Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1964, Blaðsíða 32

Fálkinn - 29.06.1964, Blaðsíða 32
Hafið þér flösu? Bezta og öruggasta ráðið til varnar og eyðingar á þessum leiða kvilla er jmmciDr flösueyðingar-skolið. Reynið glas í dag og þér munuð undrast árangurinn. Heildsölubirgðir í Laugavegi 20 Box 834 Sími 19402 HVAÐ GERIST I NÆSTU VIKU? HrútsmerkiÖ (Zl.marz—20. avrílJ. Þessi vika verður með einkar rómantísku móti og þá einkum fyrir þá sem enn eru ólofaðir. Ekki er ólíklegt að þeir sem fæddir eru í apríl verði fyrir óvæntu happi þegar líða tekur á vikuna. Nautsmerkiö (21. avríl—21. maí). Þór verðið að sýna mikla skapstillingu í þessari viku því annars getið þér átt á hættu að lenda í rifrildi sem mundi leiða til vandræða á vinnu- stað. Mánudagur, fimmtudagur og föstudagur verða beztu dagar vikunnar. !TvíbtiramerlciÖ (22. mái—21. júni). Þessi vika verður að mörgu leyti hagstæð fyrir yður 0" ef þér hafið haft í hygg.iu að framkvæma eitthvað ættuð þér ekki að draga það á langinn þvi afstöðurnar eru mjög hagstæðar um þessar mundir. Krubbamerkið (22. júní—22. júlí). Það er hætt við að þessi vika verði með tals- verðum öðrum hætti en sú fyrri. Það eru talsverð- ar likur fyrir ferðalagi um helgina og þér ættuð að fara ef þér mögulega getið komið því við. Ljónsmerkiö (23. júlí—23. áaúst). Þér ættuð i þessari viku að vek.ia athygli yfir- manna yðar á athyglisverðri hugmynd, sem þér hafið verið að hugleiða undanfarið. Ekki er ólíklegt að þetta verði til þess að vek.ia traust á yður. ■Jómfrúarmerkiö (2h. áaúst—23. sevt.). Vinnustaðurinn mun reyna talsvert á taugarn- ar þessa vikuna og samstarfsmennirnir munu ekki sýna yður m.iög þægilegt viðmót. Þeir sem fæddir eru í ágúst ætu að eyða frítimanum sem mest heima við. Voaarskálamerjciö (2h. sevt.—23. okt.). Hinar heppilegu afstöður sém fyrir voru i'fyrri viku múnu haldast fram eftir þessari ög þér óettuð að koma því í verk sem þér hafið í hyggiu. Verið ekki of kröfuharðir við einn vin yðar. SvorðdrekamerkiÖ (2h. okt.—22. nóv.). , Þessi vika verður einkar rómantísk og ekki síður fyrir þá sem giftir eru en hina sem ólofaðir eru. Hætt er við einhver.ium vandræðum á vinnu- stað einkum fyrir þá sem fæddir eru í nóvember. Boaamannsmerkið (23. nóv—21. des.). Þér ættuð að gæta þess vel að ætlast ekki til of mikils af öðrum heldur vinna verkin siálfir að minnsta kosti þau verk sem vður ber að vinna. Semni hluti vikunnar verður að ýmsu leyti góður. Steinaeitarmerlcið (22. des.—20. janúar). Ef yður hættir til fl.iótfærni ættuð þér að reyna að ven.ia yður af slíku og hugsa málin vel áður en þér framkvæmið eitthvað, sem máli skiptir. Gætið þess að særa ekki einn vin yðar. Vatnsberamerkið (21. janúar—18. febrúar). Oft er heppilegra að vinna eitt verk áður en annað er hafið. Þess vegna skuluð þér gæta þess vel þegar líða tekur á vikuna að hafa ekki of mörg iárn í eldinum. Sunnudagurinn verður yður hagstæður. Fiskamerkiö (19. febrúar—20 marz). Þetta verður m.iög skemmtileg vika fyrir yður og þér ættuð að notfæra yður það til þess ýtrasta. Þér ættuð að umgangast einn vin yðar meir en þér hafið gert að undanförnu. 32 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.