Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 26

Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 26
Það var engin gaflfjöl á aftanívagninum og ökumaðurinn gaf ekkert stefnu- Ijós, þegar hann beygði af Langholtsveginum inn í Eikjuvoginn. Hann gaf þá skýringu, að fjölin hefði dottið af á leiðinni, en hann hefði gleymt að tengja stefnuljósin, sem hann yrði að taka úr sambandi þegar hann „sturtaði“ af vagninum. — Þau eru sem sagt góð til að elta ökufanta á. — Já, þú ræður hvaða orð þú notar. En úr því þú ferð að minnast á það, er kannski rétt að koma að einu atriði, sem sumir gera sér ekki grein fyrir. Það er, að þegar við mælum hraða ökutækja, gerum við það með eftirför. Það kemst mjög fljótt upp í vana að geta haldið jöfnu millibili milli farar- tækja og geta því sagt nokkuð nákvæmlega til um hver hraði þess etr, sem verið er að elta. En til þess að vera vissir um, að gera borgurunum ekki rangt til, höfum við þá reglu, að draga talsvert mikið frá því, sem við teljum að hraðinn hafi verið, venjulega um tíu kílómetra, þannig að öruggt sé, að við ákærum ekki saklausa borgara, og ætlum þeim seku ekki meiri sök en hún raunverulega er. Það hefur meira að segja komið einu sinni fyrir mig, að maður, er ég tók fyrir of hraðan akstur kvartaði yfir því við mig, að ég hefði ekki gefið rétta skýrslu um akstur hans, þar eð ég segði hann hafa ekið hægar en hann gerði! Það var einu sinni, þegar ég var á ferð eftir Suðurlandsbrautinni, að ég sá til ferða bíls, sem ók mjög hratt. Ég elti hann og taldi hann hafa verið á 85 kílómetra hraða. Ég elti hann strax uppi og stöðvaði hann. Ég spurði hann, hvort hann væri að flýta sér og kvað hann svo vera. Þá spurði ég hann hve hratt hann teldi sig hafa ekið. 85 kílómetra, sagði hann. Ég sagði honum að það væri sami hraði og ég hefði talið hann vera á. Svo gaf ég mína skýrslu og hafði sama háttinn á og venjulega, með að draga frá, þótt maðurinn hefði viðurkennt hraðann fyrir mér og gaf að venju ekki upp nákvæma kílómetratölu, heldur áætlaða. Svo næst þegar ég hitti hann, var hann súr yfir skýrslu minni, og skildi ekkert í því, að ég skyldi ekki hafa gefið upp 85 kílómetra hraða. Framhald á bls. 37. Þetta er einn af bílum Reykja- víkurborgar. Lögreglumennirn- ir kváðu þessa bíla vera orðna til fyrirmyndar að því leyti m. a., að öll akstursljós væru þar ávallt hrein, svo og númers- spjald, en annars er það ein- kenni á mörgum hinna stærri bíla, að þeir eru svo illa þrifn- ir, að stefnuljós sjást varla, né heldur hemlaljós, og númerin eru algerlega ólæsileg. 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.