Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1964, Page 40

Fálkinn - 13.07.1964, Page 40
ég ekki heyrt Jón minnast á iskías. Jón er ekkeri sérlega lengi ofan í, um tíu mínútur venjulega, en notar tímann þeim mun betur. Og ósjaldan skreppur Aggí (RagnheiSur) dóttir hans með pabba i sundið. Klukkan hálfsjö þarf Jón svo að vera mættur til þess að lesa kvöldfréttirnar. „Tímann þang- að til nota ég nú samkvæmt prógramminu til þess að leggja mig,“ segir hann. „En það verður nú oft lítið úr þvi. Ég bý nefnilega svo vel að vera rétt hjá tveimur fallegum görð- um, sem ég hef til eigin afnota, og þangað fer ég oft í góðu veðri með dætur mínar í skemmtigöngu. Þessir garðar mínir heita Hallargarður og Hljómskálagarður. Og úr því við erum farnir að tala um fríð- indi má geta þess, að ég hef lika aðgang að Arnarhólnum og frjálst útsýni út á Atlantshafið. Svo á ég líka tjörn í miðbæn- um.“ Ekki vitum við hvort Jón festi blund í síðdeginu á Jóns- messunni, en svo mikið er víst, að klukkan hálfsjö var hann mættur á fjórðu hæð á Skúla- götu fjögur og farinn að lesa yfir fréttir, jafnóðum og Thor- olf lagði blessun sína yfir þær. Gamanyrði fuku á báða bóga — langur starfsdagur var senn að kvöldi og skipið létt að vanda. Svo settist Jón inn í þularstof- una á tilsettum tíma og sagði fréttirnar. Við fylgdumst með honum heim. Hann gekk sína venju- legu leið. Hann virtist óþreyttur og afslappaður, það var ekki á honum að sjá, að hann hefði unnið nær hvíldarlaust í 14 tima. Fjölskyldan var búin að borða kvöldmatinn, en litlu dæturnar létu það ekki aftra sér frá því að halda pabba sinum selskap við borðið. Það virðist óþarfi að spyrja um það, hvort maður eins og Jón Múli eigi sér tímafrek áhugamál eð.a tómstundaiðju, þvi hvenær ætti maðurinn þá að hvílast og sofa? Hann mun enda eiga þau fremur fá, þó er eitt, sem á hug hans allan. Það er tónlistin. Jón er meðlimur í lúðrasveit; það er Lúðrasveit verkalýðsins, sem nýtur starfs- krafta trompettleikarans Jóns Múla Árnasonar. Og stundum þarf hann að skreppa á æfingu þangað, að afloknum kvöld- verði. Og eins og alþjóð veit er Jón Múli einnig afkastamik- ið tónskáld (lagasmiður kallar hann það) og lögin hans eru á hvers manns vörum. „Maður fer kannski allt í einu að raula lae án bess að ætla sér að búa neitt til. Það er misjafnlega lengi að skapast og mótast, ég get ekki setzt niður og sagt við sjálfan mig: Nú sem ég lag. Þetta bara kemur svona allt í einu upp í hugann og mótast." Við kvöddum Jón laust fyrir níu um kvöldið. Hann hafði lokið kvöldverðinum og hlaut að vera orðinn hvíldar þurfi, þótt ekki væri það á honum að sjá. Sjálfsagt hefur hann varið þessu kvöldi til að spjalla við konuna og dæturnar. Þar sem hér hefur verið rak- inn starfsdagur Jóns, hefur lítið verið á fjölskyldu hans minnzt, enda ekki ætlunin að gera það í greinum í þessum greinaflokki, að öðru leyti en að geta nafna. Kona Jóns er Guðrún Jóna Thorsteinsson. Eiga þau tvær dætur, Ragnheiði Gyðu og Oddrúnu Völu. Auk þess á Jón eina dóttur af fyrra hjónabandi, Hólmfríði, hún stundar nú nám vestan hafs. Að endingu þökkum við Jóni samveruna á Jóns- messu, 1964. mb. Falin fortíð Framhald af bls. 28. veikleiki, ungfrú Black, sem gerir fólk sterkt. Þannig var það með móður mína. Hún var mjög veikbyggð og mjög sjúk. Eins er ástatt með gömlu kon- una í einmanalegu villunni. Þegar ég fer frá henni er það líkast því að opna með valdi járnhnefa. Þér vitið, hvað ég á við. Hversu handsterk er ekki Riette?“ Skömmu síðar fór hann inn í skrifstofuna sína til þess að vinna og ég var ein eftir í stoí- unni. Ég kveikti á fornlega raf- magnsarininum, sem var með hryllilega kolaeftirlíkingu, lagðist svo á gólfið, og byrjaði að lesa eitt af tímaritunum. Þar úði og grúði af auglýsingum um sölur á málverkum, og allar voru þær skreyttar brosandi andlitum, sem öll voru samt jafn hlédrægnisleg og andlit mannsins, sem ég þekkti. Ég fletti áfram blaðsíðunum, og umslag féll út úr blaðinu. Innan í því var gul mappa með myndum. Mynd af frú Whittaker? Lykillinn að hluta leyndar- dómsins, sem Madame Prosper hafði látið skína í? Mynd af Játinni eiginkonu? Hendur mín- ar skulfu svolítið, þegar ég tók myndirnar upp. Ég lagði þær Framhald á bls. 42. 40 HALLUR SÍMONARSON skrifar um BRIDGE ATHYGLISVERT SPIL: Norður gefur. — Norður-Suður á hættu. A Á-G-9-6-5-4 V Á-4-2 ♦ 6 * K-7-2 A D-7-3 A K-8-2 V 10 V G-9-7-6-5-3 ♦ 10-9-7-5 ♦ Á-3 * D-G-9-8-6 A 4-3 A 10 V K-D-8 ♦ K-D-G-8-4-2 * Á-10-5 Norður Sagnir: Austur Suður Vestur 1 A pass 2 ♦ pass 2 A pass 3 gr. pass Vestur spilaði út spaðadrottningu. Þetta spil vinnur góður spilari í flestum tilfellum en hinn lakari tapar því. Og hvernig er bezt að spila það? Þegar það kom fyrir komst sagnhafi fljótt í þá leiðinlegu aðstöðu að geta ekki unnið það. Hann vann laufadrottningu með kóng í blindum, spilaði tígli, sem hann vann með gosanum heima, og spilaði síðan tígulkóng. Austur vann ásinn og spilaði laufi. Vestur fríaði lauf sitt og þegar tígull- inn féll ekki 3—3 tapaðist spilið. Og hver voru mistök sagnhafa? — Þegar hann hafði unnið laufadrottningu með kóngnum átti hann að spila tígli og láta áttuna heima — í stað gosans. Auðvitað hefði Vestur fengið slaginn á tígulníu, en hann hefði ekki getað hnekkt sögninni — sama hvaða spili hann spilar til baka. ' Sagnhafi hefði unnið á spaðaás — en bezta vörn Vestuts var að spila spaða — komizt heim á hjarta og þvingað út tígulás. Það tryggir örugglega níu slagi — og fleiri þarf jú ekki til að vinna þrjú grönd. Það var hættulegt fyrir sagnhafa að spila eins og hann gerði. Hann spilaði upp á tígulás hjá Vestri og að tígullinn félli 3—3. Sá möguleiki, sem hér hefur verið sýndur, er miklu betri, því hann tryggir sögnina hvort heldur tígull- inn er 3—3 eða 4—2 hjá mótherjunum og þá skiptir ekki máli hvor á ásinn. Vissulega hefði Suðúr tapað slag ef tígullinn féll 3—3, en sagnhafi á aldrei að sjá éftir að tapa ódýrum slag (í sveitakeppni) til öryggis því að vinna sögn- ina. FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.