Fálkinn - 13.07.1964, Qupperneq 12
JÖN GÍSLASON
ill kostur höfðingjaseturs á miðöldum, þar sem ala varð
marga hesta á hverjum vetri, til langferða og annarra ferða-
laga. Skálholt hafði til að bera marga kosti til þess að
vera aðalaðsetursstaður kirkjuhöfðingja íslands. Það var
staðsett í blómlegasta héraði íslands, þar sem fjölmenn-
asta byggð landsins var umhverfis. Gissuri biskupi ísieifs-
syni hefur auðvitað verið það mjög hugþekkt, að Skál-
holt yrði gert að biskupsstóli, því jörðin hafði verið í eigu
ættar hans, móður hans og föður. En þrátt fyrir það var
Skálholt ekki hið raunverulega ættaróðal langfeðga hans,
heldur Mosfell í Grímsnesi. Mosfell var sízt minni bú-
jörð eða höfðingjasetur en Skálholt. Ef til vill er staðar-
legra á Mosfelli en Skálholti. En annað réði um val Skál-
holts sem biskupsstóls, þó sagnamenn okkar og annálaritar-
ar geti þess ekki af eðlilegum ástæðum. Gissur biskup vissi
vei, við hverju mætti búast, ef til ófriðar dræi í landinu
milli leikmanna og kirkjunnar eða jafnvel innan kirkjunnar
sjálfrar. Vegna þess valdi hann Skálholt sem biskupssetur.
Skuiu nú raktir helztu kostir Skálholts sem höfðingja-
seturs á miðöldum, auk þeirra er þegar hafa verið greindir.
Eins og þegár var getið, kynntist Gissur biskup á náms-
árum sínum og í vígsluför ófriðnum er ríkti, jafnt innan
kirkjunnar sjálfrar og milli hinna veraldlegu höfðingja,
konunga, keisara og páfa. Framsýnn og hygginn höfðingi
eins og Gissur biskup hlaut því að sjá, að _slíkur ófriður
myndi er stundir líða verða einnig á íslandi. Vegna þess
hlaut hann að velja biskupssetri landsins aðsetursstað, þar |
sem væri torsótt til hans um herfarir. Og slíkur staður I
var einmitt í landnámi langfeðga hans, Mosfellinga. Sá
staður var Skálholt. Það hafði til að bera flesta þá kosti, |
sem höfðingjasetur á miðöldum þurfti að hafa. Það er
öruggt, að margir voldugir og drottnandi höfðingjar i Norð-j
urálfu, hefðu mátt öfunda Skálholtsbiskup af aðsetri
hansö Skulu nú raktir höfuðkostir Skálholts sem aðseturs-
staður höfðingja á miðöldum.
Skálholtsstaður er umkringdur vötnum á þrjá vegu, að
austan, sunnan og vestan. En að norðan eru óbyggðir, toi-
farnar, sakir fjalla, vatna og gróðurleysis. Árnar sem að-
skilja Skálholt frá næstu sveitum, eru illar yfirferðar á nær :
því hverjum árstíma sem er. Á þeim eru fá vöð, og öll .
torfarin og nær því útilokað að færa þar yfir herflokka,
þó þaukunnugir menn fari með forsjá. Frá Skálholti er
víðsýnt um næsta nágrenni, og auðvelt að fylgjast með
mannaferðum um hérað og koma skjótum boðum heim til f'
staðarins, ef ófrið bæri að, og jafnframt að safna liði úr í
næsta nágrenni, er liðsafnað þurfi að gera til varnar. Allir
þessir kostir, er taldir hafa verið, eru miklir frá sjónar-
miði höfðingja miðalda, en skulu nú að nokkru skilgreindir
nánar, þó ekki verði farið nákvæmlega í smáatriði.
Framhald á bls. 31.
Fyrsti biskupsstóll landsins var settur í Skálholti í
Biskupstungum. ísleifur biskup Gissurarson hins hvíta á
Mosfelli var íslandsbiskup, án þess að hafa í raun réttri
fastan aðsetursstað, lögbundinn, þó hann byggi í Skálholti.
Sonur hans Gissur varð biskup íslands að föður sínum látn-
um. Hann var mikill stjórnmálamaður og höfðingi ágætur.
Hann nam skólalærdóm eins og faðir hans suður í Sax-
landi. í þann mund er Gissur biskup ísleifSson var við
nám, var ófriðvænlegt og sundurþykki mikið milli Þýzka-
landskeisara og páfa. Höfðingjar veraldlegir og forustu-
menn kirkjunnar skiptust í flokka, sama gegndi um klerka
og leikmenn. Ófriður var á stundum milli hinna andstæðu
stefna. Höfðingjar hvorutveggja urðu að vera við öllu
búnir. Þeir urðu á stundum að halda her manns og víggirða
aðsetursstaði sína. Gissur biskup varð því vel kunnugur
þvi ástandi, er ríkti í þessum efnum, jafnt á námsárum
sínum og þegár hánn fór í vígsluförina. Hann hlaut því
að verða vitandi þess, hivers vænta mætti, ef til líkrar
sundrungar kæmi á íslandi. Hann var fylgismaður páfa-
stefnunnár, en hún hélt fram auknum yfirráðum kirkjunnar
um málefni andíeg og eignum kirkjunnar. Stjórn hans á
Islenzku kirkjunni var mótuð í anda goðorðaskipunar
þjóðveldisins, og varð þjóðleg og holl sjálfstæði landsins.
Hann mótaði fjárhagskerfi kirkjunnar með setningu tíundar-
laganna, og gerði kirkjuna að ríkustu og voldugustu stofn-
un landsins.
Eftir að Dalla, móðir Gissurar biskups andaðist, fékk
hann Skálhölt til fullra umráða og eignar. Ein af hugsjónum
kirkjunnar var öreigasjónarmiðið. Kirkjuhnarmenn áttu
helzt að eiga sem minnstar eignir, jafnt jarðeignir og lausa-
fé. Þessi hugsjón samrýmdist illa hugsunarhætti íslend-
inga og annarra Norðurlandabúa. Valdamenn kirkjunnar
í norrænum löndum urðu margir hverjir vellauðugir
menn, jafnt í jarðeignum og lausu fé. Gissur biskup hefur
ef til vill viljað sýna í verki, að hann væri ekki um of auð-
gjarn. Hann gaf kirkjunni jörðina Skálholt og meiri auð,
og lét lögtaka á alþingi, að stóll biskups skyldi þar vera.
Þannig varð Skálholt lögtekið biskupssetur og var þar
biskup til ársins 1785, en þá var stóllinn fluttur til Reykja-
víkur. Én þegar biskupsstóll var fluttur úr Skálholti, var
hið forna fjárhagskerfi stólsins hrunið að grunni, og í
raun réttri stefna Gissurar biskups ísleifssonar í hagræn-
um efnum kirkjunnar liðin undir lok. Hún hafði staðist
strauma aldanna, og var lengur við lýði en nokkur önnur
stefna í fjármálum og skipulagsháttum, en þekkzt hefur
hér á landi. Sýnir það fremur öðru framsýni og stjórnmála-
hæfileika hins mikla leiðtoga, Gissurar biskups Ísleiíssonar.
Skálholt er sæmileg bújörð, landstór fremur, en fólks-
frek til nytja. Þar eru slægjur góðar, jafnt á túnum og
á engjum. Jörðin er mikil heyskaparjörð. En slíkt var mik-