Fálkinn - 13.07.1964, Síða 39
Jon lilúli
HUSGÖGN
HIBYLAPRYÐI H.F.
SÍMI 38177 A
■m mfl
HALLARMULA
t'ramhald af bls. 18.
vikudagur, 24. júní, Jónsmessa.
Síðan las Jón veðurfregnirnar,
rabbaði dálítið um veðurfarið,
sem ekki var sérlega aðlaðandi,
eins og fyrr segir, í þeim tóni,
sem hefur gert Jón að heimilis-
vini um allt landið þvert og
endilangt. Svo sneri hann sér
að tónlistinni og byrjaði auð-
vitað á Jónsmessunæturdraumi
Mendeisohns. Svo rak hvert
lagið annað, með léttum og
skemmtilegum kynningum og
áminningum um hvað tímanum
liði, fram til klukkan háifátta,
þá las Jón fréttir, sem Axel
Thorsteinsson skaut inn í þular-
stofuna, svo tók aftur við tón-
list fram til klukkan átta, að
morgunbæn var flutt. Síðan
tónleikar að nýju fram til hálf-
níu, þá tók við fréttalestur...
já, það er víst óþarfi að vera að
segja frá þessu, sem öll þjóðin
veit.
Klukkan varð tíu mínútur
yfir tíu. Jón tók saman plöt-
urnar, kveikti í pípu sinni og
gekk fram ganginn. Nú var
hann orðinn -starfsmaður tón-
listardeildar. „Það varð ég nú
reyndar klukkan níu,“ sagði
hann. „Svoleiðis var, að þegar
ég var beðinn að fara að vinna
á tónlistardeildinni, samdist svo
um, að ég teldist byrja þar
klukkan níu. Fá sjö til niu fæ
ég borgað sérstaklega fyrir
morgunútvarpið, en frá níu til
fjögur er ég starfsmaður tón-
Jistardeildarinnar, nema hvað
ég les hádegisfréttirnar og tek
því engan matartíma. Frá kl.
í’jögur til hálfsjö á ég svo yfir-
leitt fri, en þá þarf ég að koma
að nýju til að lesa kvöldfrétt-
irnar.“
Er Jón hafði komið hverri
plötu á sinn stað í hinu mikla
plötusafni tók hann til við
næsta verkefni: Að finna plöt-
ur til að leika í morgunútvarp-
inu næsta dag. „Ég vel sjálfur
plöturnar, sem eru leiknar frá
sjö til átta og frá níu til tíu,
en aðrir starfsmenn tónlistar-
deildarinnar velja lögin sem
eru leikin frá átta til níu. Það
getur farið býsna langur tími
í að velja þessi lög, svona dag
eftir dag, viku eftir viku, eigi
valið ekki að verða einhæft, og
það fer oft talsvert langur tími
í að hugsa, áður en leitin að
plötunni hefst. Þar við bætist,
að yfirleitt eru lögin, sem ég
vel, fremur stutt, svo þau eru
æði mörg, sem ég þarf að velja
lyrir hvern dag.“
Tíminn fram til klukkan tólf
fer að mestu leyti í að velja
þessar plötur. Stundum gefst
tími til að setjast niður og
skrifa „skýrslu" yfir eitthvað
af lögunum, en það er að út-
fylla eyðublöð, sem send eru
til STEFS, svo gjald það, er út-
varpið greiðir fyrir flutning á
tónlist, komist til réttra eig-
enda. Og svo les Jón sér gjarna
til um lögin og flytjendurna,
þótt hann skrifi kynningar
aldrei niður, heldur mæli þær
af munni fram jafnóðum. Þá
kemur sér vel að vera vel
heima í músikheiminum, en út
í þá sálma verður ekki farið að
sinni.
Klukkan tólf fer svo Jón
niður á fjórðu hæð, þar sem
fréttastofan hefur aðsetur sitt.
Þar bíða hans fréttir þær, sem
lesa á í hádeginu, stundum er
raunar ekki búið að skrifa þær
allar, það fer eftir því, hvað
er að gerast í borginni, úti á
landsbyggðinni og í hinum
stóra heimi. Stundum eru frétt-
ir bornar inn til Jóns á meðan
hann er að lesa, svo hann verð-
ur að lesa þær án þess að hafa
lesið þær áður yfir. Þá kemur
sér að vera vel iæs op láta sér
ekki íipast, þvi þama verðui
ekkert orð aftur tekið. Þetta
heyrir að vísu til undantekn-
inga, en það kom þó til dæmis
fyrir á Jónsmessunni, þegar við
fylgdumst með honum. Þá voru
fréttamennirnir í óða önn að
skrifa skýrslu um rannsóknir
fiskifræðinga og haffræðinga'á
síldarmiðunum á meðan Jón ias
fréttirnar, og læddust með þær
inn í lok fréttatímans.
Fréttalestrinum lauk ekki
fyrr en klukkuna vantaði stund-
arfjórðung í eitt. Þá fór Jón
upp á fimmtu hæð, en þar er
kaffistofa útvarpsins til húsa.
Þar fæst í hádeginu smurt
brauð, skyr og slátur, súpur,
egg, kaffi og fleira góðgæti við
ótrúlega lágu verði og er vel
metið af starfsfólkinu. Þeir sátu
þar saman við borð, Jón, Sig-
urður Sigurðsson, innheimtu-
stjóri, íþróttafréttaritari, frétta-
maður, með meiru, Thorolf
Smith, fréttamaður, sém gegndi
starfi fréttastjóra í forföilum
Jóns Magnússonar og Haraldur
Ólafsson fréttamaður. Borðið
kvað Jón heita gáfumannaborð-
ið og mun það skýrt svo af
þeim, ér við það sitja, (Thorolf
viidi raunar kalla það vit-
mannaborðið) og fæi víst ekki
hve spni ei að sitja við það
Þó mun nokkrum, sem ekki
voru þarna viðstaddir, veitast
sú náð og heyrðum við þá
Stefán Jónsson og Baldur
Pálmason tilnefnda.
Þeir voru fljótir að Ijúka við
matinn og starfið kallaði að
nýju. Þá þrjá tima, sem eftir
voru af hinum fasta vinnudegi,
var Jón á tónlistardeildinni.
Hann lauk við að skrifa skýrsl-
una og lauk við allan undir-
búning undir morgunútvarp
morgundagsins, og svo tóku
ýmis önnur störf við. Það eru
margir þættir, sem velja þarf í,
mest ýmis konar létt tónlist.
Stundum þarf að semja kynn-
ingar, stundum að lesa inn á
segulbönd, sem send eru til út-
landa til kynningar. Og tíminn
er ótrúlega fljótur að liða
Klukkan fjögur fer Jón
alltaf, þegar hann möguiega
getur, í Sundhöllina. Hann hef-
ur haldið þessum sið í mörg ár.
Jón þjáðist um tirna mjög sl
iskías, sem eins og allir vita
er mjög sársaukafullur sjúk-
dómur. Var hann svo illa hald-
inn, að hann gat ekki sinnt
þularstörfum um sinn. Hann
var skorinn upp og fékk fullan
bafp uið uppskurðinn. Svo tók
v " n á því að stunda Sund-
höllina og nú í lencrri tima hef
39
F A LMnlN