Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1964, Page 13

Fálkinn - 29.06.1964, Page 13
iskýjum, ef vindur blæs á skrá- þurr fjöllin og sandana, en þær fimm flugvélar, sem Ariana hefur á að skipa, fljúga hins vegar ekki allar upp yfir þessa .ógnandi tinda. En nú er þetta . sem svo margt annað óðum að , breytast. Rússar og Banda- ríkjamenn eru að byggja flug- velli og annað, sem þeim þarf að fylgja, við umferðamestu staði landsins, Pan Amerícan hefur verið fengið til að reka Ariana um sinn og veita Afgön- um margskonar aðstoð á þessu sviði. Flugmenn eru enn flestir Bandaríkjamenn og Indverjar. Flugvélin er full farþegum, nær eingöngu Afgönum, körl- um og konum sem flest eru á Jeið til Kandahar, annarrar gtærstu borgar landsins, þar sem við lendum eftir á þriðju .stundar flug. Þar umhverfis er .sléttlendara en við Kabúl. í suðri tekur við endalaus sand- sléttan, en fyrir norðan liggja yztu ranar Hindukushfjall- garðsins, sem eru jafn gróður- Hjá bakaranum. laus og skorpin og sléttan. Auðn og meiri auðn, það er Afganistan. Byggðin er að- eins litlar vinjar, þar sem vatnsmiklar ár hafa breytt þurrum jarðvegi í akra og skógarlundi. Tveggja tíma flug til, og við erum komin til Herat. Lítill er bærinn en þó sá stærsti í Vestur-Afganistan Þarna háði Alexander mikli fyrstu orrustu sína í Aríana, landi hinna fornu Afgana, og sigraði að venju. Eftir sigur sinn lét hann byggja þarna nýja borg, sem hann gaf heitið Alexandria Aria, en það nafn hefur fyrir löngu verið lagt niður. Eftir að hafa séð meiri hluta þeirrar leiðar, sem Alexander mikli fór um í herferð sinni fyrir nær 2300 árum, er það ekki lengur hersnilld hans eða dugnað- ur hinna grísku hermanna sem undrun vekur. Hafi lönd þessi þá verið jafn hrjóstug og eyðileg og þau eru nú, þá er sú hugsun ailtaf efst; að hann skuli hafa nennt að brjótast um þessi nær endalausu strjál- byggðu og óbyggilegu land- flæmi. Stórar gamlar kastalarúst- ir standa enn í Herat, og er bærinn að mestu byggður í kringum þær. Þarna var lengi vestasta virki Afgana gegn óvinum sínum í vestri Persum og einhvern tíma var höfuðborg Afganistan. Við kastalann standa enn nokkrar þungar klossaðar fallbyssur á hjólum, bersýnilega frá fyrri öld, ef ekki enn eldri. Þær hafa dagað þarna uppi og enginn hirðir um þær, þótt áður hafi þetta verið verð- mætir gripir og vafalaust einhvern tíma notaðir, því að oft hefur verið barizt um þessa ævagömlu borg. Herat ber það augljóslega með sér, að hafa oft verið sigruð og rænd. Þar má sjá leifar kastala, sem hafa verið svo til jafnaðir við jörðu og rétt utan við bæinn má sjá geysÞ háar og gildar mínarettur. í fjarska telur fáfróður gestur sig sjá geysiháa verksmiðjureykháfa, sem skiljanlega koma á óvart á stað sem þessum. Orsökin er ekki aðeiris útlit þessara geysiháu mínaretta, heldur einnig hitt, að hjá þeim standa engar moskur. Þær voru lagðar í rústir fyrir nokkr- um öldum, en mínarettunum leyft að standa uppi eftir að búið var að brjóta af þeim turnhúsin. Það var metnaðuf Kastalarústir í Hcrat, um þessa hæð barðist Alexander mikli fyrir um 2300 árum. IWllill* FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.