Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 42

Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 42
Bökunarkeppni Framh. af bls. 6. svo flogið aftur til New York. Ef vinningshafi óskar getur hann á eigiu spýtur skoðað heimssýninguna, sem þar stend- ur yfir ásamt öllu því sem New York hefur upp á að bjóða. Sigurvegari ræður svo hvenær hann vill koma til Reykjavíkur aftur. Allar konur eru hvattar til að senda uppáhaldsuppskrift sína, því hver vill ekki fá ferð sem þessa í verðlaun. Auk aðal- vinnings eru 10 Sunbeam hræri- vélar, sem allir þeir sem keppa til úrsiita fá. Athygli skal vakin á, að fargjöld verða greidd fyrir þá, sem keppa þurfa til úrslita og koma utan af landi. Auglýsingar verða í dagblöðum og vikublöðum um keppnina, en ef einhver þarf að fá frekari upplýsingar þá hringið í O. Johnson & Kaa- ber h.f., sími 24000 og munu þær fúslega veittar. S-alin fortíð Framh. af bls. 14. „Ég kom til þess að segja yð- ur, að ég verð ekki heima í nótt. Ég er að fara yfir til St. Paul de Vence í sjúkravitjun, sem staðið getur þangað til a morgun. Það er lítil telpa, og hún gæti þurft að fara á sjúkra- hús, og þá þarf ég að sjá um það. Og á meðan ég er þarna yf- ir frá langar mig til þess að koma við í skólanum." Hjarta mitt tók kipp. Mig langaði ekki til þess að vera ein í þessu dimma húsi með skrölt- andi dyrum og glamrandi gluggahlerum, með Dómsdags- myndina á veggnum fyrir ofan mig, og að hafa engan til þess að tala við eða sjá. Ein með Riette og hugsanir mínar. „Pascale sefur hér á nótt- unni, eins og þér vitið,“ sagði hann og hinkraði við. Einhver hlýja virtist streyma frá hon- um út í herbergið. Ég vissi, að á því augnabliki, sem hann færi út úr herberginu, hyrfi hlýjan líka. „Verið nú ekki svona miður yðar á svipinn. Þér lítið stund- um svo barnslega út, ungfrú Black. Eins barnsleg og burnið, sem liggur þarna. Það er ekk- ert, sem þér þurfið að hafa á- hyggjur af. Barnið er hraust. Ég verð kominn aftur annað kvöld. Og þér verðið ekki ein- ar í húsinu í kvöld.“ „Ég þarfnast Pascale nú ekki í raun og veru,“ sagði ég. Það hrikti aftur í dyrunum og 42 dragsúgurinn undir hurðirnar ýlfraði. Oh, jú, ég gerði það. „Auðvitað gerið þér það. Ég vil ekki að þér séuð einar í hús- inu. Reynið að fara út í dag, jafnvel þótt rigni, og eftir að þér eruð búnar að borða ættuð þér að reyna að fara snemma í rúmið. Það verður góð hvíld eftir gleðskapinn í gær,“ sagði hann stríðnislega. Hann sneri sér við í dyrun- um og sagði léttilega: „Og gleymið svo ekki að sakna mín.“ Þessi orð voru í huga mér allan daginn. Þýddu þau, að honum geðjaðst í raun og veru að mér, nei, gæti umborið mig. Ef til vill var hann farinn að venjast því að hafa mig í ná- munda við sig — það var liðinn meira en mánuður síðan ég byrjaði að vinna, sex vikur síð- an tvíburarnir báru mig inn i litlu stofuna. Ég hafði mikið að gera þennan dag við bréfa- skriftir — ég skrifaði elskulegt bréf til Morrie Lescher — ég þvoði, straujaði og heimsótti Madame Prosper, á meðan gerði smá uppstyttu um miðjan daginri. En dagurinn leið ofur- hægt, og ég var glöð, þegar ég hafði eytt kvöldinu í að lesa eina af hinum blettóttu skáld- sögum Madame Prosper um stúlku, sem var innilokuð í kastala, og gat að lokum farið að sofa. Pascale hafði farið upp klukkustund á undan mér. Okkur líkaði ekki vel hvor við aðra, og hún talaði eins lítið við mig og henni var frekast unnt, en hún var þó mannvera, og þegar ég kúrði mig niður í allt of stórt rúmið og hlustaði á vindinn og rigninguna, sem kom í bylgjum og barði utan gluggann minn, fann ég til ó- bærilegs einmanaleika og sorg- ar. Ég hugsaði um Alex. Ég skyldi að minnsta kosti nota skírnarnafn hans, þegar ég hugsaði um hann. Hvar var hann? Langt, langt í burtu, handan eyðilegra og dökkra akranna. Allt sem ég hafði til minningar um hann var þögn- in. Hvers vegna gat fólk ekki skilið eitthvað sterkara eftir, þegar það fór burtu, en tómið í hjartanu? Einhvern enduróm, lykt, geisla, til þess að maður gæti haldið áfram að vera til. Ég átti ekkert, sem minnti á hann: ég vissi ekki einu sinni, hvernig hann skrifaði. Eg fór fram úr rúminu, fór í sloppinn, kveikti á hverju ein- asta ljósi og fór svo fram á ganginn og í átt að herbergi Ri- ette. Ég tók vögguna niður af krókunum, sem hún hékk á. Það var aðeins hálftími síðan ég hafði gefið henni að borða, og hún steinsvaf, þétt vafin inn í teppið sitt, og andlitið eins og glerperla á litinn. Annar hnefinn hafði getað stungið sér út undan sjalinu og lá nú eins og rauð rós við andlitið. Ég bar vögguna eftir ganginum að dyr- unum á herbergi dr. Whittak- ers, en þær stóðu í hálfa gátt. Með vögguna í fanginu gekk ég inn í herbergi hans. Það var eins nakið og munkaklefi. Yfir gamaldags rúm, sem búið hafði verið um af geysilegri ná- kvæmni og ekki var á ein ein- asta hrukka, var breidd hvít ábreiða. A kommóðunni var spegill í mahogniramma, og lágu í röð, fatabursti, hárbursti, silfurbréfahnífur og fáeinir litlir, franskir peningar. Ég leit í kringum mig til þess að finna einhver merki um hann. Og þá sá ég bláan silkitrefil, sem ég hafði oft séð hann með, liggja á gömlum stól við arininn. Ég tók hann upp og lagði hann upp að vanganum. Hann angaði eins og Alex. Ég fór aftur inn í herbergið mitt, lokaði dyrunum fyrir leyndarmálum þessa húss. Svo setti ég körfu Riette á borðið hjá mér, dró gluggatjöldin þétt fyrir, svo ég sæi ekki rigning- una, þegar hún stakkst eins og nálaroddar í gluggann. í myrkr- inu heyrði ég andardrátt barns- ins og minn og ég lagði trefil- inn undir vangann og lokaði augunum. Brátt myndi ég glata Alex. Ég gæti ekki dvalizt hér miklu lengur. Hvað var það við þennan mann, fálæti hans, kulda og feimni, sem var þess valdandi, að mér fannst alveg eins og hjartað í mér værí kramið sundur í smáhluta inn- an í mér Það dagaði, sólin skein í gegnum tjöldin, sem dregin voru fyrir gluggana. Rödd Ri- ette hljómaði eins og kurr í dúfu í herberginu. Ég stökk fram úr rúminu, dró gluggatjöldin frá, opnaði gluggann á þessum raka en bjarta degi. Eftir morgunmatinn hringdi síminn, og þó að Pascale flýtti sér eins og hún gat til þess að geta svarað varð ég samt á und- an henni. Hún var móðguð á svipinn. Það var Morrie Lescher. „Martine! Genevieve vill að þú og þessi athyglisverði lækn- ir þinn komið og fáið ykkur glas um borð í snekkjunni á morgun. Þú verður ánægð, þeg- ar þú heyrir, að ég verð þar líka." „Þú og Genevieve viljið ekki fá fólk, sem klætt er eftir sex mánaða gamalli tízku og er með hræðilega hárgreiðslu.“ „Nú þekki ég þig, stúlka mín,“ sagði hann með viður- kenningartón í röddinni, „svona varstu vön að vera. Auðvitað verður þú að koma." „Þetta er óskaplega fallega gert af þér, en það er vonlaust. Ég get það ómögulega.“ „Hefurðu svona hræðilega mikið að gera í skemmtanalif- inu nú til dags, að þú hafir ekki tíma fyrir gamlan félaga þinn?“ „Elsku Morrie ...“ Ég hall- aði mér að borðinu með rauða flauelisdúknum, sem náði alla leið niður á gólf, og starði i kringum mig í herberginu, sem ég var nú farin að þekkja eins vel og setustofuna mína heima í Eaton Square. Þarna var hvíta og gulllitaða klukkan undir glerkúplinum, borðin með silfurmyndarömmunum. Veggfóðrið var skreytt rósum og liljum. Mér líkuðu ekki þess- ar liljur. „Þú ert sannkallaður engill, en mér fellur ekki lengur við Genevieve. Ég er henni algjör- lega framandi. Einn af þessum betlurum á steppunum í Aden.“ „Hvernig stendur á þvi, að fólk, sem missir alla peningana sína, verður svona undarlegt?" „Oh, allt í lagi, ég skal koma,“ sagði ég óþolinmóð. Ég heyrði hann hlægja. „Góða stúlkan. Meðal ann- arra orða, Genevieve sagði þetta mjög fallega — farðu nú ekki að æsa þig upp aftur — og tók sérstaklega fram, hvað hana langaði til þess að sjá þig. Og mig langar til þess að sjá þennan lækni aftur.“ Ég kvaddi og lagði tólið á. Allt í einu leið mér eitthvað illa, ég vissi ekki hvers vegna. Um kvöldið, þegar ég sat inni í litlu stofunni, heyrði ég bíl dr. Whittakers ekið í hlaðið, og útidyrahurðinni var skellt. Hann talaði stutta stund við Pascale í ganginum, og kom svo inn og flýtti sér meira en hann var vanur að gera, en stóð augnablik kyrr í dyrunum. Mér létti um hjartaræturnar, þegar ég sá hann. En mér þyngdi aft- ur, þegar ég sá, hversu þreytu- legur hann var. „Hvernig gekk?“ „Ekki sem verst.“ „Þér lítið út, eins og þér haf- ið ekki bragðað matarbita frá því ég sá yður síðast." Hann brosti alvarlega bros- inu sínu. „Ég hef borðað mikið. Kannski einum of mikið." FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.