Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1964, Side 42

Fálkinn - 29.06.1964, Side 42
Falin fortíð Framhald af bls. 40. og ég hefði átt að gera. Samt bað ég nú Lafargues-bræðurna að grennslast fyrir um málið aftur.“ „Hverjir eru þeir?“ „Bændurnir hérna í næsta húsi.“ Það var nýtt fyrir mér, að hafa hann á valdi mínu. Ég sagði ekki neitt. Mér létti. „Ég geri ráð fyrir, að yður sé farið að langa heim til Eng- lands aftur,“ sagði hann. „Það er skiljanlegt.“ „Við hvað eigið þér?“ Ókurteisishreimurinn var kominn í röddina aftur, þessi raddblær, sem ég hafði tekið eftir, að ég notaði alltaf við manninn, sem 'hafði gert mér gott eitt. Athugið! Engin gluggatjöld hanga jafn fagurlega og þau sem eru úr hinni fjaðurmögnuðu íslenzku i:ll (berið þau saman við gerfiefnafram- leiðsluna). ÚLTÍMA KJÖRGARDI Td U 'rf/ 0 0 0 0 u 0 n n 'írrrír Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIDJAIXI H.F. Skúlagötu 57. — Sími 23200. „Það er það, sem þér eigið við með að leita að móðurinni.“ „Alls ekki,“ sagði ég reiði- lega. „Þér skiljið ekki nokkurn skapaðan hlut.“ „Ungfrú Black,“ sagði hann, og leit helzt út eins og læknir, sem var að fást við taugasjúkl- ing. „Það er eðlilegt, að yður skuli langa til þess að fara heim. Ég sagði yður í upphafi, að þér hefðuð tekið fljótsam- lega ákvörðun. Það er stund- um ekki rétt að gera góðverk, hversu nauðsynleg, sem þau nú annars geta verið.“ „Mér er sama, í þessu tilfeli var það rétt! Hvernig getur yður — skort svo hugmynda- flug, að þér skulið endilega halda, að mig langi til þess að flýta mér aftur heim til Eng- lands! Þar hef ég ekkert til að snúa aftur til. Ég vildi vita, hvort þér hefðuð fundið móður barnsins, svo ég gæti gert upp við mig, hversu djúpt, ég ætti að sökkva mér í þetta starf. Mér geðjast að því, og mér lík- ar vel við barnið. Og ef þér ætlið svo að rífa hana frá mér um leið og ég byrja að hafa áhuga á henni...“ „Leggið þér allt niður fyrir yður, hverja þér ætlið að elska, áður en þér gerið það, til þess að geta verið vissar um, að það sé öruggt?“ „Já, ég geri það!“ sagði ég reiðilega. „Svo hve fljótt ætli þér að taka hana frá mér?“ „Þér voruð vanar að segja það,“ sagði hann. Hann fór að brosa, og ég gat ekki gert að því, að ég fór að flissa. „Hvernig farið þér að því læknir, að gera mig alltaf svona reiða? Auðvitað er hún, en ég kalla hana það á meðan ég var hrædd við hana. Hve langan frest fæ ég?“ „Ef til vill miklu lengri en þér óskið eftir?“ Þetta var eitt af því, sem gladdi mig mest af því, sem hann hafði sagt frá því ég sá hann fyrst. Stundum hugsaði ég um hann eins og villidýr, og mig sem dýratemjarann. Það mátti ekki mikið vera, svo hann færi aft- ur inn í greni sitt. Nú var hann kominn langt út fyrir það, og ég var bæði glöð og þakklát. Ég fékk hann til þess að lofa mér að hann skyldi aka mér til St. Marie til þess að kaupa þar smávegis handa barninu. En svo kam babb í bátinn. „Haldið þér... haldið þér við gætum notað ferðapening- ana mína?“ „Ungfrú Black. Ég hef alltaf ætlað að tala við yður um þetta. Ég verð að fá að borga yður eitthvert kaup. Það er vel gert af yður að gera þetta... en alveg óþolandi, að þér skulið gera það kauplaust." Soraya Framhald af bls. 9. fóru þær Shanaz og Shams. Ég taldi mig hafa gert skyldu mína og beið nú eftir að árang- ur kæmi í ljós. Þegar Shanaz kom til Teheran skömmu síð- ar spurði faðir hennar, hvort konungurinn hefði borið upp bónorð við hana. „Nei, hamingjunni sé lof að hann gerði það ekki,“ sagði hún og hristi höfuðið. En faðir hennar vonaði í lengstu lög að úr ráðahagnum yrði og taldi víst að hann fengi talið dótturinni hughvarf. Fáeinum vikum síðar barst okkur sú fregn, að Faisal kon- ungur hefði verið jafn ósnort- inn af Shanaz og hún af hon- um.Shanaz var þá fimmtán ára gömul og var eins og óút- sprungið blóm. Síðan hefur hún breytzt í gullfallega unga stúlku og giftist af ást Ardeshir Zahedi, syni hershöfðingjans. JP JLJins og búast mátti við hikaði keisarinn við að gefa samþykki sitt en í Persíu sigrar ástin oft — þó ekki alltaf því miður — stjórnmálaleg sjónar- mið. í dag er Ardeshir ambassa- dor lands síns í London og for- maður írönsku nefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf. Ég er mjög ánægð með þessi endalok og oft hugsa ég með hryllingi um hvað hefði komið fyrir Shanaz hefði hún orðið drottning í írak. Engan okkar, er vorum í Antibest þetta sum- ar gat rennt grun í, hver örlög voru búinn veslings Faisal. Að- eins þremur árum síðar var hann og öll fjölskylda hans myrt í Bagdad kastala, í febrúar 1956 lögðum við upp í fleiri opinberar heim- sóknir. í þetta sinn héldum við í austurátt, því að keisarinn leit á íran sem sögul ga brú milli austurs og vesturs. Við flugum fyrst til Nýju Delhi, og þar tók Pandit Nehru á móti okkur og eftir nokkur veizluhöld og op- inberar móttökum ferðuðumst við um landið í þrjár vikur. Við vorum gestir Maharaja- anna nær hvar sem við fórum og þeir skipulögðu tígrisdýra eða fílaveiðar okkar til skemmt- unar. En ég fann brátt að gest- risni þeirra kom ekki frá hjart- anu. Þetta var aðeins starf, sem þeir ræktu með mismikilli á- nægju. Maharajaarnir í Miscore héldu okkur geysimikinn dans- leik. Fyrir utan selskabsdöm- urnar mínar og sjálfa mig sett- ust engar konur niður til að borða með okkur, og þegar ég lét í ljósi undrun yfir því sagði túlkurinn minn: „Ó, þær sitja allar bak við tjöldin og horfa á okkur með- an við borðum." Ungfrú Sagemúhl tókst að komast til þeirra og tala við eina af indversku konunum. Þær sögðust ekki mega láta neinn sjá sig. Meira að segja verður að setja gluggatjöld fyr- ir bílgluggana í hvert skipti sem þær skreppa í ökuferð. V W ið sóttum einnig heim Nizaminn í Hyderabad, mjög horaðan gamlan mann, sem sagður er ríkasti maður heims- ins. Ekki varð þess þó vart á heimili hans, sem skorti flest þægindi og þótt hann væri ráð- inn af ríkinu til að hafa ofan af fyrir okkur, reyndi hann ber- sýnilega að stofna til sem allra minnstra útgjalda. Það sem mér varð minnis- stæðast 1 Indlandi er sú stað- reynd að með margt fólk er farið eins og skepnur og með margar skepnur er farið eins og þær væru guðir. Fátækt virðist enn skelfilegri og meiri en í Persíu. í hverju þorpi sem við fór- um um, sáum við kýr eta nægju sína af grænmetispöllunum, því að enginn dirfðist að blaka við þeim. Kúaskítur var um allar götur og vitaskuld flugnamergð þar í kring og þarna léku sér vannærð og óþrifaleg börn inn- an um allt þetta. Það er satt að mér fannst líf almúgans í Persíu mjög ömur- legt, en ekki vorkenndi ég ind- versku börnunum minna. Ég vissi af reynslu að þeim yrði aðeins hjálpað fyrir tilstilli skipulagðrar félagsstarfsemi, en mig langaði mest til að gefa hverju barni einhverja falleg gjöf, þótt mér væri ljóst, að í flestum tilvikum hefði barnið frekar illt af slíku en gott. Aparnir voru ei'nnig álitnir heilagir og þeir kunnu vel að notfæra sér það. Dag nokkurn meðan við ókum í jeppa á veið- ar rákumst við á stóra hjörð 42 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.