Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1964, Side 42

Fálkinn - 13.07.1964, Side 42
E'alin fortíð f. axnh. af bls. 40. fyrir framan eldinn og horfði á þær í skininu frá honuni. Sum- ar þeirra voru af lækninum, þar sem hann var miklu yngri og þunnleitari en nú. Sumar voru af fallegri unglingslegri stúlku. Og allar voru þær tekn- ar i þorpinu í Devonshire, þar sem ég hafði verið í skóla. Þarna bak við var græni kletturinn, sem ég hafði starað á út um svefnherbergisglugg- ann minn. Þaina var hlaðan, steinhúsið, sem ég mundi svo vel eftir, með serusviði og gi asflötinni. Ein myndanna var af gamla þorpinu sjálfu á björt- um sumardegi, og þar sást þessi sama stúlka standa á miðjum veginum með fangið fullt af liljum. Svo dr. Whittaker var frá Devon. Frá staðnum, þar sem ég hafði lent eftir meginlands- flakk mitt, þessi angandi stað- ur, enska útgáfan af hinu hlýja suðri. Hver var stúlkan? Var hún dáin? Með því að athuga myndirnar nákvæmlega sá ég, að hún var Ijóshærð og hvass- nefjuð, eitt af þessum brezku andlitum, sem endurspegluðu ást forfeðra okkar á haukum. Hún var með allt of mikið og sítt hár, sem flaksaðist ósmekk- lega um axlirnar. Hvers vegna hafði hann sagt mér, að hann kæmi frá Mið- löndunum? Þegar við höfðum fyrst talað saman, og ég hafði minnzt á Ellie sagði ég, að við hefðum verið í skóla í Devon og hafði spurt hann, hvort hann þekkti sig þar um slóðir. Hann hafði svarað kuldalega „Nei, ég hef aldrei komið þang- að.“ Og svo kom mér í hug, það sem Madame Prosper hafði sagt fyrr um daginn: „Hafnirnar, bátarnir og sjórinn.“ Síðan hve- nær höfðu slíkir verið í Mið- löndunum? Kannski hafði hann aðeins farið þangað í leyfi og hefur nú gleymt því, hugsaði ég með mér. En fólk lýgur ekki senni- lega. Ég var sjálf gefin fyrir að kríta liðugt, þegar það hent- aði, og var stolt af hæfileikum mínum til að fá jafnvel sjálfa mig til þess að trúa lygunum, og einmitt þess vegna hafði ég gott eyra fyrir ósannindum. Þegar ég lét hugann reika aftúr til „Miðlandanna" var ég viss um, að þetta hafði ekki hljómað trúlega. Menn, sem komu úr stórborgum völdu séi elcki störf í fjallahéruðunum langt frá öllu og öllum. Það var einhver sveitasvipur á dr. 42 Whittaker. Maður gat ekki einu sinni ímyndað sér hann á götu. Ef eitthvað hafði komið fyrir hann, ef stúlkan með liljurnar var dáin, þá gat vel verið, að hann vildi gleyma Devon og breyta til með því að fara til Frakklands og byrja þar að nýju. En fálæti hans hafði áhrif á mig. Ég hafði aldrei í lífinu þagað yfir leyndarmáli, og sú staðreynd, að þessi maður hafði lokað á eftir sér og læst dyrum fortíðarinnar varð þess vald- andi, að mig langaði til þess að berja á þær. Síðustu þrjár vikurnar hafði ég fengið tvö bréf frá Ellie, þar sem hún lét í ljós óánægju sína yfir því, sem ég hafði gert. Og það var meira að segja eftir- skrift á öðru þeirra frá Harold, sem hljóðaði á þessa leið: „Gerðu upp við þig, hvað þú vilt, stúlka.“ Ellie hafði hrein- skilnislega sagt, að ég væri að gera eintóma vitleysu, og hlyti að vera orðin brjáluð. Þegar ég hætti að hafa pen- inga fór mig að þyrsta undar- lega eftir viðurkenningu. Pen- ingarnir höfðu alltaf veitt mér öryggi. Án þeirra var ég eins og barn, sem getur aðeins synt með kút. Mér hafði liðið illa, þegar ég fór inn á Seine et Meuse, af því að það voru svo litlir peningar í töskunni minni, fullviss um, að þjónarnir gætu gegnumlýst budduna og séð, að hún var tóm. Eins hafði mér liðið í návist Paul Perroche. Þegar ég komst ekki lengra í ráðningu leyndarmálsins um dr. Whittaker, og var orðin þreytt á skömmunum í Ellie, hringdi ég í Morris Lescher. „Ah, þessi æsandi Martine. Einmitt, þegar ég hélt, að þú værir alveg búin að gleyma mér. Hvenær kemurðu til þess að borða með mér kvöldverð?“ „Morrie, elskan! Kvöldverð. Hvernig ætti ég að komast heim aftur?“ „Ég keyri þig auðvitað.“ „Það er allt of langt,“ sagði ég og vildi ekki láta gera mér greiða. „Nei, það verður að vera hádegisverður.“ „Ég hata að borða hádegis- verð með fallegum konum. Þær fara alltaf strax á eftir, og ég verð alveg ómögulegur. Ekkert skal koma í veg fyrir, að ég fái að njóta^ samveru þinnar, Martine. Á morgun?“ „Ég verð að spyrja lækninn." Það kom hláturshviða hinum megin á línunni. „Spurðu páf- ann vinan. Komdu bara.“ Ég spurði dr. Whittaker, hvort ég gæti fengið frí eitt kvöld að því tilskyldu, að Pas- cale tæki að sér að sjá um barnið. „Góða barn! Lítið ekki svona vandræðalega út. Að sjálf- sögðu verðið þér að fara og hitta vin móður yðar. Ég skal aka yður til St. Marie og sækja yður aftur.“ Tveir menn höfðu boðið mér bílferð sama daginn. Útlitið var farið að batna. Ég neitaði á þann hátt, sem ekki verður mis- skilinn, og hver sem var gat séð, að ég vildi hafa sagt já, svo var ég talin á að þiggja boðið, og hringdi til Morris til þess að segja honum, að ég myndi koma. Enda þótt Pascale væri frá bænum þarna við hliðina, bjó hún samt í læknishúsinu, og ég komst að því mér til skemmt- unar og um leið fór það í taug- arnar á mér, að þetta hafði að- eins verið ákveðið, eftir að Madame Prosper fór frá okkur. Maður gat varla Imyndað sér, að gömlum siðareglum væri fylgt svona fast eftir. Gat fólki virkilega fundizt það óviðeig- andi, að læknirinn og ég byggj- um ein saman í þessu stóra húsi? Auðsjáanlega var það svo. Hverjir gátu það verið? Ég vissi ekki um neinn, nema Madame Prosper og tvíburana, sem þegjandi lyftu svörtu húf- unum sínum fyrir mér, þegar ég labbaði fram hjá þeim með vagninn. Ég fór með áætlunarbílnum til St. Marie næsta kvöld, í- klædd mínum beztu fötum. silkikjól og kápu, sem fylgdi honum og var með dálitlum hvítum minkaskinnskraga. í nælonsokkum, pinna háhæluð- umum skóm og með ilmvatn. Allt saman. Mér fannst ég þvinguð, þegar ég var komin í þessi föt, eftir að hafa gengið í skíðafötunum. Hin langa ökuferð var þægi- leg, og landslagið var dásam- lega fallegt við sólsetur. Myrkr- ið féll eins og slæða yfir hæðir og dali. Það náði yfir allt, en var um leið svo einmanalegt. Mér féll vel við fólkið frá þess- um strjálbýlu héruðum, sem horfði á mig áhugálaust og tal- aði saman, og reykti sígarettur með sterkri lykt. Það, eins og dr. Whittaker tilheyrði aðeins sjálfum sér, eins og landið sjálft gerði líka. En það gerði það einungis á meðan við fórum í gegnum vínekrur og beitilönd. Þegar pálmarnir fóru að koma í ljós, villurnar, hús auðmann- anna með háum girðingum um- hverfis, þá var þetta aftur orð- ið að landi Dot. Ég steig niður úr bílnum og gekk upp eftir götunni, fram hjá búðum með ljósi í hverju horni, og beygði niður götuna, sem lá að húsi Morries. Þarna var það, alveg eins og ég hafði skilið við það þennan morgun, þegar ég ætlaði að láta Ellie og Harold eftir daginn til þess að njóta hans einsömul og án mín. Húsið var uppljómað, og þegar ég kom að hliðinu var Morrie kominn út í einn af opnu gluggunum. Hann opnaði útihurðina með mikilli viðhöfn. „Ég sá þig úr glugganum uppi. Ég þekki þig á göngulag- inu. Þú ert svo spjátrungsleg.“ „Segðu þetta ekki.“ „Hvers vegna ekki, mér finnst þú alltaf vera eins og þú viljir hlaupa, en sért bara að reyna að halda aftur af sjálfri þér.“ „Elsku Morrie!“ Við kysst- umst. Það var léttir að láta kyssa sig aftur. Hvílíkur tími var ekki síðan það hafði verið gert. Ég var að verða að nunnu. „Leyfðu mér nú að virða þig vel fyrir mér.“ Hann horfði a mig í eina eða tvær mínútur al- veg eins og hann var vanur að gera, þegar ég kom með Ðot. Hin skörpu dökku augu hans rannsökuðu andlit mitt, fötin, og ég bjóst við, að hann myndi segja: „Á, nú skulum við líta á tennurnar í þér.“ Ég var vön þessari rannsókn hans, og á meðan hann var að athuga mig virti ég hann fyrir mér. Hann breyttist ekki. Hárið var alveg eins slétt og feitt. Það skipli ekki máli, hversu oft hann þvoði það. Morrie virtist aldrei verða sólbrúnn, hann var alveg eins fölur og sæti hann inni á blaðinu allan daginn. Ekkert gat fengið hann til þess að liggja á ströndinni, nema hann væri með sólhlíf yfir sér og með eitthvað að drekka. Hrukk- urnar í kringum augun voru ótrúlega fallegar, þær lágu all- ar upp á við. Hve margir hlátrar skyldu hafa markað þær á andlit Morries? Hann var vingjarnlegur útlits, gáfulegur og dálítið líkur ketti. „Seztu niður, seztu niður, og hérna kemur uppáhaldsdrykk- urinn okkar," sagði hann um leið og hann dró fram stól handa mér við hliðina á hans eigin og rétti mér kampavíns- glas. „Þú lítur ljómandi út, vina mín, og þú ert vissulega eins falleg og þú hefur alltaf verið.“ En ég sagði þér um dag- inn, að hárgreiðslan er hræði- lega. Hver greiðir þér núna?“ „Við höfum haft nægan tíma til að ræða málið,“ sagði ég. Framh. í næsta blaði. FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.