Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 15

Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 15
Carlsen ásamt mynduin sínum í Blóm & Ávextir, Carlsen minkabani á ýmislegt fleira í vopnabúri sínu en byssur og hnífa. Hamar og meitill virðast leika í höndum hans engu síður en þau tól sem hann notar til að koma minkum fyrir kattarnef. Þegar hann var að alast upp í heima- bæ sínum, Farum, sem er í næsta nágrenni við Kaupmanna- höfn, kom þangað tíðum í heimsókn koparsmiður einn úr borginni og hafði oft meðferðis ýmislegt, sem hann hafði búið til. Þar kenndi margra grasa, pottar, pönnur, kolur og margt annað hafði hann í farangri sínum. Hann gerði einnig lágmyndir úr eir og þessar myndir vöktu athygli hins unga sveins. Flestar sýndu myndirnar inn í danskan skóg, trén voru á: nakin og vetrarleg, það sást djúpt inn í skóginn. Fyrir Carlsen lá þó annað en feta í fótspor þessa góða gests og voru þó koparsmiðir fjölmenn iðnstétt á þeim tímum í | Danmörku, þó nú hafi þeir týnt tölunni. i Hann lagði land undir fót, fór til sjós að frændaráði og siðan lá leiðin til íslands þar var hann í kaupavinnu og reri frá Grindavík og átti börn og buru. Síðan tók við það starf sem Carlsen hefur hlotið hvað mesta viðurkenning'u fyrir, útrýming minka. Og svo vel hefur hann | gengið fram í starfi sínu að hann þekkist ekki undir öðru nafni en Carlsen minkabani. Undanfarin ár hefur Carlsen hafst við ásamt sextíu hundum | fyrir innan bæ, á ótilteknum stað í Mosfellssveit og er nú einbúi. Sakir lasleika hefur hann lítið getað stundað veiðar á eigin spýtur að undanförnu enda hefur nú töluverður flokkur manna þjálfast undir handarjaðri hans við minkadráp. Þýí hefur Carlsen haft hægt um sig, lagt allt kapp á að þiálfa hundana til veiðanna og ala þá. Veiðimenn ganga í smiðju til hans með góð ráð og leiðbeiningar og fá hunda hjá honum eftir þörfum. Á löngum kvöldum hefur Carlsen fundið sér ýmislegt til dundurs og nú kom sér vel að hann er maður hagur og laginn, hvort heldur á járn eða tré. Hann hefur smiðað ýmsa smá- hluti og teglt úr tré, á vinnuborðinu sjáum við hjá honum kýrhorn sem hann hefur slípað og spengt eirþynnum í drekamynstrum. Þetta eru tóbakspontur. Og nú hefur hann einnig tekið til við að gera lágmyndir úr eir. Tvær þessara mynda eru nú til sölu og sýnis í verzluninni Blóm & Ávextir í Nausti og þar er einnig hagan- lega gerð kola sem Carlsen hefur smíðað að fornri fyrirmynd. Önnur myndin kallast „Frídagur í Paradís" og sýnir hún höggorminn í hvíldarstellingunum og eplið hjá og einhvers- staðar er á sveimi eitt lítið laufblað. Hin myndin er öll beinskreyttari hún sýnir okkur inn í skóg og kannski er þar komin minning frá æskuárunum, koparsmiðurinn gamli hefur haft einhver áhrif á hann. En það eru þó ekki kalviðirnir sem eru aðalatriði þessarar myndar heldur höggstokkur og exi, gálgi og gapastokkur. Og heitið á myndinni skýrir betur merkingu þessara tóla: myndin heitir semsé Almanna- rómur. Því Carlsen á ýmislegt sökótt við almannaróm og með þessu vill hann sýna hverju sá andvaragestur getur til leiðar komið og hver áh-;r hefur á líf manna, þeirra, sem fyrir honum verða. FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.