Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1964, Blaðsíða 20

Fálkinn - 13.07.1964, Blaðsíða 20
I Á miðöldum voru „public“-skólarnir settir á stofn til að auðvelda efnalitlum unglingum skólanám. En svo kynlega hafa málin snúizt, að á þessari öld hefur það ekki verið nema á færi eínafólks að mennta börn sín í þessum skóium. Þeir eru tiltölulega fáir, sem stundað geta nám í þessum skólum, en skipa flestir lykilstöður innan brezka heimsveldisins og próf úr „public“-skóla hefur reynzt mönnum drjúgara veganesti en meðfæddir hæfileikar. Það er því engin furða, þótt þetta fyrirkomulag sæti lát- lausri gagnrýni og ýmsir telji hana mestu vanvirðu. Það hefur jafnvel verið gefið í skyn, að linkind yfirvaldanna gagnvart ýmsum þeim, sem hafa verið riðnir við mestu njósnamál Englands undanfarin ár, hafi stafað af því, að þessir menn voru valinkunnir sómamenn úr valinkunnum ,public“-skóla. Dr. Alan Boucher skrifar fyrstu grein sína fyrir FÁLKANN frá ensku þjóðlífi og fjailar um þessa skóla. Dr. AEan Bmicher: EIMSKU 66 99 PUBUC SKÓLARNIR — eru þeir úreltir? Dr. Alan Boucher mun skrifa nokkrar greinar frá Englandi fyrir Fálkann. Hin fyrsta þeirra fjallar um sér-enskt fyrirbæri, 8em löngum hefur vakiö ýmis konar gagnrýni „public“-skól- ana ensku sem ýmsir telja nú oröiö úrelt fyrirbceri. Dr. Bouc- her er máliö kunnugt því hann hefur sjálfur numiö viö slikan skóla, Winchester College. Dr. Boucher er fœddur áriö 1918 á prestssetri l Leicesterhire i Miö-Englandi þar sem afi hans var sóknarprestur en faöir hans gegndi embættisstörfum < flotamálaráöuneytinu. Bouclier-œttin er gömul í Englandi og upphaflega komin áf miöaldagreifum og jörlum l Normandíi Nemendur ' enskum public- skóla á „skólasjoppunni“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.