Fálkinn - 13.07.1964, Side 25
Stöðugt fjölgar bifreiðum landsmanna og þeim tegundum
sem fluttar eru til landsins. Um leið aukast möguleikarnir
fyrir því að menn geti fundið þann bíl, sem þeir leita að,
að minnsta kosti ef þeir gefa sér tíma til að kynna sér það sem
á boðstólum er.
í fyrra hóf fyrirtækið 0. Johnson & Kaaber h.f. innflutning
á hollenzkum bílum sem heita Daf. Þetta eru litlir bílar
og vöktu þegar mikla athygli fyrir ýmsa góða eiginleika sína.
Verksmiðjur þær, sem framleiða bílana, eru tiltölulega
nýlega byrjaðar þessa framleiðslu, en engu að siður hafa
bílarnir náð mikilli útbreiðslu. í heimalandi sínu eru þeir
notaðir til margra hluta. t. d. sem lögreglu- og sjúkrabílar.
í því fjöllótta landi Sviss eru þeir mjög vinsælir. Það er
því líklegt að þessir bílar henti vel hér á landi.
Þessa bíla er hægt að fá í tveimur tegundum. Er sú ódýrari
á rúmar eitt hundrað og tuttugu þúsundir en hin um tu
þúsund krónum dýrari. Alls munu nú vera komnir um eitt
hundrað bílar af þessari gerð.
Það fyrsta, sem vekur athygli manns er hversu bíllinn er
allur einfaldur, þægilegur og stílhreinn Sætin eru þiægileg,
útsýni gott og óvenju rúmgott farangursrými í ekki stærri
bil c'apti oru kifedd góðu áklæði sem gott er að þvo. Mælaborð-
ið er stílhreint og þannig frágengið að ekki veldur endur-
speglun í framrúðu.
En það sem einlcum vekur athygli manns er ganghraða-
skiptingin, enda er hér á ferðinni mjög óvenjulegur hlutur.
Hér er engin kúpling, engin gírstöng og enginn gírkassi.
f stað gírkassa kemur Variomatic, einfaldur útbúnaður, sem
saman sténdur af fjórum V-reimahjólum samantengdum
með tveimur V-reimum. Orka vélarinnar vinnur á hvort
afturhjól fyrir sig, án mismunadrifs. Hvort afturhjólið vinnur
því óháð hinu. Skiptingin stjórnast því eingöngu af benzín-
inngjöfinni, án fótstigs fyrir kúplingu og án gírstangar.
Þetta hefur marga kosti í för með sér. Bifreiðin verður
þægileg í akstri þar sem er mikil umferð og þetta kemur
sér einnig vel varðandi framúrakstur.
Vélin er tveggja strokka fjórgengisvél og sparneytin.
Hér fara á eftir nokkrar tæknilegar upplýsingar varðandi
Dafodil.
TÆKNILEGAB UPPLÝSINGAR
Stærð og þungi:
Fjarlægð milli fram-
og afturhjóla
Mesta lengd
2.05 m
3.61 m
Mesta breidd 1.44 m
Mesta hæð 1.38 m
Breidd framsæta 1.21 m
Breidd aftursæta 1.25 m
Rúmmál farangursgeymslu
Skoðunarþungi
Leyfilegur hleðsluþungi
Mesti leyfilegur hraði
Benzínevðsla
0.98x0.98x0.46
660 kg
330 kg
105 km
6.75 Ipr. 100 km
Sjálfskipting:
Dnfverksmiðjurnar kalla sjálfskiptingu sína
Variomatic. Þessi útbúnaður hefur ótakmark-
að sjálfvirkt snúningshraðaval á milli vélar
op v,ióin frá 16.4 : 1 til 3.9 • 1.
Óháð fjöðrun á öllum hjólum:
Framhjól: þveríjöður og tvívirkur högg-
deyfir.
Afturhjól: gormar með tvívirkum högg-
deyfum.
Felga 13”.
Hjólbarðar 145x330.
\
r týris.hh',1:
Öryggisstýri. Snúningsradius 4,o5.
Hemlar:
Vökvahemlar á öllum hjólum, handhemill að aftan.
Rafkerfi:
6 volt — 240 wött — 80 amp/rafhlaða.
Benzíngeymir:
Rúmar 32 lítra.
Vélin:
Tveggja strokka fjórgengisvél liggjandi.
Borvídd og slaglenglengd 85,5x65 mm.
Rúmtak 746 cc.
Hestöfl: 30 á 4000 s. h. p. m.
ALLIR DÁSAMA DAF
24
FALKINN
FALKINN
25