Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 17

Fálkinn - 20.07.1964, Blaðsíða 17
f eldri hluta Kabúl. heimsálfunni og sitt frá hvorri öldinni, var oft hið furðulegasta sambland og ósjaldan heldur ræksnislegt á að líta. „Þetta er ekki ósvipað því, sem mun áður hafa tíðkast í Síberíu,“ sögðu Frakkarnir, sem voru nýkomnir þaðan, „þótt nú'sé fólk þar mannsæmandi klætt.“ Ein orsök þessa sérkennilega klæðnaðar almennings í Kabúl og víðar í Afganistan er bandarísk efnahagshjálp með nokkuð sérkennilegum hætti. Vegna sárrar fátæktar hafa landsbúar lengstum verið illa klæddir. Var þá fyrir milligöngu Bandaríkjamanna hafin innflutningur á notuðum bandarískum fatnaði, sem seldur var fyrir sáralítið fé til Afganistan, líklega ekki fyrir meira en flutriingskostnað. * I gamallegum markaðnum í Kabúl fer sala þéssi fram og gengur líflega. Þar kosta notuð jakkaföt um og rétt yfir eitt hundrað krónur og frakkar lítið eitt meira. Er flest af þessu sterkar og hlýjar flíkur, og mun hafa komið afgönskum almenningi betur en nokkur önnur efnahagsaðstoð, sem landið hefur hlotið, hvað vera mun orðin geysileg upphæð og mest megnis fengin frá Rússum og Bandaríkjamönnum. Þessi innreið vestrænnar tízku í Bændur £ verzlunarerindum. verðs. Þar settumst við að. Hörð rúm og illa þvegin sængurföt voru fyrir löngu hætt að styggja svefn okkar. Er við gengum út fyrsta morgun okkar í Kabúl, var ekki lengur um það að efast, að við værum komnir langt norður og upp fyrir Indland og Pakistan. Þótt enn væri miður október, var fólk samt dúðað í jakka og frakka eða víða langröndótta, síða serki, með langan „sash“-stranga um mittið og efnismikinn túrban á höfði. Að gerð til var þessi fatnaður ættaður sitt úr hvorri

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.