Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1964, Blaðsíða 24

Fálkinn - 22.09.1964, Blaðsíða 24
Regniö draup á þrönga götuna. Smávaxna japanska konan í gráa kimononum herti gönguna. Það glumdi í asfaltinu undan þykkbotnuðu tréskónum hennar, getas. Hún staðnæmdist fyrir utan eitt húsið og lagði saman stóru regnhlífina sína, sem gerð breiðar, eru umkringdar börum, sukivaki-veitingastöðum og um leið heilsaði lítill, hvítur hundur henni með vinalegu bofsi. Þetta var Gion í Kyoto, mest umtalaða geishu-hverfi Japans, þar sem göturnar, sem virðast tæplega meira en þverhandar- breiðar, eru umkringdar börum, sukivki-veitingastöðunum og tehúsum. Á daginn er þetta litlaus og ömurlegur staður, húsin eru úr tré, ómáluð, bastmottur hanga á svölum, sem komnar eru að falli og grófur pappír er hengdur fyrir gluggana. En á kvöldin, þegar búið er að kveikja á marglitu pappírs- luktunum sem gefa ljótu húsunum ævintýralegan blæ, breytist umhverfið. Innan af veitingastöðunum ómar söngur geishanna og tilbi’eytingarlaus hljómur frá samisen, langskefta japanska gítarnum.. Tsutsumitrommurnar eru barðar. Glaðværir karlmenn flissa hátt að tvíræðum sögum. Menn syngja almennt og klingja ölkrúsum. , Það er kominn tími fyrir stúlkuna í látlausa gráa kimonoinum að koma út á götuna aftur. Nú er hún hvítmáluð í andliti og í kimono, sem er svo litfagur, að hún lítur út eins og risavaxið skrautfiðrildi. Leigubíll — áður var það alltaf handvagn — flytur hana til gleði kvöldsins. í dyragættinni heilsar hún gest- unum, sem eingöngu eru karlmenn, með knébeygju, svo djúpri að ennið næstum snertir gólfið. Geisha-hverfi Litla japanska stúlkan heitir Chiyoha og er 21 árs gömul. í þrjú ár hefur hún verið geisha í Kyoto, hinu gamla keisara- aðsetri Japana, sem getur státað sig af mörg hundruð hofum og enn þá fleiri geishum. Það er mikið af geishum í öllum japönskum borgum, (26.000 í öllu landinu), en það er sagt að þær fallegustu og siðprúðustu séu í Kyoto, að minnsta kosti þær frægustu. Eins og svo margar af stallsystrum hennar býr Chiyoha í nishu, sem er sérstakt geishu-hverfi. Þau eru mörg í Tokyo, Shimbashi, Asakusa, Yoshiwara, og einnig í Kyoto eru þau nokkur. En Gion, þar sem Chiyoha býr, er langkunnast. Það hvílir rómantískur blær yfir öllum þessum hverfum, en eiginlega eru þau nokkurs konar fangelsi fyrir geishurnar, um- kringd ósýnilegum múrum. Þar býr sérstök manntegund, og lífið þar er allt öðru vísi en fyrir utan mörkin. Einhver hefur sagt, að fólkið þar lifi í heimi blóma, dans og tesiðavenjanna. Það hefur tæpast áhuga fyrir því, sem gerist fyrir utan. Það er ekki þeirra „tebolli". í þessu lífi er tehúsið miðdepillinn. f tehúsinu elzt geishan upp og býr, þar gerir Mamma-San allar hennar framtíðaráætlanir og í tehúsinu hittir hún flesta þá karlmenn, sem verða viðskipta- vinir hennar og einn af framtíðardraumum hennar er að verða virtur tehúseigandi í ellinni. Tehúsið hennar Chiyoha heitir ekki Ágústmáninn, heldur öðru enn rómantískara nafni: Hús hinnar tíþúsundföldu eilífu gleði. Tíþúsundföld gleði og að auki eilíf, það er ekki neitt smáræði sem Chiyoha og stallsystur hennar eiga að geta veitt mönnum. Þegar ég hitti hana síðdegi nokkurt, situr hún á gólfinu fyrir framan spegilinn sinn. Húð hennar er enn þá heit eftir sjóð- heitt baðvatnið sem hellt er í baðkar, sem gert er úr flauelis- mjúkum viði. Litlum penslum og smyrslakrúsum er vandlega raðað í kringum hana og hárkollan hangir á sínum stað. Herbergið er á efri hæð tehússins og er ekki margir fermetrar. Chiyoha deilir því með eldri neisen fóstursystur sinni sem einnig einnig er geisha. Helzt minnir það á búningsherbergi leikara með öllum sínum „smínk“lömpum, þótt einu húsgögn stúlknanna séu speglar þeirra og nokkrar kommóður, þær eru fullar af ýmsum útbúnaði geishanna. í veggjunum eru, eins og víðast í Japan, innbyggðir skápar, troðfullir af vandlega samanbrotn- um kimanoum og sængurfatnaði, sem á nóttunni er breiddur á bambusmottur á gólfinu. Og úti á svölunum, í skjóli bambus- mottunnar, sem hangir niður frá þakskegginu, standa öskjur og fatakassar. Það er lítið um þægindin í húsi hinnar eilífu gleðL Mamma-San kveður með djúpri hneygingu, þegar Chiyoha og vinkona hennar, maikostúlkan (Geishanemandi) Tos- himi, fara. Þær ætla á skemmtigöngu í Kyotogarðinum. Fyrirsæturnar eru óneitanlcga ekki dónalegar. Það er ekki hægt að hugsa sér neitt japanskara en tvær geishur undir litskrúðugri sólhlif. Þegar þessar skrautklæddu stúlkur sjást á almannafæri þyrpist fólk oft að. Sérstaklega koma skólabörn oft hlaup- andi með myndavélarnar sínar til að ná sér í myndir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.