Fálkinn - 13.07.1964, Síða 10
Benta Steenstrup borgaði leigubílinn og af-
þakkaði vingjarnlega, þegar bilstjórinn bauðst
til þess að bera handtöskurnar hennar inn í
húsið fyrir hana. Hún vildi ótrufluð njóta
heimkomunnar, svo hún gekk ein í gegnum
garðshliðið og staðnæmdist síðan andartak
og virti fyrir sér sólbakaða, viðarklædda fram-
hlið hússins, sem hafði verið bernskuheimili
hennar og sem átti að verða heimili hennar
næstu árin. Hún varð hrærð, því henni fannst
eins og bæði garðurinn og húsið byðu sig
veikomna heim, eftir þessa árs fjarveru. Þar
fyrir utan gat hún ekki búizt við neinni mót-
tökuhátíð, því kringumstæðurnar höfðu
hagað því svo til, að hún fór mjög óvænt frá
stúlknaskólanum í París. Ástæðan var sú, að
forstöðukonan og aðaleigandinn hafði dáið
mjög skyndilega og þá var tekin ákvörðun
um að leggja skólann niður. Hún hafði ekki
þringt til að láta vita um komu. sína, því
hún kærði sig ekkert um að neitt tilstand
ýrði vegna hennar. Henni hafði þótt mjög
gaman þetta ár í Frakklandi, en nú fannst
henni að það hefði verið alveg nógu langur
tími. Hún var orðin sautján ára og fannst
hún ekki vera neitt barn lengur. Það hafði
gerzt eitthvað innra með henni þetta ár, sem
hún skildi ekki almennilega, bæði andlega
og líkamlega. Og hana langaði mikið til að
hitta föður sinn og móður.
Það var ný vinnukona sem opnaði fyrir
henni.
— Ó! er þetta ekki ungfrú Steenstrup! Ég
er nýja vinnukonan. Það er regluleg synd,
að það skuli ekki verða aðrir til að taka á
móti yður.
— Ég hef ekki gert viðvart um komu mína,
sagði Benta og hengdi kápuna sína í litla
anddyrinu. — En hvar eru þau annars?
— Forstjórinn er í verzlunarferð í Svíþjóð
og kemur ekki heim fyrr en eftir viku. Frúin
fór út í teboð en kemur ábyggilega bráðum
heim. Má ég ekki hella upp á te fyrir yður
á meðan, ungfrú Steenstrup?
Benta brosti örlítið yfir þessum kringum-
stæðum, sem hún var óvön. Fyrrverandi
vinnukona hefði bara sagt rétt og slétt
„Benta“ Nú var hún orðin „ungfrú Steen-
strup“! Jú, hún hlaut að hafa breytzt eitthvað.
• — Nei, takk... ekki strax, svarað^ hún.
Fyrst ætla ég í bað. Ég verð að þvo af mér
ferðarykið.
Vinnukonan stóð og tvísteig dálítið, eins
og henni lægi eitthvað á hjarta.
— Er nokkuð að? spurði Benta.
— Ekki annað en . .. mig langaði bara að
spyrja um, hvort þér hefðuð nokkuð á móti
því að ég færi. Móðir yðar gaf mér nefnilega
frí síðdegis, svo ég gæti hitt kærastann minn.
— Það er allt í lagi. Ég sé um mig. Farið
þér bara.
— Kærar þakkir ungfrú Steenstrup.
Benta fór upp í herbergi sitt, sem eins og
um hafði verið talað, var algerlega óbreytt
frá því hún fór. Allt var eins og áður, vina-
legt og ljóst. Hve hún gladdist yfir því að
setja muni sína, bækur. bréfsefni og þess
háttar, á sína gömiu staði, fara aftur að búa
hérna.
Hún fór fram í baðherbergið, lét vatnið
fossa í kerið og setti furunálasait út í. Þegar
hún hafði afklæðzt var baðið tiibúið og hún
smeygði sér hægt niður í og stundi
af ánægju.
Eftir að hafa farið í kaida sturtu og núið
BARN
VERÐUR
FULLORÐIÐ
10
FALKINN