Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1964, Síða 26

Fálkinn - 13.07.1964, Síða 26
Þrýstihlutfall 7,5 : 1, Loftkæling. Smurkerfi: Þrýstidælan er tannhjóladæla. Engir smurkoppar. Yfirbyggingin: Pressað stál. — Tveggjadyra. — Nægilegt rýml fyrir 4—5. — Stórt farangursrými. Almennar upplýsingar: Vel staðsett mælaborð. Tveir rúðublásarar. Hitari, sem jafn- framt getur blásið köldu lofti. Velja má milli 9 mismunandi lita að utan og 4 lita að innan. Tvílitan á hvítum dekkjum. Hvílupúða á hurð fyrir farþega. Öryggishandfang á mælaborði. Spegill á sólskyggni farþega- megin Þér skuluð þvi muna eftir Daf þegar þér hafið í huga að kaupa yður lítinn en þægilegan bíl. Söluumboð er í Sætúni 8 og þar er einnig viðgerða- og vara- hlutaþjónusta, enverksmiðjurn- ar leggja mikla áherslu á að alltaf séu til nægir varahlutir, en nokkur misbrestur hefur þótt á slíku hjá vmsum bif- í'eiðaumboðum. Barn verftur fullorftift Framh af bls 11. Svo tautaði óboðni gesturinn. — Þér hafið rétt fyrir yður. Þetta var ósvífið af mér. — Ósvífið!? Það .. það er .. Hann lyfti hendinni. — Ég veit það. Þér eruð í fullum rétti til að kalla á hjálp, en þér þurfið þess ekki. Þér þurfið ekki að vera hræddar við :nig. Eina afsökun mín er, að ég sá yður frá veginum og .. . og þér voruð svo töfr- andi, að . . . að ég bara . . . bara varð . . . Fyrirgefið mér .. . og gleymið því Svo var hann farinn. Hún starði á eftir honum. Það var vissulega undarleg framkoma að ryðjast inn í garð ókunnugs fólks og kyssa blá- ókunnuga stúlku. Hann hlaut að vera vitlaus! Annars virtist hann mjög viðkunnanlegur maður. Já, hann leit raunar mjög vel út, en samt.. . Hún gekk í gegnum laufskál- ann, og hjarta hennar barðist ótt. Auðvitað var engin afsökun til fyrir þessu. Hvað hafði hann sagt? Eina afsökun mín...! Hún stanzaði og gat ekki varizt brosi. Gátu menn virkilega orð- ið hrifnir svona? Svona allt í einu? Auðvitað myndi hún glevma honum, en ... jú henni 28 henni fannst samt að tilveran og lífið væri allt í einu orðið meira spennandi og hún var orðin enn þroskaðri, úr því hún hafði getað orsakað slíkt. Preben Poulsen sat kyrr dá- litla stund undir stýri, áður en hann ræsti bilinn. Svipur hans hafði á fáum mínútum breytzt mjög. Hann hafði flýtt sér bros- andi og með blik í augum inn í garðinn. Nú voru alvarlegir drættir kringum munninn og augu hans voru hugsandi og myrk. ,,Hún hlýtur að hafa haldið, að ég væri vitlaus,“ hugsaði hann. Svo setti hann bílinn í gang, en ók mjög hægt og af hreinni tilviljun hringsólaði hann um íbúðahúsahverfi, þar sem um- ferðin var ekki svo mikil að hún truflaði hugsanir hans um ungu stúlkuna í laufskálanum. Einkennilegt, hve allt hafði allt í einu breytzt. Hvernig sem hann velti því fyrir sér, hlaut þetta atvik að hafa sínar af- leiðingar, jafnvel þótt þær kynnu að valda sársauka. Loks, þegar hann beygði í átt til aðalgötunnar, kom hann auga á Grétu Steenstrup, sem steig í sömú svifum út úr spor- vagni. Andartaki síðar sat hún við hlið hans. Hann sveigði aft- ur út í hliðargötuna og stanzaði ekki fyrr en á mjög kyrrlátum stað. Gréta Steenstrup. lagði hendi sína yfir hans og horfði bros- andi á hann. — Það er ekkert eins dásamlegt og svona óvænt- ir fundir, hvíslaði hún. — Þú mátt gjarna kyssa mig. Hann horfði lengi á hana. — Þú mátt ekki halda, að mig langi það ekki, sagði hann loks, — en . . . ég reyndi það áðan og það gekk hreint ekki svo vel, Hún starði undrandi á hann. — Þú reyndir það áðan? Hverslags vitleysa er þetta eig- inlega? Hann brosti vandræðalega. — Ég ók framhjá húsinu, Gréta ... Ég ætlaði að koma þér á óvart. .. Ég sá þig inni í laufskálanum í fallega kjóln- um, þú veizt... þessum sem ég held svo mikið upp á og þú hefur sagt að þú hafir keypt mín vegna. Svo læddist ég inn í garðinn og alveg til þín, tók utan u n þig og hvíslaði: Kysstu mig, ástin mín! Gréta Steenstrup hristi höf- uðið. — Hvað er eiginlega að þér, Preben. Ertu lasinn? — Nei, stundi hann. Skýring- in er alveg eðlileg Þegar þú snerir þér við, sá ég að þetta var ekki þú, — ekki alveg. Þetta hlýtur að hafa verið dótt- irin, sem þú hefur sagt mér svo mikið frá. Ég sá strax, hve líkar þið voruð. Hún hlýtur að hafa komið skyndilega heim frá Frakklandi og einhverra hluta vegna hefur hún farið í kjólinn þinn. — Ó ... svo Benta er komin heim. Það var undarlegt, Pre- ben... en ég skil ekki hvernig þú gazt. . . hvernig þér gat skjátlazt á mér og . .. barninu. — Hún líkist ekki neinu barni, þar sem ég sá hana. Hún líktist konu. Hún líktist þér. Það var fyrst, þegar hún sneri sér við, að ég sá muninn. Gréta Steenstrup sat og vatt hanskana sína taugaóstyrk. — Guð minn góður. . . hvað hefur hún haldið. Og hvað sagð- ir þú, eiginlega? — Mér tókst að halda sjálfs- stjórn minni og koma með heimskulega skýringu... Ég sagðist hafa orðið svo hrifinn af að sjá hana, að ég hafi ekki getað staðizt freistinguna . . . já það hljómaði heimskulega og hún hefur sjálfsagt haldið, að ég væri eitthvað undarlegur. — Grunaði hana eitthvað um samhengið? — Það held ég ábyggilega ekki. — Jæja, það hefði heldur engu máli skipt, sagði Gréta Steenstrup, dálítið hörkulega. — Hún fær hvort eð er að vita það þegar... Hann þreif snöggt um báðar hendur hennar og horfði fast í augu hennar. — Jú, Gréta það hefði skipt miklu máli, því .. . ég get ekki gert það, sem við höfum talað um, ekki núna. Ég get ekki tekið þig frá honum . .. og frá henni. Hún er svo ung. .. ein- mitt á þeim aldri, þegar hún þarfnast þin mest. Mér varð það allt í einu Ijóst, hve hræði- lega rangt það er að raska ein- hverju, sem er orðið rótgróið. Við getum ekki gert það, Gréta, og við verðum að hjálpa hvort öðru til að forðast það. Hún leit snöggt á hann. — Er það ekki heldur vegna þess, að þú sérð núna, að ég er ekkert unglamb lengur? Segðu það bara! Hann leit á hana með svo miklum sársauka í augnaráð- inu, að hann einn var henni nægt svar. — Allt í lagi, allt í lagi, stundi hún og brosti þreytu- legu brosi. — Ég skil þig, að sjálfsögðu. Þetta er sem sagt... kveðjustundin? Hann þrýsti hendur hennar. — Já, Gréta, og þakka þér fyrir ... viðkynninguna. Þau sátu drykklanga stund og horfðu hvort á annað. Svo spurði hann hásri röddu: — Á ég að aka þér heim? — Nei, ég vil heldur skilja við þig hér, hvíslaði hún. Þegar Gréta Steenstrup hafði faðmað og kysst dóttur sína, skoðaði hún hana gaumgæfi- lega Hún varð bæði undrandi og hrærð yfir- að sjá hina miklu breytingu, sem á henni hafði orðið. — Þú ert orðin stór stúlka, Benta. Fullorðin kona! Benta hló. — Er ég það? Ef til vill, já. Ég held að minnsta kosti að ég sé að verða það. Þær settust við teborðið, en móðirin hélt um hendi dóttur innar og sagði: — Það er dásamlegt að sjá þig heima aftur, þó ég sé dálítið vonsvikin. Það var synd að ég skyldi ekki vera hérna heima til að taka á móti þér, en það var ástæða fyrir því. — Það gerði ekkert til. Ég fór í bað og setti svo tevatnið yfir og gekk um garðinn. — Ekkert annað? Það kom örlítið meiri roði í kinnar Bentu, en svo leit hún undan og sagði: — Nei... ekki annað. Móðirin leyndi óróa sínum með því að hella meii’a tei í bollana. Benta vildi sem sagt ekki segja frá atvikinu í lauf- skálanum, hún vildi eiga það sem lítið spennandi leyndar- mál. Hún var farin að varðveita leyndai’mál. Hún var orðin kona! Preben hefur rétt fyrir sér, hugsaði hún. Það má ekki eyði- leggja neitt fyrir henni. Hún þarfnast mín núna, hvort sem hún veit af því, eða ekki. Hún er að verða fullorðin, og þess vegna verð ég að verða henni góð móðir. — Ertu nokkuð reið yfir því að ég fór í kjólinn þinn? spurði Bgnta. Móðirin tók í eina fellingu á kjólnum og skoðaði hana gaum- gæfilega. — Alis ekki, barnið mitt. Og þú skalt eiga hann. Hann hæfir þér miklu betur. Og hún eins og stundi örlítið um leið og hún sagði það. Hún hafði líka oi’ðið fullorðin í dag, nógu fullorðin til þess að viður- kenna aldur sinn og ábyrgð. Jálkinn flýgur út FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.