Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 25

Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 25
Og þannig var skilið við þennan á akrein á Snorrabrautinni — og í þokkabót var barn skilið eftir í bílnum! Skyldi foreldri hafa verið þarna að verki? Þessi mynd er talin tákn um það hirðu- leysi, sem er gagnvart gangandi fólki. Það er allt of algengt, að gangstéttir séu teppt- ar, til dæmis við vöruaffermingu, eða hreinlega með drasli. Eigandi þessa húss í Túnunum var að láta gera girðingu í kringum lóðina sína. í stað þess að setja moldina úr skurðinum inn á lóðina gerir hann sér lítið fyrir og teppir gangstéttina og gerir þar með sitt til að eitt dauðaslysið enn bætist við. Þessa mynd þekkja sjálfsagt flestir. Alla daga er reiðhjólahrúgan undan Vestur- veri, og iðulega liggja þau á götunni, svo ökumenn verða að beygja út í hina akreinina til að keyra ekki yfir þau. — Þú mátt bara ekki ljúga neinu í þá og heldur ekki segja neitt ótrúlegt, þótt það sé satt, því þá halda allir að það sé lýgi! sagði Sigurður glottandi um leið og hann fór út. — Hvað eruð þið margir hérna í umferðadeildinni? — Við erum 14, þar af 9 á mótor- hjólum. — Eru þessi hjól útbúin talstöðvum? — Enn sem komið er aðeins eitt þeirra, það er númer 1, sem ég er á, en sú talstöð hefur gefið svo góða raun, að nú er von á fleirum. Það er alveg ótrúlegt, hvað hún hefur reynzt vel, þrátt fyrir allan hristinginn, sem fylgir mótorhjólaakstrinum! — Hvað draga þessar talstöðvar ykk- ar langt? —Ef við tökum til dæmis Þingvalla- leiðina, þá heyrist ágætlega austur á há Mosfellsheiði, þangað sem afleggjar- inn að Stíflisdalsvatni liggur frá vegin- um, en siðar fer að heyrast dau'ár í þeim. Við heyrum ágætlega í þeim austur á Kambabrún og inn með Hval- firðinum. Þetta er sérbylgja, og við getum ekki haft samband við Gufunes. Það geta aftur vegaeftirlitsbílarnir. — Þetta eru mjög kraftmikil hjól, sem þið eruð á, er ekki svo? — Jú. Þau eru flcst af gerðinni Harley-Davidson. Þau ná miklum hraða á ótrúlega stuttum kafla og eru mjög góð farartæki fyrir þá, sem með þau kunna að fara. Ég held að ökumenn geri sér alls ekki grein fyiúr því oft, hve við- bragðsfljót þau eru.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.