Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1964, Side 35

Fálkinn - 13.07.1964, Side 35
KVENÞJOÐIN Ritstjóri: Kristjana Steingrímsdóttir húsmæðrakennari. PEYSA A DRENG EÐA TELPU Efni: 200 g ljósblátt, 50 g dökkblátt, 50 g rautt, 50 g hvítt og afgangar af gulu meðalgrófu ullargarni. Prj. nr. 2Vt og 3. Hringprj. nr. IVz. Stærð: 8 ára. 15 1 = 5 cm Framstykkið: Fitjið upp 119 1. á prj. nr. 2V2 og prjónið 2% cm brugðningu 1 sl., 1 br. Sett á prj. nr. 3 og prjónaðar 2 umf. slétt með ljósbláu garni Prjónið áfram slétt og farið eftir skýringamyndinni með litaröðina. Eftir 25 cm er fellt af beggja vegna fyrir handveg 6X2 1. Eftir 39 cm (eftir 5. lita- rönd) eru 21 miðlykkja geymd og hvor öxl prjónuð fyrir sig sem brugðning. Takið úr 7 1. í 1. umf. hvorum megin jafnt yfir allan prjóninn. Við hálsmálið eru felldar af 3 1. og 7X2 1. Þegar axlastykkið er 2 cm er fellt af fyrir öxl 6 1. og 3X7 1. Bakið prjónað eins., Er því ágætt að prjóna bak og framstykki saman á hringprjón upp að handveg. Ermar: Fitjið upp 71 1. á prj nr 3 og prjónið slétt. Fyrst eru prjónaðar 2 umf. með ljósbláu garni og síðan mynstrið. Aukið út um 1 1. hvorum megin í 10. hverri umf, þar til 91 1. er á. Þegar ermin eru um 33 cm eru felldar af 6X2 1. hvorum megin. Lykkjurn- ar sem eftir eru felldar af í einu. Takið upp um 60 1. framan á erminni og prjónið um 9 cm breiða brugðningu á prj. nr. 2V2. Fellt af sl. og br. Frágangur: Peysan pressuð lauslega á röngunni. Saumið saman axlasaumana og takið upp um 110 1. í hálsinn. Prjónið um 6 cm brugðningu á hringprj. nr. 2yz. Fellið laust af sl. og br. Saumið ermarnar í, j síðan erma og hliðarsaumana. Brjótið hálslíningu og ermastuðlana tvöfalda og tyllið þeim niður á röngunni. Allir saumar pressaðir. □ = Ljóshlátt O = Hvítt • = Dökkblátt X = Rautt V = Gult FALklNN 35

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.