Fálkinn - 13.07.1964, Qupperneq 34
Steinboginn
Framh. af bls. 31.
hér á landi á seinni hluta 16.
aldar og snjóavetrar komu ár
eftir ár og vatnsmagn árinnar
stórjókst.
Á vetrum var að vísu auð-
farnara yfir Hvítá, því ána
lagði fljótt, þar sem hún rann í
breiddum um láglendi. En ísar
á ánni voru oft ótryggir, því
afætur og vakir voru víða.
Þurfti því þaulkunnuga menn
til þess að velja leið yfir ána á
ísum, nema frosthörkur hefðu
staðið dögum saman. Einnig er
það altítt á vetrum, að áin renni
í farvegi sínum yfir ísa og
myndi þannig ófærur á nýjan
S*(ure
ön
□ □
Einangrunargler
Framleitt einungis úr úrvals
gleri, — 5 ára ábyrgð.
Pantið tímanlega.
KORKIDJAIM H.F.
Skúlagötu 57. — Sími 23200.
iiLiiDin
DAGUR
er víðlesnasta blað
sem gefið er út utan
Reykjavíkur.
BLAÐIÐ DAGUR,
Akureyri.
Askriftasími 116 7.
DAGUR
hátt, og stundum hættulegar.
Á ánni voru fá vöð, og flest
heldur illfær. Ferjustaðir voru
nokkrir, og aðalferjustaður
Skálholtsstaðar á ánni var á
Iðu- eða Skálholtshamri. Var
hann talinn sæmilegur.
Að vestan er Brúará, er ber
nafn af sjálfgerðum steinboga,
er á ánni var, 'og var hið ein-
kennilegasta náttúrusmíð. Af
steinboganum verður nánar
sagt. Brúará er lindá, rennur í
þröngum farvegi, gróin í bökk-
um allt að vatnsfleti. Hana
leggur seint í frostum og er
hættuleg yfirferðar á vetrum,
sakir vaka og afæta. Á henni
voru fá vöð. Kunnugir herma
að þau hafi ekki verið nema
þrjú, sem um var að ræða.
Steinboginn hefur snemma ver-
ið notaður af gangandi fólki til
yfirferðar, en var ekki um of
greiðfær. Af umferð yfir hann
stafaði ekki hætta af her,
enda auðvelt að verja hann.
Brúará var ill yfirferðar á öll-
um árstímum, og ekki síður
vörn að henni fyrir staðinn, en
Hvítá, þó sú fyrrnefnda væri
langtum vatnsmeiri.
Upp af Biskupstungum eru
óbyggðir hrikalegar í auðn
sinni og ókunnugleik. Að vísu
lá ein aðalleiðin milli Suður-
og Norðurlands niður í Bisk-
upstungur, eystri tunguna. En
sú leið var erfið til ferðar. Kjal-
vegur var til forna erfiður
fjallvegur ekki síður en nú á
tímum. Hvítá er þar talsverður
farartálmi, þó hún sé þar vatns-
minni en niður á móts við Skál-
holtsstað. Auk þess er á leið-
inni niður í Skálholt, eftir að
komið er í byggð, illfær á,
Tungufljót, sem er soralituð og
gruggug ekki síður en jökulár.
Hún rennur víðast skorin í
bökkum og er ill yfirferðar,
sérstaklega ókunnugum.
Skálholt var því frá náttúr-
unnar hendi vel valinn aðset-
ursstaður höfðingja á miðöld-
um, sakir legu sinnar og varna
af illfærum ám og óbyggðum.
Ég tel hiklaust, að Gissur bisk-
up hafi valið Skálholt til bisk-
upsseturs og látið lögleiða það
á alþingi, sakir þess, hve erf-
itt var að sækja þangað með
fjölmenni til ófriðar. Enda
kom það á daginn, að Hvítá var
bezta vörn sunnlenzkra sveita
á Sturlungaöld.
Árið 1252—1253 sat Gissur
Þorvaldsson í Kaldaðarnesi í
Flóa. Hann var þá mestur höfð-
ingi á íslandi, en átti mikla og
volduga fjandmenn. Veturinn
1252 fyrir jól fóru þeir Kol-
beinn grön, Hrafn Oddsson og
Sturla Þórðarson suður til
Borgarfjarðar og gerðu þar
nokkur hervirki. Að því búnu
héldu þeir suður Bláskógaheiði
og ætluðu að Gissuri Þorvalds-
syni í Kaldaðarnesi. Þeirri gekk
ferðin vel austur og komu að
Ölfusá um nótt. En þá höfðu
orðið leysingar, svo áin var al-
auð. Komust þeir því ekki yfir
og sáu engin ráð til þess, svo
þeim varð nauðugur einn kost-
ur að snúa heim aftur við lít-
inn orðstír.
Þegar Órækja Snorrason
gerði aðför að Skálholtsstað ár-
ið 1242, fór hann austur í byrj-
un janúar um veturinn. Hik-
laust tel ég, að hann kaus þenn-
an árstíma, að hægast var að
ná til Skálholts þá. Sagt er, að
hann fór með flokk sinn yfir
Brúará á Reykjavaði, en það
er eitt bezt af vöðum á ánni.
Skálholtsbardagi árið 1242 er
raunverulega eini bardaginn,
sem háður var í Skálholti. Kom
þá greinilega í ljós, hve gott
vígi var í Skálholti, enda varð
vestanmönnum lítið ágengt í
árásinni á staðinn.
En' örlögin eru grálynd og
breytileg. Þegar aldir runnu,
þurftu höíðingjar Skálholts-
staðar ekki lengur að óttast
árásir herflokka. En önnur teg-
und manna sótti staðinn og
varð að dómi ráðamanna hans
ekki síður hættuleg. Förumenn
hópuðust þangað í harðindum
og hallærum, til þess að fá öl-
musu. Það var eitt af skyldu-
verkum forráðamanna staðar-
ins að gefa ölmusufólki beina.
En í harðindunum í byrjun 17.
aldar svarf svo að kostum stað-
arins, að erfitt var að fram-
fleyta heimafólki. Vergangs-
menn er leituðu til Skálholts,
urðu því hrein plága, og er af
því raunasaga, hvernig til tókst
að ráða nokkra bót á því í bili,
og stöðva förufólk að leita
þangað.
2.
Skálholt var um margar ald-
ir auðugastur staður á íslandi.
Þar sátu ríkir og voldugir höfð-
ingjar, er réðu miklum auði af
afrakstri tíunda og annarra
stólstekna. Auður þeirra hafði
afgerandi áhrif á allan hagvöxt
í landinu, jafnt í nágrenni stað-
arins og í fjarlægum sveitum.
En það sannast í sögu Skál-
holtsstaðar eins og víðar, að
í ljóma mikils auðs, eru skugg-
ar sárrar fátæktar. Svo varð
kringum hinn volduga biskups-
stól. Auður stólsins var lítt not-
aður til þess að byggja upp arð-
vænlegan atvinnu- og bjarg-
álnaveg fyrir landsmenn. Kirkj-
an og kristni landsins fór lítt að
hugsjónum sínum, þegar til
framkvæmdanna kom. Þess
vegna á sagan frá liðnum tím-
um mörg dæmi af hinum
snöggu skiptum auðs og fá-
tæktar í sambandi við biskups-
og kirkjuvald Skálholtsstaðar,
svipbrigði hamingju og giftu-
leysis.
Oddur Einarsson varð Skál-
holtsbiskup árið 1589. Oddur
biskup var mikilhæfur maður,
fastheldinn og auðsæll. Hann
átti mjög í vök að verjast, eins
og fyrirrennari hans gagnvart
konungsvaldinu. í biskupstíð
hans hófst einn erfiðasti harð-
indatími í sögu þjóðarinnar og
hafði mjög ill áhrif á alla af-
komu landsmanna. Oddur varð
frægur fyrir það, hve hann dró
taum ættmanna sinna til emb-
ætta og áhrifa í landinu. Oddur
biskup var kvæntur Helgu
Jónsdóttur sýslumanns á Holta-
stöðum í Húnaþingi, Björns-
sonar prests á Melstað í Mið-
firði, Jónssonar biskups á Hól-
um, Árnasonar. Hún var kven-
skörungur mikill, en þótti held-
ur naum um fjármuni. Oddur
var biskup Skálholtsbiskups-
dæmis til dauðadags, 28. des-
ember 1630.
í biskupstíð Odds breyttist
tíðarfar mjög til hins verra hér
á landi, og hafði það hin verstu
áhrif á lífsafkomu alls almenn-
ings í landinu. Fyrstu ár 17.
aldar rak hver harðindavetur-
inn annan. Vetrarharka, frost-
hörkur, snjóar og hafísar þjök-
uðu þjóðina, svo að jarðir fóru
í eyði víða um land, sérstak-
lega í harðbýlli sveitúm, og
fjöldi fólks átti ekki annars úr-
kosta, en fara á vergang, eftir
að það hafði flosnað upp og yf-
irgefið jörð sína fyrir fullt og
allt. Förumenn og vergangsfólk
flakkaði sveit úr sveit, síhungr-
að og klæðlítið. Það varð stór-
plága á efnabetri heimilum,
hirti allt, sem á vegi þess var
og hægt var að leggja sér til
munns. Margt af því fólki, er
fór á vergang í byrjun 17. ald-
ar, var prýðilega verkfært, en
hinir frumstæðu atvinnuhættir
landsins gáfu því engin tæki-
færi til að afla sér viðurværis.
Það var dæmt til hörmunga,
flakks og flækings. Á stundum
lenti það í greipum réttvísinn-
ar fyrir smáhnupl. Það stóð
ekki á valdsmönnum landsins
að dæma það hart, og gera því
raunirnar enn þyngri.
Á stundum heppnaðist ver-
gangsfólki að fá handtak um
stund í sjávarplássunum, sér-
staklega á Suðurnesjum eða á
Snæfellsnesi. En þetta var von-
Framh. á bls. 36.
34
FALKINN