Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1964, Síða 9

Fálkinn - 13.07.1964, Síða 9
nýjar vonir og fyrst á eftir létum við þetta duga. í nokkurn tíma minntist keisarinn ekki á þetta efni. Þar sem ýmsar heimsóknir voru fyrirhugaðar árið 1956 hefur hann sjálfsagt ekki viljað raska sálarró minni. Það sem mest á reið fyrir hann var að ég brosti nógu oft og elskulega við hlið hans, meðan við ferðuðumst land úr landi. Þessar ferðir allar tókust mjög vel og urðu til þess að auka vinsældir mínar meðal þjóðarinnar og jafnframt treysta hann í sessi. Ég hafði á tilfinningunni, að ég hefði aldrei notið meiri hylli en ein- mitt um þessar mundir. Millj- ónir Persa sáu mig í nýju ljósi þegar þeir fréttu hve mjög okk- ur hafði verið fagnað utan- lands og þeir voi'u hreyknir af keisaraynjunni sinni. Við það bættist að um allt land spruttu nú upp barnaheimili og líkn- ai'stofnanir ýmis konar, sem kostaðar voru af Soraya sjóðn- um. Jafnvel þeir framámenn, sem verið höfðu efagjarnir í fyrstu um góðgerðarstarfsemi mína sýndu nú að þeir voru mjög ánægðir með starf mitt. Þegar áríðandi ákvarðanir voru teknar var alltaf leitað álits míns um þessar mundir og álit mitt fór stöðugt vaxandi. Ji ar sem lífið í Teheran var yfirleitt heldur fáskrúðugt höfðu ýmsar heldri frúr mikið gaman af að lesa blöð og tíma- rit frá Evrópu. Þeim fannst sérstaklega gaman að mynda- blöðum frá Róm og París og í nær hverri viku var prentuð grein í hverju þeirra um vanda- -mál okkar. Hinar ýmsu kenningar komu fram. Ef Ali Patrick, sonur Ali Reza kæmi ekki til greina sem erfingi krúnunnar, hvað þá um Shanaz prinsessu, dóttur keisar- ans. Eða — ef hún giftist — gæti þá sonur hennar orðið erf- ingi? Og þannig var vandamál okk- ar rætt á alla enda og kanta ekki síður í síðdegisdrykkjum í Teheran en úti í hinum stóra heimi og mín eigin aðstaða varð sífellt ömurlegri. Vandamálið þarfnaðist skjótrar úrlausnar. Þegar Shanaz trúlofaðist Ardes- hir Zahedi í nóvember 1956 lagði ég sjálf því þessa spurn- ingu fyrir keisarann: „Er nokkur von til þess að hægt sé að útnefna Shanaz krón: > ■ msessu ? “ „Algerlega útilokað," svaraði hann. „Persar mundu aldrei sætta sig við konu yfir sér.“ „Og ef hún eignaðist son?“ „Drengur af Zahedi-ætt gæti ekki haldið fram Pahleviætt- inni. Þá kæmi jafnvel sonur Alis frekar til álita.“ Meðan þessu fór fram hafði ástandið í landinu lítið breytzt til batnaðar. Þrátt fyrir góðan ásetning og einlægan vilja hafði stjórn Alas ekki tekizt að kom- ast fyrir fjárspillinguna. Hinn 3. apríl 1957 útnefndi keisarinn því Manucher Eghbal forsætis- ráðherra. Þetta var í fyrsta sinn að sú staða var skipuð manni, er ekki var meðlimur neinnar af hinum „tvö hundruð fjöl- skyldum“ frans Dr. Eghdal var læknir að atvinnu og hafði einnig verið prófessor við há- skólann. Hann var ekki auðug- ur maður og lifði aðeins af laun- um sínum. Kona hans var irönsk og þau höfðu gifzt meðan hann stundaði nám í París. Miklar vonir voru bundn- ar við starf hans sem forsætis- ráðherra, því að hann var upp- fullur af nýjum hugmyndum. Fáum dögum eftir útnefning- una fékk dr. Eghbal áheyrn hjá keisaranum. Ég var að vísu ekki viðstödd, en eins og ég heyrði samræðurnar síðar sagði forsætisráðherrann eitthvað á þessa leið: „Yðar hátign, ef ég á að taka að mér að framkvæma umbæt- ur i yðar nafni verður yðar eigin aðstaða að vera traustari. Annað hvort verður keisara- ynjan að ala yður erfingja í næstu framtíð eða framtíð keis- aradæmisins verður tryggð með einhverju öðru móti.“ Ef við hefðum verið tvö ein í heiminum hefðu þolinmæði okkar engin takmörk verið sett. Þó að ekki hefði verið um ást að ræða milli okkar við fyrsta fund höfðum við lært að skilja og elska hvort annað betur og heitar eftir því sem árin liðu. Við áttum vel saman að flestu leyti höfðum svipaðar skoðan- ir á mörgum málum og höfð- um unnið mjög náið saman. Það sem fyrst og fremst tengdi okkur traustum böndum voru þeir erfiðleikar, sem við höfðum glímt við og yfirunnið saman. Ef allt hefði gengið snurðulaust fyrir sig hefðum við aldrei fundið eins, hversu mjög við þörfnuðumst hvors annars.En á hinum erfiðu tím- um fyrstu árin höfðum við oft verið beinlinis ein í heiminum. Jafnvel bræður keisarans og systur gátu ekki til lengdar hjálpað honum með byrði sína. Þegar þannig var málum háttað kom engin til greina nema ég og fyrir mig aðeins hann einn og slík bönd milli tveggja mannlegra vera er ekki auðvelt að rifta. * Wk ig segi þetta vegna þess að því aðeins að lesendur mínir skilji það geta þeir skilið hve sorgleg aðstaða mín var nú að verða. Ég var hamingjusamlega gift og var sannfærðari en nokkru sinni áður að ég gæti bæði orðið keisaranum og íran að liði. Og einmitt vegna þess að ég lifði í ástríku hjóna- bandi og vegna þess að ég hafði miklar áætlanir á prjónunum, hvað snerti góðgerðarstarfsemi ýmiss konar gat ég ekki unað því lengur að halda áfram að byggja hús mitt á sandi. Það sem gerðist næstu mán- uði var því að mínu frumkvæði. Ég þarf væntanlega ekki að taka það fram, að það krafðist ólýsanlegrar sjálfsögunar af mér, að ná þeirri ákvörðun sem ég að lokum tók. Dag nokkurn í júlí 1957, þegar við keisarinn vorum ein á göngu sagði ég: „Við getum ekki haldið svona áfram, Mohammed. Fólk- ið gerist æ óþolinmóðara. Ef eitthvað kemur fyrir yður og enginn erfingi er að krúnunni verð ég talin ábyrg fyrir þeirri ringulreið sem það mundi valda.“ Keisarinn leit á mig. Hann virtist undrandi. Ég hélt áfram: „Ég get ekki haldið áfram að starfa undir þessu fargi. Hvaða máli skipta allar áætl- anir minar, þegar vandamálið er enn óleyst?“ „Ég skil yður mjög vel,“ svaraði Mohammed Reza. „En hvað getum við gert?“ „Við þurfum að fá tíma til að anda,“ sagði ég. „Við verð- um að finna einhverja bráða- birðalausn til næstu fimm sex ára.“ „Hafið þér einhverjar tillög- ur fram að færa um það?“ „Ef þér vilduð aflétta bann- inu á Kadsharsættinni gæti ein- hver af hálfbræðrum yðar hlot- ið útnefningu sem eftirmaður yðar.“ „Til þess þarf stjórnarskrár- breytingu og það niundi aftur krefjast samþykkis Ráðuneytis Hinna Vísu Manna.“ Ráð Vísu Mannanna var eins konar krúnuráð og tilheyrðu því tignustu menn landsins. Að sjálfsögðu þurfti keisarinn ekki samþykki þeirra til að slíta hjónabandi okkar eða binda hana við ákveðinn tíma. Það var hans einkamál. En til end- urskoðunar á erfðalögunum þurfti samþykki Vísu Mann- anna. „Gott og vel, kallið Ráðið saman,“ sagði ég. „Og ef þeir hafna tillögum mínum?“ Ég svaraði og varð að beita mig hörku til að fá orðin yfir varir mínar: „Ef svo fer eigum við elcki annars úrskosta en skilja.“ Og þá voru orðin sögð. í fyrstu neitaði keisarinn að hlusta á slíka uppástungu, en sem vikurnar liðu vandist hann því smám saman. Kvöld eitt þegar við ræddum enn einu sinni málið sagði hann hikandi: „Undir engum kringumstæð- um mætti líta svo út að ég ósk- aði að flæma yður úr landinu." É .B-^g sl^ildi hvað hann hafði í huga. Eins og venjulega hryllti hann við tilhugsuninni einni að særa þann, sem hon- um var kær. Ég kom honum til hjálpar með því að segja: „Kannski væri bezt, að ég biði útkomunnar í Evrópu. Þá yrði okkur báðum hlíft við óþægilegum deilum.“ Svo að við ákváðum að ég færi í skíðaleyfi til St. Moritz, eins og allt væri í stakasta lagi. Keisarinn sagðist vilja láta mig fylgjast nákvæmlega með fram- vindu mála. Hann ætlaði að gera það símleiðis. Allar samræður okkar um þetta mál fóru vitaskuld fram, þegar við vorum tvö ein. Keis- arinn vildi ekki trúa neinum öðrum fyrir vandamálinu, ekki einu sinni nánum ættingjum. Svo að ég varð að taka ákvarð- anir mínar algerlega á eigin spýtur og þær ákvarðanir mundu ráða úrslitum um fram- tíð mína. Engu að síður var ég furðu- lega róleg. Ég vissi, að ég held, að ég var að gera það sem rétt var. Þá mánuði sem ég var í Teheran eftir þetta gekk ég frá ýmsum málum mínum. Ég fann upp einhverja afsökun við ungfrú Sagemúhl, að hún safn- aði saman öllum myndum, sem teknar höfðu verið af mér sið- ustu sjö árin. Ég brenndi hurtdruðum bréfa og öðrum skjölum. Ég setti á sérstaka staði mínar persónulegar eigur og sem mætti síðan senda til mín, ef þannig verkaðist. Þetta þýddi þó ekki að ég væri svartsýn. Þvert á móti var erfitt fyrir mig að trúa því að ég, sem ekki var sek um neitt, Framh. á.bls. 36. FALKINN 9

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.