Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 11

Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 11
Hann hafði lengi verið mikið í mun að ganga fram og biðja Phyllis um dans en hikaði við, hann óttaðist að fá fleðulega hjákonu í arma sér í staðinn. Hann hafði ákveðið að hann skyldi aldrei framar dansa við konu með lakkúðað hár og púð- ur á kinnum. Þær þrýstu sér upp að dökkum útlendum föt- um hans og eyðilögðu þau. Það hafði Doris til dæmis gert fyrr um kvöldið. Hann hataði Doris Li — óvenju heimska stúlku sem gat ekki lengur brugðið fyrir sig móðurmálinu af því hún hafði dvalist nokkurn tíma í París. Hann hafði aldrei stigið dans við Phyllis, þetta var nefnilega í fyrsta sinn sem hann bar hana augum. Hún vann einhvers staðar við skóla en ekki hér í bænum og var nú heima í fríi. Hr. Fang hafði látið svo ummælt þegar hann kynnti hana: — Þetta er iðna stúlkan mín, hin börnin láta sér lynda að gera ekki neitt. — Þér hljótið að vera hreyk- inn af henni, hafði Davíð tuldr- að fyrir munni sér án þess að líta framan í hana. Hann var orðinn þreyttur á stúlknaand- litum. Hr. Fang hló dátt og sagði: — Hún vinnur sér ekki nægi- lega mikið inn til þess að ég geti orðið stoltur af henni. Hún vinnur bara sér til skemmtunar. Þá varð honum litið á hana ■— stúlkuna sem vann bara sér til skemmtunar. Annað eins hafði hann aldrei heyrt. Hann bað um dans um leið og hann brosti innilega: — Má ég biðja um dans? En hún hafði þegar lofað hverjum dansi. Andartak fannst honum það heldur leitt en sagði svo við sjálfan sig að það skipti svo sem engu máli þetta væri bara dóttir hr. Fangs, ein stúlka meðal margra. Og svo ákvað hr. Fang allt í einu að dansleiknum skyldi haldið áfram fram yfir þann tíma sem ákveðinn hafði verið. Honum fannst unun að dansa, hoppa um salinn eins og út- blásinn belgur. Á feitu andliti hans ljómaði bros og hann hló dátt þegar hann tróð einhverj- um um tær og nú hrópaði hann til hljómsveitarinnar: — Leikið þrjú lög í viðbót og þá fáið þið tvöfalt þjórfé. í sömu andrá hrifsaði hann hjákonu sína til sín og sveif með hana út á gólfið. Nú var stund Davíðs runnin upp. Hann stikaði stórum í átt- ina að Phyllis og átti í harðri baráttu við þrjá aðra herra- menn. Hann hneigði sig og bað um dans ásamt með hinum. Svo sté hann eitt skref aftur á bak og lét hana um að velja. Hún hugsaði sig um andartak, reis á fætur og sneri sér að honum. — Þér voruð fyrstir, sagði hún mjórri vingjarnlegri röddu. Svo gengu þau út á gólfið. Að dansinum loknum biðu hin- ir eftir henni svo hann sleppti af henni taumnum og við hafði nokkur kurteisisorð. Hann dansaði ekki annan dans þótt þarna væru nokkrar stúlkur herralausar. Hann leit á eftir Phyllis og varð hissa á sjálfum sér því stúlkur höfðu ekki vakið áhuga hans lengi. í raun réttri hugsaði hann ekki um annað en vinnu sína sem átti hug hans allan. Hann var forstjóri í prentsmiðju föður síns og hugsaði um það eitt að endurbæta prentlistina. Áður fyrr hafði hann verið nokkuð upp á kvenhöndina en orðið leiður á þeim, þær voi’u allar eins. Veizlunni var lokið og fólk fór að tínast brott, þar leiddust tvenn og tvenn í leit að nýjum ævintýrum. Hljómsveitin var þögnuð og þess í stað upphófst mikill kliður, skipst var á kveðjuorðum á ensku og kín- versku. Það var mikil tízka að sletta ensku á sama hátt og það þótti fínt að hafa útlent fornafn. Sjálfur hafði hann engan hátt á talanda sínum. Hann gat brugðið fyrir sig Amerísku og Oxfordensku á víxl sem og fornkínversku þeirri sem faðir hans krafðist af honum. Allt valt á því við hvern hann skipti orðum. Sjálf- um þótti honum mest unun að tala Kínversku þótt hann fylgdi tízkunni þegar hann var með vinum sínum og talaði blend- ing. Hann nálgaðist litla hópinn við dyrnar. Phyllis stóð þar og rétti hverjum höndina á fætur öðrum. Hann leit á hana og sagði við sjálfan sig angurvær að eflaust væri hún ekki á neinn hátt frábrugðin öðru kvenfólki. Sennilega púðraði hún sig líka. Ósjálfrátt gjóaði hann hornauga niður á öxlina á sér. En hún var tandurhrein. Og svo tók hann ákvörðun. — Get ég fengið að doka við um stund og rabba við yður? spurði hann. Hún hneigði sig. — Ég hef í hyggju að fara í spilavítið með vinahóp, sagði hún. — Má ég vera með? — Það getið þér, sagði hún. Þjónn færði henni kápu og Davíð tók við henni og lagði hana yfir axlirnar á henni. Um leið rak hann augun í örmjó svört hárin í hnakkanum bera við fílabeinshvítan hálsinn og fann sting í hjartanu, kynlega sælu. Þetta var upphafið en enda- lokin komu eins og reiðarslag. Áður en kvöldið var liðið var hann orðinn yfir sig ástfang- inn. Óbeit hans á öðrum stúlk- um náði hámarki þetta kvöld. Hann hataði hverja stúlku sem hann sá í spilavítinu. Þær voru allar með sama móti. Hann dansaði við þær þegar hann náði ekki að dansa við Phyllis en gerði það af einskærri kurt- eisi því hann fyrirleit þær. Og þegar ein stúlkan sneri að hon- um og bjóst til að kyssa hann, sneri hann sér undan og fyrir hugskotssjónum hans bærðust varir Phyllis. Hann unni henni ofar öllu öðru. Dag hvern þetta vor óttaðist hann að nú væri leyfi hennar lokið. Hann varð að hafa hrað- ann á. Hann fékk frí og notaði nú alla tækni sína til að stunda hana. Hún var nútíma stúlka þrátt fyrir allt og féll vel í geð hættir nútimans. Hann hringdi oft til hennar og sendi henni blóm daglega og sælgæti og nýprentaðar bækur og hafði þær með sér undir handleggn- um og yfirleitt lét hann aldrei sjá sig án þess að færa henni gjafir. En eitthvað hlaut að búa undir öllum þessum gjöfum. Hann virti hana fyrir sér til að rannsaka undirtektirnar. —- Þér þykir gott súkkulaði, darling, sagði hann á ensku og rétti lienni stóra öskju af útlensku konfekti. Leið skuggi yfir andlitið á henni? En í rödd ing: — Yndislegt, Davíð, yndis" legt. Þau töluðu alltaf ensku sín á milli og þar eð bæði höfðu numið við ameríska háskóla notuðu þau orð sem þau höfðu lært þar. — Ertu viss um að þér þyki það gott? spurði hann. — Ég er áfjáð í það, svaraði hún. Hann leit á hana. Hún talaði eins og allir hinir en á ein- hvern hátt virtist svo sem henni væri þessi talsmáti fram- andi. Hún opnaði öskjuna og sagði hrifin: — Æ, þetta er dásamlegt, þetta var fallega hugsað, Davíð! Svo setti hún öskjuna frá sér á borðið. Já, hann beitti nýtízku tækni. Hann bauð henni hvarvetna með sér, á dansleiki, í leikhús og hún fylgdi honum fús eftir. í leigubílnum tók hann í hönd hennar og eitt sinn sneri hann sér að henni og vildi kyssa hana en óvænt sneri hún höfð- inu og varir hans snertu kaldan vangann. Hann hafði hlakkað til þessa koss en þó hann hefði verið hlunnfarinn, lét hann sér vel líka. Það var álíka yndis- legt að halda litlu næmu hönd- inni hennar í lófa sér. Hann elskaði hana heitar því oftar sem þau mættust. Hún var honum óræð gáta og það jók á eftirvæntinguna. Hún vísaði honum aldrei á bug. Hún tók þátt í ráðagerðum hans og bannaði aldrei neitt. Ef hann tók undir handlegginn á henni beygði hún sig lítillega fram, hún var ekki gamaldags. Og þó var hún það. Því hún fylgdi í einu og öllu háttum og siðum út í ystu æsar. Þau bjuggu bæði yfir sömu tækni. Hann vildi tjá henni ást sína en gat ekki gert það nema á nútímalegan hátt: — Ég er alveg bálskotinn í þér, baby, sagði hann. Hún sagði nákvæmlega það sama við hann eins og af ein- skærri kurteisi og blóðið kóln- aði í æðum hans. Og óðum styttist í leyfinu hans og enn hafði honum ekki tekist að brjóta þær hömlur sem voru á samveru þeirra. Eitt sinn laut hann fram í dyrun- um og sagði: hennar var háttvísi og hrifn- Framh. á bls. 28. Allan tímann grunaði hann að hún byggi yfir leyndarmáli, sem hefði úrslitaáhrif á líf hans

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.