Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 13

Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 13
aftur að þér. Veiztu hvað ég held, eh?“ „Um hvað?“ „Ég held, að þú sért ástfang- in velgjörða-lækninum. Við skulum líta á sönnunargögnin.“ Hann var ánægjulegur á svip. Ég sagði óróleg: „Oh Morrie, hættu nú. Aðeins vegna þess að ég tala um hann. Hvers vegna ætti ég ekki að gera það? Hann er eina mannveran, sem ég sé. Ég hef gætt þess mjög vand- lega að minnast ekki á Riette við þig. Getur þú gert þér í hugarlund, hvað það færi i taugarnar á þér, ef ég færi að fjölyrða um sex vikna gamalt barn? Ég var rétt í þessu að komast að raun um, hve auð- velt það gæti verið. Ég er far- in að skilja þessar hræðilegu konur, sem tala ekki um ann- að en börnin, sem þær eru með úti á göngu við Knightsbridge.“ „Það eru fóstrur, sem eru úti með börnin hjá Knightsbridge." „Hættu að vera svona snið- ugur.“ „Nú, nú, Martine, þú ert að reyna að komast hjá umræðu- efninu. Það er eins gott fyrir okkur að komast að raun um, hvort þú ert ástfangin." „En ég er það bara ekki. Ég hef ekki verið ástfangin svo árum skiptir.“ „Joe?“ „Mér féll vel við hann. Mér líkaði hann. Ég var hrifin af honum. En ég hef ekki elskað neinn síðan ég var með Fran- cois.“ „Þú gerir það núna„“ sagði hann ákveðinn. Hann lokaði glugganum. Angandi kvöldloft- ið var farið að kólna. Ég vildi ekki, að hann héldi áfram. Ég vildi ekki heyra tilbreytingar- lausa rödd Morries segja mér, að ég elskaði dr. Whittaker. Auðvitað gerði ég það ekki. Ég vildi, að hann dáðist að mér, af því að hann gerði það ekki. Ég vildi að honum líkaði vel við mig. Mér þótti gaman að sjá hann á kvöldin. Mig lang- aði til þess að stríða honum, af því að hann hafði til að bera virðuleik, sem ég hafði ekki rekizt á hjá neinum öðrum karlmanni. Það var allt og sumt. En hver gat stöðvað Morrie, sem teygði frá sér fæturna og athugaði skóna sína? „Hvað ætlarðu að gera, þeg- ar þú hættir með þennan litla barnunga? — fyrirgefðu, ég á við, þegar þú hefur fundiö heimili handa Riette?“ „Fer aftur til London, geri ég ráð fyrir.“ „Veiztu hvar þú ætlar að búa?“ „Að sjálfsögðu ekki.“ „Hefurðu gert nokkrar áætl- anir?“ „Ekki í raun og veru.“ „Hefurðu nokkra hugmynd um, hvers konar atvinnu þú ætlar að fá þér, þegar mann- vinurinn í Alpafjöllunum hætt- ir að hýsa þig og fæða?“ „Mér dettur áreiðanlega eitt- hvað í hug.“ „Þú villt ekki láta þér detta neitt í hug. Ég hef verið að hlusta á þig og tala við þig i tvær klukkustundir. Þú neitar að tala um svo mikið sem næstu viku, Martine. Þessi upprunalega áætlunar-Anna, sem var alltaf með svo miklar áætlanir á prjónunum, að hún var að gera móður sína brjál- aða. Þegar ég hitti þig með Dot 1 fyrra, hafðir þú gert áætlun um ferðalag, sem staðið hefði í fimmtán mánuði. Þú varst vön að skipuleggja allt svo langt fram í tímann, að ég var vanur að hugsa, að ég hlyti að verða kominn í gröfina, þegar hlut- irnir yrðu að raunveruleika.“ „Þú vilt ekki láta þér detta ætlanir í þetta sinn, stúlka mín, vegna þess, að þú villt ekki tapa þessum manni. Hann er ástæðan fyrir því, að þér liður ekki herfilega. Þegar heppið fólk er barið í andlitið fer á- nægjusvipurinn af því. Þú glóir aftur á móti. Fötin þín eru komin úr tízku og hárið er hræðilegt, en þú ert samt fallegri en nokkurn tíma áður. Feitari líka. Viltu vita, hvern- ig ég fer að því að sjá, þegar fólk er ástfangið?“ „Nei.“ Hann var brjálaður. Eða öllu heldur, þar sem ég neitaði að verða reið, hann var að leita að einhverju, sem ekki var fyrir hendi. „Ef þú getur hugsað þér að lifa án hans, þá ert þú ekki ástfangin." Útidyrabjallan hringdi hátt. Morrie stökk upp. Hringingin var svo ákveðin, að aðeins Genevieve gat verið á ferðinni. Ég heyrði tignarlega, harða rödd hennar í ganginum, þegar þau heilsuðust. Ég tók um kinnina á mér. Hún var brennandi heit. Oh Alex, hugsaði ég, og notaði nafnið, sem ég sagði aldrei upp hátt, það er satt. Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að hugsa um næstu viku. Hvað gat verið heimskulegra en að elska mann eins og þig? Konur um allan heim falla fyrir læknum, geri ég ráð Í3rrir, vegna þess að læknar taka alls ekki eftir þeim. En hve þú myndir vor- kenna mér. Hve vingjarnlega þú myndir ýta mér til hliðar. Hvers vegna þurfti Morrie að segja mér, hvernig mér var innanbrjósts? Ég hafði ekki viljað horfast í augu við það fyrr en nú. Ég hafði verið svo niðursokkin í líf mitt, Riette, í raun og veru í starfinu, sem enn var ekki lokið. Morrie hafði rifið upp dyrnar á her- bergi, sem var fullt af lyktandi brenninetlum „Martine; en dásamlegt!“ Það var Genevieve, klædd í hvítt, með silkisjal, sem hékk niður af öxlum hennar og niður á bera handleggina, hárið hnf- andi stutt. Hún var máluð í kringum augun, og í kjölfar hennar kom álíka sterk ilm- vatnslykt, og vön var að fylgja Dot. Á eftir henni kom svo Torquil, brúnn og sköllóttur, og klæddur í einhvers konar skemmtisiglingaklæðnað. Þau kysstu mig bæði og sneru sér síðan strax til Morrie, og byrjuðu að hella yfir hann lýsingu á snekkjunni, gestum þeirra, vandamálum og áætl- unum. Morrie og ég hlustuðum hvort á sinn hátt. Morrie greip fram í annað slagið: „Torquil, það hefur orðið verðfall á hluta- bréfunum mínum. Sagðir þú ekki, að það væri eitthvað und- arlegt á seyði á verðbréfamark- aðinurn?" Ég sagði ekkert. Gen- evieve, sem mér hafði geðjast að á svipaðan hátt og mér geðj- aðist að Joe, var ekki lengur á sömu bylgjulengd og ég. Þar var einfaldlega ekkert að finna lengur. Morrie reyndi nokkrum sinnum að láta okkur ná saman aftur eins og í gamla daga, með því að koma mér gætilega inn í viðræðurnar. Það var aðeins tímaeyðsla. En mér þótti g'aman að sitja og virða Genevieve fyrir mér, því það var unun að horfa á hana, og taka eftir klæðaburði hennar. Fötin voru, eins og Morrie hafði sagt mér á undan, nákvæmlega eins og föt Jóse- fínu Bonaparte, og jafn þröng líka. Annað slagið tók ég eftir því, að Morrie horfði á Gene- vieve með augnaráði, sem mér geðjaðist ekki að. Ég vildi vernda hana gegn því, enda þótt hún yrti varla á mig. Það glamraði í armböndum Genevieve, andlit hennar var farið að geisla vegna kampa- vínsins hans Morries, og í hvert sinn, sem þessi undar- legi svipur kom á andlit Mor- ries, var það vegna þess að hún var að tala um peninga. Ég hafði aldrei veitt því eftirtekt áður, að hún talaði mikið um þá. „Þau hafa heilmikið af þeim.“ „Stærsta fyrirtækið í Ber- muda.“ „Hann arfleiddi frænku sína að öllum peningunum.“ „Einn af Guinnesses fólkinu auðvitað .. .“ Morrie bað mig um að koma inn í eldhúsið með sér til þess að ná í ís. Þegar við vorum að ná honum úr formunum sagði ég: „Vertu ekki svona and- styggilegur. Hún elskar pen- inga. Hvers vegna ekki?“ „Ja, hvers vegna ekki?“ „Hver gerir það líka ekki?“ „Það er dálítið, sem þú veizt eins vel og ég, góða.“ Hann hló hátt og ég var fegin að heyra, að dyrabjöllunni var hringt aftur. Dr. Whittaker kom inn í fylgd með Morrie, og mér fannst hann fylla herbergið. Hann var klæddur í dökk, þunn föt, sem ég hafði séð oft áður, og voru ekki sniðin í samræmi við tízkuna og heldur ekki vel pressuð. Hann sýndist stærri og þéttvaxnari en ég mundi eftir honum, þegar hann stóð við hliðina á Torquil, sem var í svo vel gerðum fötum. Genevieve sendi honum bjart bros, Torquil tók í hönd- ina á honum og hristi hana, og Morrie heilsaði honum, eins og hann var vanur að gera við ókunnuga á börum úti, og hæfði dr. Whittaker alls ekki. „Þakk’ yður fyrir, ég held ég vilji ekkert að drekka. Ég verð meira að segja að flýta mér til baka og taka Martine með mér. Við höfum mjög unga stúlku, sem gætir barnsins, og hún ætti að vera háttuð núna. Hún fer á fætur í rauðabýti." „En fallega sagt,“ sagði Gen- evieve og hljó hjartanlega. „Við getum hreint og beint ekki fellt okkur við tilhugsunina um Martine í hlutverki barnfóstr- unnar. Hún getur ekki staðið sig vel. Nú, nú læknir, játið nú allt. Morrie var að segja okkur allt um þetta í gærdag. Er hún alltaf að missa barnið? Ég fæ hryllingsskjálfta, þegar ég hugsa til þessarar meðferðar á barninu. Meðal annai’ra orða, er slík atvinna vel borguð?“ Ég hafði aldrei skilið máltæk- ið að skríða undir stein fyrr en nú. „Hvers vegna, nei,“ sagði hann hægt, „ég er hræddur um, að það sé alls e kki borgað. Finnst yður, að ég ætti að borga yður laun, ungfrú Black?“ „Gífurlega há.“ Augu okkar mættust og við hlógum. FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.