Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1964, Side 14

Fálkinn - 13.07.1964, Side 14
Glösin stóðu í röð, glamp- andi og freyðandi. Þau voru þrjú. „Nú vil ég fá að vita aílt um þig,“ sagði Morrie, og kleip mig í hnéð. „Hvers vegna sagði bjáninn hann Harold ekki, að hann hefði skilið þig eftir í Frakklandi? Ég lánaði þeim að- eins villuna, þegar ég vissi, að þau ætluðu að fara með þig hingað með sér. Svafstu í rúm- inu mínu, ha? Ég gaf honum ströng fyrirmæli þar að lút- andi. Hélt að mér myndi líka það betur, ef þú hefðir sofið í þvi iíka. Já, og hvaða barn er þetta annars, sem þú ert með? Hef ég farið á mis við að vita af jafn miklum viðburði og því, að þú hafir alið barn?" Ég setti barnið á hné mér og drakk kampavínið. Morríe hafði verið vinur Dot og minn líka svo árum skipti. Hann hafði upphaflega átt blaðavið- tal við Dot, og skrifað dálítið um hana, og þau höfðu orðið góðir vinir, og héldu áfram að vera það þótt árin liðu. Hann var fölleitur, um fjörutíu og fimm ára, feitlaginn, Gyðingur, og vel út lítandi. Hann hafði þann háværasta hlátur í allri Lundúnaborg, og maður komst ekki hjá því að hlæja líka. Hann var rétti félaginn, þegar aiit lék í lyndi, og ómetanlegur, þegar illa gekk. Ég bölvaði mér fyrir að hafa ekki hringt í hann, þegar Dot dó. Morrie myndi segja manni að hætta að skæla. Lundúnarödd hans og feitur, riðvaxinn líkaminn, at- hugasemdir lausar við alla meðaumkun og drykkir annað slagið, voru það sem maður þarfnaðist. Hann sat og virti mig spyrj- andi fyrir sér. 14 Ég sagði honum allar frétt- irnar í einni setningu. „Jæja, svo þú ætlar að vera hérna dálítinn tíma. Það eru góðar fréttir. Ég verð að hitta þig,“ sagði hann. Tueks hjónin koma í næstu viku og þá skul- um við halda veizlu.“ Hann tók glasið sitt og skálaði við mig. „Þú lítur prýðilega út, vina mín, en dálítið meira ... ég get ekki lýst því með öðrum orð- um, en dálítið meira í minni stétt. Lægra niðri. Miðstétt og á niðurleið." „Morrie, vertu ekki svona mikið snobb. Ég er miðstéttar- manneskja." „Dot mun ganga aftur og fylgja þér, ef þú segir 'eitthvað þessu líkt. Oh, guð minn góður, hvað er klukkan. Þessi gamla belja í villunni verður ævareið, ef ég kem ekki aftur til hádegis- verðar. Hún býr til alveg ó- meltandi mat fyrir mig. Mag- inn í mér verður alveg ómögu- legur, þegar ég hitti svona fallegar konur, og þær fælast mig.“ „Ég geri ráð fyrir, að hún vilji hafa þig sjálf, og geri þetta því af ásettu ráði.“ „Þú slærð mér gullhamra. Maginn er ekki eins stór og hann var, hvað sýnist þér?“ „Mér sýnist hann nákvæm- lega eins.“ „Þú getur ekki fyrirgefið mér fyrir að segja, að þú værir á niðurleið. Ég hringi til þín, þú dýrlega kvenvera. Hvar sagðist þú búa?“ „Ég sagði þér ekkert um það. Ég skal skrifa þér.“ „Það verður þá víst ekki á næstunni.“ Hann leit á mig aft- ur. „Ef til vill er það hár- greiðslan. Þú verður að taka þig á, stúlka mín, en barnið er ágætt yfirskin. Ég klóra síma- númerið mitt hér á umslagið." Hann kyssti mig aftur og fór af barnum. Ég lauk úr þriðja glasinu mínu í þann mund er dr. Whit- taker kom inn um dyrnar. Ég sá ha'nn ræða við Leon, sem hlustaði með athygli og tók síð- an í höndina á honum, og sagði eitthvað hvað eftir annað, sem aðeins gat verið: „þakk yður fyrir.“ Vínið hafði stigið mér til höf- uðs, og ég fann til undarlegrar tilfinningar. Þetta var það. Þetta var hin læknandi hönd, og lækniseiðurinn. En dr. Whittaker leit kulda- lega á mig um leið og hann gekk yfir til mín, og hann sagði varla eitt einasta orð á hinni löngu leið heim. Hann hafði jafnvel litið kampavísnglösin þrjú fyrir framan mig enn kald- ari augum. Ég hafði alls ekki í hyggju að segja honum söguna um lyf- seðilinn hans, eða útskýra fyrir honum, að ég hafði ekki eytt hans peningum í vínið. Ég ætl- aði að geyma mér þetta, hugs- aði ég, á meðan ég gaf Riette að borða og lagði hana í rúmið, og gekk óvissum skrefum yfir í svefnherbergið mitt. Það gæti komið sér vel síðar, að hafa verið göfuglynd en misskilin. ÁTTUNDI KAFLl. Madame Prosper bauð mér yfir um til sín einn daginn til tedrykkju, en hún kafði gefið mér alveg sérstakt te, þegar ég var veik. „Ég hélt, að maður drykki ekki þetta te, nema þegar mað- ur væri veikur," sagði ég við Pascale, sem flutti mér skila- boðin. „Það eru til margar tegundir af tei,“ sagði Pascale, fyrir- litlega. Hún var nú orðin vön við að hafa útlendinginn í hús- inu, og hundrað ára styrjöld- in var byrjuð á milli okkar. Henni fannst ég vera íífl, var afbrýðisöm vegna vinfengis míns við lækninn, og hafði fyr- irlitningu á því, að ég skyldi koma í staðinn fyrir Madame Prosper. Hún hjálpaði mér aldrei, og hefði gert allt til þess að gera mér erfiðara fyrir, fyr- ir litla þóknun. Barnið, „þetta vesalings smábarn", var einn- ig fyrirlitið, vegna þess að það tiiheyrði um stundarsakir ensku ungfrúnni. Aftur á móti tók nú Madame Prosper hjartanlega á móti mér í öðru húsi, yfirhlöðnu hús- gögnum, aðeins minna en hitt var, en álíka gamaldags og ruslaralegt. Keypti fólk aldrei nokkurn nýjan hlut hérna? Þegar ég sat á frönskum sófan- um, fannst mér ég einna helzt tilheyra konungsfjölskyldu. „Hvernig gengur yður, góða mín? Ég hugsa svo oft til yð- ar. Þetta hlýtur að vera erfitt lif fyrir yður.“ „Oh, nei, madame. Mér geng- ur ágætlega. Og Riette líður vel. Lítið aðeins á hana.“ Skakki barnavagninn stóð fyrir utan gluggann, þannig að ég gat fylgzt með því, sem í honum var. — „svona ef ein- hver skyldi láta sig hafa það að ræna barninu,“ sagði Madame Prosper stríðnisleg11. Henni fannst hugmynd mín hreinasta fjarstæða og bara hlægileg, um, að einhver í þorpinu, sem hafði þó losað sig við hana, kynni nú að stela henni. „Ég hef fréttir að færa,“ sagði Madame, eftir að hafa dáðst að barninu eins og til var ætlazt. Hún leit á mig þýðing- arfullu augnaráði, og lækkaði röddina, þó engin hræða væri nálægt. „Ég held, að einhvern næstu daga munum' við að minnsta kosti finna annað for- eldri þessa aumingja barns." Mér fannst sem hún hefði rekið mér bylmingshögg undir bringspalirnar. „Ég get ekki sagt yður neitt meira núna,“ sagði Madame Prosper, eins og unglingsstúlka, sem er að segja stöllu sinni leyndarmál í leikfimisalnum. „En treystið mér aðeins." Til hvers? Til þess að taka Riette frá mér. „Ekki svo að skilja, að við getum gert nokkuð í þessu sem stendur." FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.