Fálkinn - 13.07.1964, Side 11
'sig vandlega «ieð, frottéhandklæði, svo blóðif
streymdi út í húð hennar, fór hún aftur inn
til sín. Hún gat varla varizt brosi er hún sá
sig aftur í stóra skápspeglinum, sem sýndi
hana í fuliri líkamsstærð. Það var ný sýn, sem
mætti henni hér og hérna á bernskuheimil-
inu, sá hún bezt muninn. Hún fór að reyns
að opna handtöskuna, en .. hún fann hvergi
lykilinn. Hún sneri töskunni í krók og kring,
en lykilinn var hvergi að sjá. Og allur annar
fatnaður hennar var í töskunum, sem hún
hafði sent í fragt og gat ekki náð í fyrr en á
morgun. Hún gáði í fataskáp sinn, en hann
var eins og hún bjóst við, tómur. Hún mundi
Jíka, að hún hafði tekið allt með sér fyrir hina
löngu dvöl í París. Nú, en það voru svo sem
ekki hundrað í hættunni, því hún gat sem
bezt tekið eitthvað af fötum móður sinnar
að láni.
Hún fór inn I svefnherbergi móður sinnar
og opnaði skápana. Hún fann enn breyting-
una, þegar hún klæddist undirfötunum. Þau
hæfðu henni algerlega. Hún brosti. Það var
bæði gaman og þægilegt að eiga mömmu,
sem hélzt svona ungleg.
' Hún valdi sér kjól, með mjög sérkennilegu
mynstri. Hún hafði ekki séð hann fyrr. Þrátt
fyrir allt, varð hún dálítið undrandi yfir því,
að móðir hennar skyldi hafa keypt sér kjól,
sem gerði hana svona unglega. En hann hlaut
að fara henni stórkostlega vel.
Hún skoðaði sig enn einu sinni í speglinum
og varð enn meira undrandi. Svona fullorðins-
lega hélt hún ekki að hún liti út. Mamma
myndi áreiðanlega reka upp stór augu og
finnast hún sjá sjálfa sig ljóslifandi fyrir sér.
Fallega unga móðir hennar, sem kom blóði
karlmannanna enn þá til að streyma örar.
Pabbi hafði líka skrifað henni í síðasta bréf-
inu, að mamma væri unglegri og yndislegri
en nokkru sinni fyrr. Það var dásamlegt að
eiga foreldra, sem alltaf voru jafn ástfangin
hvort í öðru. Og nýja vinnukonan var trú-
lofuð. Það var eins og allt húsið angaði af
ást. Kannski röðin kæmi bráðum að henni?
Hún dró djúpt andann og fann eftirvænting-
una streyma um sig.
Svo fór hún fram í eldhús og setti upp vatn
fyrir teið. Því næst skauzt hún út í garðinn.
Hún gekk um hann og bauð trjánum og
öllum runnunum góðan daginn Hún stanzaði
við laufskáladyrnar, þar sem vafningsviður-
inn teygði sig upp með körmunum, stóð þar
grafkyrr með lokuð augu og andaði að sér
rósailminum. Hjarta hennar sló örar og á
hug hennar leitaði þessi hugsun: Skyldi ekki
bráðlega koma ungur maður og leggja hand-
legg sinn utan um hana . . .
Var það draumur eða veruleiki? Það VAR
lagður handleggur utan um hana og rödd
hvíslaði:
— Kysstu mig, ástin mín!
Það hlaut að vera veruleikinn, því hún fann
heitan andardrátt aftan á hálsi sér.
Hún sneri sér snöggt við og horfði á ókunn-
ugt andlit. Maðurinn var unglegur, en þó ekki
mjög ungur. Hún skauzt frá honum og um
leið blossaði reiðin upp í henni.
— Hvað í ósköpunum á þetta að þýða?
Hver eruð þér? Og hvernig vogið þér yðut'
að ryðjast hingað inn?
Maðuiúnn stóð og starði niður fyrir sig.
Hún kreppti hnefana, en inn í reiði hennar
blandaðist ósvikin undrun.
Framhald á bls. 26.
FÁLKINN 11