Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 27

Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 27
Þcssum bíl var valið frumlegt stæði. Honum var lagt VIÐ UMFERÐAR- LJÓSIN á gatnamótum Laugavegs og Snorrabrautar, á merktri akrein og á ská! Það er ekkert einsdæmi að ökumenn leggi bílum sínum beint fyrir framan merki, sem á stendur, að bannað sé að leggja bílum. Væri vanþörf á að ganga úr skugga um hvort ökumaður þessarar bifreiðar þekkir umferðarmerkin? Þannig er allt of algengt að ökumenn gangi frá bílum sínum. Þeir skjóta þeim inn í bílastæðin, en afturendi bílanna skagar út í götuna. Þarna eru merktar akreinar og ökumaðurinn, sem kemur eftir hægri akreininni, á ekki annarra kosta völ en að sveigja inn í vinstri akreinina. Ófáir árekstrar hafa orðið af þessum sökum. Ökumaður þessa jeppa lagði honum á akrein á Miklubrautinni og stuðlaði þar með að umferðarslysi. Það virðist býsna erfitt að koma því inn í kollinn á sumum ökumönnum, hvernig þeir megi leggja bílum sínum og þeir megi ekki leggja þeim í gagn- stæðri akstursstefnu. Þessi Volvobíll stóð Iengi svona á Þórsgötunni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.