Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1964, Side 36

Fálkinn - 29.06.1964, Side 36
sardínur og þunnar gúrkusneiS- ar ofan á helminginn af sneið- unum. Kryddað með salti og pipar. Leggið hinar sneiðarnar ofan á, smurða hliðin niður. Látið farg á í nokkrar klst. Velt upp úr hálfþeyttri eggjahvítu, sem í er mikið af rifnum osti. Brauðsneiðarnar steiktar í smjöri á velheitri pönnu. Born- ar fram strax með rifnum hreðkum. Sardínur í móti. 1— 2 dósir sardínur 2— 3 tómatar í sneiðum 3 msk. saxaður laukur 2 msk. söxuð steinselja Salt, pipar Rifinn ostur Sítrónubátar Raðið tómatsneiðunum í botn- inn á smurðu eldföstu móti, stráið lauk og steinselju ofan á, raðið sardínunum þar ofan á. Kryddað. Miklu af rifnum osti stráð yfir og sardínuolíunni jafnað yfir. Bakað við 275°, þar til ostur- inn er fallega gulbrúnn. Borið fram með sítrónubát- um og hráu salati. Á morgun ... Framhald af bls. 31. Þetta kvöld voru skref Alla- ins enn hægari, hann virtist enn þá samanfallnari og hrukk- urnar kringum munninn enn dýpri og skarpari. Það var alveg hljótt inni í sjúkrastof- unni, nema hvað frú Allain sagði lágt og ráðþrota: — Þau vökva ekki blómin mín, Ernest. — Auðvitað gera þau það, elskan mín. Þau gæta þeirra vel. Það var eklci nema um eitt að gera hugsaði hún, og það var að skipta um blóm. Ef hún gæti sett annað þarna í stað- inn, gæti hún kannski gabbað frú Allain. Roðinn myndi fær- ast aftur í kinnar hennar og augun fá eitthvað af sínum fyrri ljóma. — Ég sagði alltaf að asalean mín færði gæfu með sér, myndi hún segja. . — Þú ert svo þögul, sagði Kelly. Þú hefur rétt boðið mér góðan daginn. Ég er viðkvæmt fífl, hugsaði hún, og nú missi ég hann. — Mig langar til þess að biðja þig um að gera mér greiða, sagði hún. — Viltu vera svo vænn og fara í blómabúð og kaupa handa mér asaleu með mörgum knúppum. — Hvað — engar orkídeur? — Hún verður að vera ljós- rauð, hélt Lísa áfram, — og hún má ekki vera fullútsprung- in, því þá grunar HANA ábyggilega eitthvað. Þegar hún er sofnuð í kvöld, ætla ég að reyna að skipta um blóm. — Væri ekki ráð að segja mér, hvað sé á seiði? spurði Kelly rólegur. Lísa sneri sér undan. Hún hafði ekki kjark í sér til að horfa framan í hann. — Það er hún frú Allain, sagði hún og hálsinn herptist saman, svo hana verkjaði. Hún er með lungnabólgu og hún kom með þetta asnalega pottablóm með sér- hingað á sjúkrahúsið og nú liggur hún allan tímann og horfir á það og grætur og segir að . það þarfnist vatns, vegna þess að hennar eigin varir eru svo þurrar og sprungnar. Og svo datt mér í hug, að ef ég næði í aðra plöntu og hún sæi hana braggast og ná sér, þá myndi henni kannski batna líka. Allt í einu gat hún ekki meira. Hún byrgði andlitið í höndum sér og grét. Viljalaus lét hún Kelly halla sér aftur og hjálpa sér upp í rúmið. Hún sneri sér undan og lokaði augunum, hrædd við að hann sæi tár hennar. — Lísa, sagði hann blíðlega. — Lísa, horfðu á mig. Það var eins og hún sæi hann í fyrsta sinn. Andlit hans Ijóm- aði af blíðu og ást, er hann laut yfir hana. — Ástin mín, sagði hann, — ljúfan mín. Það var eins og hann notaði vilj- andi gömlu úreltu orðin, sem Allain hafði hvíslað að æsku- unnustu sinni. — Ég skal útvega þér asaleu með knúppum, sagði hann. — Veiztu ekki, að ég vildi glaður gefa þér allan heiminn, ef ég gæti það? En ég hef ekld komizt að þér fyrr — ekki fundið þig fyrr. Það var ég sem bjó til gler- vegginn milli okkar, hugsaði Lísa og ég vogaði ekki að brjót- ast í gegnum hann. — Kelly ... Systir Anna kom inn. — Heimsóknartímanum er lok- ið. Stebbi.' WT hálabrýtuT ■pig á Jiessu 36 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.