Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1964, Page 23

Fálkinn - 13.07.1964, Page 23
þess varð villutrú algeng meðal ólærðra manna, svo sem kenning Wicliffs og „lollardanna", sem vildu gefa þeim biblíuna á enska tungu. Það var upphaf- lega til þess að bæta úr prestafæðinni og kveða niður villitrú, að hinir elztu „almennu“ skólar voru stofnaðir. Árið 1382 stofnaði William af Wyke- ham, biskup í Winchester og kanzlari ríkisins, í senn skóla handa ungum drengjum í Winchester á Suður-Eng- landi (Winchester College) og háskóla- garð í Oxford (New College). í skólanum skyldi vera Warden ! (rektor), 10 Fellows (kórprestar), 3 < chaplain (kapelluprestar), 3 clerks (meðhjálparar), 16 Quiristers (kór- drengir,) organisti, skólastjóri, og 70 scholars (nemendur). Kórdrengirnir voru skyldir að syngja í kapellu skólans og ganga um beina hjá prestunum og nemendum en að launum áttu þeir að fá kennslu. Svo segir í reglum stofnandans: Enginn prestur, klerkur, nemandi, eða kórdrengur skal láta vaxa hár sitt eða skegg, eða vera í támjóum skóm, eða í rauðum, grænum eða hvítum sokkum. Þeir skulu ekki bera sverð, langa hnífa, eða önnur vopn, og hvorki fara í krá né leikhús. Þeir skulu hvorki hafa sín á milli eða í skólanum hunda, net, hreysiketti, spörhauka né dúfufálka fyrir veiðina, og ekki heldur apa, björn, tófu, hjört, hind, dádýr, greifingja, né hvaða annarlegt dýr sem er, sem gagnslaust er, eða sem gæti verið hættulegt skólanum. Það er bannað að stökkva, glíma og kasta steinum eða boltum í kirkjunni, kirkjugarðinum og skóla- salnum, til þess að gluggar og veggir verði ekki fyrir hnjaski. Bannað er að rífast og etja kappi, og ekki skal vera neinn flokkadráttur, rógberi eða mannjöfnuður, er gæti vakið óvild í skólanum . . > Undirstöðumenntun prestanna á mið- öldum var fólgin í hinum svokallaða trivium: málfræði, piælskufræði, og t rökfræði — og fór öll kennsla fram á latínu, enda var bannað að tala saman í skólanum nema á latínu. Eftir siða- skiptin og á upplýsingaröld vajrð sú breyting á námskeiðinu, að gríska bætt- ist við, en aðalverkefni nemandanna var að yrkja á latínu um gefið málefni. Árið 1647 orti nemandi, sem hét Robert Mathew, latneskt kvæði, þar sem hann lýsir skólalífi þeirra daga. Kvæð- ið heitir „Um Winchester College“ og byrjaði þannig: Klukkan fimm kallar skólaforingi (præfectus) „Surgite! Hættið að hrjóta, letingjar ykkar, og farið á fætur! Við gegnum, klæðumst í buxur, skó og hempur, flýtum okkur ' að raða okkur upp og, þegar kirkju- klukkan hringir, syngjum við latn- eskan sálm, hálfklæddir eins og við erum. Þá verðum við að sópa her- bergin okkar, búa um rúmin, þvo Frá Winchester-skólanum sem um er fjallað í þessari grein. Kapelluturninn. okkur í framan og greiða hárið. Kd. hálfsex stefnir önnur hringing okkur til kapellunnar ... Við biðjum guð um leiðsögn, vernd og blessun hans yfir námið. Það er skylda tveggja foringja, sem til þess eru ráðnir. að gæta þess vel, að við tölum ekki í kapellunni, erum með bæk- urnar okkar, lesum ekkert óviðeig- andi, og erum ekki fjarstaddir án leyfis. Kl. sex hringir minnsta klukkan og stefnir okkur til skólans. Þar biðjum við um fræðslu og tökum til starfa með „Ijóðverkefni", og einbeitum okkur að því að gera því góð skil. Við erum fjötraðir skrifborðum okk- ar eins og Prometheus var fjötraður kletti sínum hinum kákasíska. K1 níu hringir klukkan aftur og við les- um bæn. Þá förum við að hlakka til morgunverðarins. Við göngum inn í borðstofuna og þar gefur borðþjónn- inn okkur bjór, en brauðþjónninn brauð. Þegar við erum búnir að borða, kallar borðstofuforinginn (auli præfectus). „Niður!“ Og niður förum við. Þá vinnum við um stunda sakir á eigin spýtur, en göngum aftur í skólann kl. ellefu ... Miðdegisverður í skólanum var kl. tólf, en þá var unnið allt frá kl. eitt til Framhald á bls. 29. 23 FALK.INN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.