Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1964, Blaðsíða 4

Fálkinn - 22.09.1964, Blaðsíða 4
AAaliftílytjanili pwlskrar vefnadarvöru til fatnaðar Sienkiewicza %, Lódz, Pólland Sími: 285-33 — Símnefnl: CONFEXIM, Lódz f CONFEXIM' HEFUR Á BOÐSTÓLUM: ★ Léttan sem þykkan fatnað fyrir konur, karla og börn. ★ Prjónavörur úr ull, bóm- ull, silki og gerfiþráðum. ★ Sokka, allar gerðir. ★ Bómullar- og ullarábreið- ur. ★ Handklæði „frotte“. ★ Rúmfatnað. ★ Hatta fyrir konur og karla. ★ Fiskinet af öllum gerðum. ★ Gólfteppi. ★ Gluggatjöld. Gæði þessara vara byggist á löngu starfi þúsunda þjálf- aðra sérfræðinga og að sjálfsögðu fullkomnum nýtízku vélakosti. Vér bjóðum viðskiptavinum vorum hina hagkvæmustu sölu- og afgreiðsluskilmála. Sundurliðaðar, greinilegar upplýsingar geta menn fengið hjá umboðsmönnum vorum: ÍM I X/.K ERLGNDA VERZLUNARFÉLAGIÐ H.F. Tjarnargötu 18, Reykjavík eða á skrifstofu verzlunar- fulltrúa Póllands Grenimel 7, Reykjavík. Enn einu sinni. Kæri Fálki! Enn einu sinni hefur íslenzkt knattspyrnulið verið sent á erlenda grund til keppni — og tapað. Ekki svo að skilja að mér sé ekki sama þótt þessi lið séu að fara utan til keppni heldur hitt að mér datt í hug hvort ekki væri heppilegra að nota fé og tíma sem í slíkt fer til að bæta knattspyrnuna hér innanlands og reyna að gera hana sæmilega úr garði. Hér er mikið sem hægt er að vinna fyrir þessa og aðrar íþróttagreinar og ég held að það væri heppilegra að hlúa betur að þeim óður en við för- um að hasla okkur völl á erlendrum vettvangi. Eina íþróttagreinin sem við stöndum okkur sæmilega í miðað við aðrar Þjóðir er handknattleik- urinn og hvað gerum við svo sem fyrir þessa íþróttagrein. Það er heldur lítið. Við eigum ekki boðlegt húsnæði fyrir hana, við eigum ekki nægilega stóran völl þar sem landsleikir geta farið fram. Að vísu er til hér eitt hús sem segja má að sé nægilega stórt en það er í eigu erlendra aðila og auk þess í fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Hins vegar skal það játað að við höfum í nokk- ur ár átt í byggingu hús hér í Laugardalnum og eftir öllu að dæma virðist svo sem við munum eiga það í byggingu nokkur ár enn þá. Ég held að við ættum þvi fyrst og fremst að hlynna að íþróttunum hér heima, skapa góðan grunn og senda síðan lið til keppni á erlenda grund. Spói. Svar. Þaö er margt rétt í bréfi þínu Spói góöur en heldur mun þaö erfitt aö skapa þann grunn fyrir knattspyrnu aö viö getum náö svipuöum árangri og stórþjóöirn- ar. En viö eigum góöu handknatt- leiksfólki á aö skipa. Lítið minnst á bakpokalýð í suniar. Kæri Fálki! Ef mig misminnir ekki stór- lega var í fyrra sumar grein hjá ykkur í Fálkanum um svokall- aðan bakpokalýð. Þetta eru flestir hverjir heldur leiðin- legir ferðamenn þótt innan um sé margt ágætis fólk. Ég minn- ist þess ekki að hafa mikið heyrt um þessa ferðamenn talað í sumar og hef verið að velta því fyrir mér hvort minna hafi verið um þá en endranær. Þó hefur maður heyrt að ferða- mannastraumurinn hafi verið meiri í sumar en mörg undan- gengin ár. Kannski þið getið gefið mér einhverjar upplýs- ingar um þetta? Með kveðjum. Poki. Svar. a Eftir því sem okkur er taliö af þeim mönnum sem fylgjasi meö þessum málum og þekkja til þeirra þá liefur veriö mun minna um þess háttar feröamenn sem þú minnist á í bréfinu. Og hegöan þessara manna liefur veriö mun betri en undanfarin ár. Hver ástœöan kann aö vera skal ósagt látiö en vera má aö feröaskrif- stofurnar eigi hér einlwern hlut aö máli og einngi gceti þaö átt sér staö aö sendiráöin liér heföú eitthvaö tekiö í taumana. Um ferðaklúbba. Háttvirta blað! Það er oft talað um að ferða- menning okkar íslendinga sé ekki upp á marga fiska. Við göngum heldur leiðinlega um þegar ferðast er um okkar ást- kæra land. Og sumar helgar sumarsins hafa þótt heldur hvimleiðar fyrir ólifnað ferða- manna eins og t. d. hvíta- sunnan og verzlunarmanna- helgin. Það má vel vera að þetta sé rétt en það sem sumir hafa haldið fram í þessu máli að eitthvað þurfi að gera til úrbóta. Hér eru starfandi nokkur ferðafélög og ferðaklúbbar, eins og d. d. Ferðafélag íslands, Farfuglar, Litli ferðaklúbbur- inn og templarar hafa einnig haft ferðamál á sinni starf- semi. Ég held að allir sem til þekkja geti lokið upp einum munni um það að þessi félög og klúbbar hafi gert mikið til þess að bæta í þessum málum hjá okkur. Ferðafélag íslands hefur t. d. víða komið upp sæluhúsum sem eru ómissandi. Ég hygg að félög og klúbbar sem þessir geti gegnt mikils- verðu hlutverki í uppeldi æsk- unnar og mér finnst það frá- leitt að það opinbera skuli ekki fylgjast betur með þessum félögum og veita þeim meiri styrki. Ferðamaður. 4 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.