ „Enga.“ „Og hve marga vini?“ „Þessa tvo, sem þér hittuð.“ „Ekki fleiri?“ „Það er ekki hægt að telja þá sem ég þekki, þegar ég skrifaði ávísanir. Munduð þér treysta á þá, ef þér væruð í mínum sporum?" „Ég geri ekki ráð fyrir því,“ sagði hann og brosti lítillega. Önnur þögn fylgdi á eftir. Ég fann að hann horfði rannsak- andi á mig, enda þótt ég liti ekki upp. „Jæja þá. Verið þér þá kyrrar, ef þér viljið endi- lega. En það gengur ekki, það vitið þér.“ Ég trúði ekki mínum eigin eyrum. „Meinið þér, meinið þér, að ég megi vera hérna áfram og sjá um það?“ „Ef þér getið það.“ „Og vera þangað til þér finn- ið móður þess ....“ „Ef það er það, sem þér vilj- ið.“ „Já, svo sannarlega!" Hann stóð upp og leit á klukkuna. „Þér eruð vissulega furðuleg kona,“ sagði hann og fór. Sjöundi kafli. Madame Prosper kom eftir hádegið ekkert nema afsakan- irnar vegna þess, að hún hefði 10 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.