Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1964, Blaðsíða 29

Fálkinn - 22.09.1964, Blaðsíða 29
fasi sínu — hún var líka með lítil hvöss og skær fuglsaugu. — Gætum við fengið svolít- inn kaffisopa? sagði doktor Broderick. Þetta er frú Landry. — Já, ég veit það, sagði frú Hale. Raddblærinn gaf greini- lega til kynna, að henni félli alls ekki við mig. Þegar hún var farin, brosti doktor Broderick til mín — Verið ekki hræddar, sagði hann. Frú Hale stjórnar mér með járnhendi en hún hefur aldrei getað blekkt mig. Ég veit að innra með henni slær gullhjarta! Hann benti á stól- inn við eldinn. Setjizt niður frú Landry. Þér eruð dálítið fölar. — Ég sagði: — Þér þurfið ekki að vera með neinn leikara- skap við mig. Ég veit, að ég er að verða geðveik. Hann leit snöggt til mín. — Jæja? Og hvernig getið þér verið svona vissar um þetta? — Ég heyrði það, sem mað- urinn minn sagði í símanum. Hann horfði á mig langa stund án þess að segja nokkuð. Svipurinn á andlitinu gaf ekki til kynna, hvað hann hugsaði. Logarnir í arninum flögruðu til. — Þá vitið þér einnig að hann vill ekki, að þér talið við mig, sagði hann að lokum. Ég kinkaði kolli. — Ég skal heldur ekki gera það. Það borg- ar sig ekki. Þér verðið að fyrir- gefa, að ég olli yður erfiðleik- um þarna um daginn, en ég vissi ekki, að ég var þegar búin að heimsækja lækni — sérfræð- ing... — í London, geri ég ráð fyrir? Hafið þér nokkuð á móti því, að segja mér, hvaða sérfræðingur þetta er? Ég sagði afsakandi: — Það veit ég því miður ekki. Ég — ég man ekki eftir að hafa farið til nokkurs læknis ... — Nei, ekki það. Mér datt bara í hug, að maðurinn yðar hefði ef til vill nefnt það ... Gætuð þér fundið nafnið? — Ég veit það ekki. Ég gæti ef til vill spurt Charles ... En hvers vegna viljið þér fá að vita það? Hann yppti öxlum lauslega. — Af einskærri forvitni, sagði hann. Ég hef áhuga á því, sem læknir, skiljið þér. En eins og þér skiljið, þá hef- ur þetta enga stórvægilega þýð- ingu... Þetta hljómaði kuldalega fannst mér. Ég varð leið. Hann hafðí sýnzt svo áhugasamur og skilningsríkur áður. Ég vildi ekki líta á hann, ég horfði á mynd af ungum manni á arin- hillunni. Doktor Broderick sagði: — Þetta er eldri bróðir minn, Davíð. Hann féll í stríð- inu. Hann benti á aðra ljós- mynd. Þetta er konan hans og tvö börn þeirra. En þau eru auðvitað miklu eldri núna. Strákurinn er í læknisfræði. — Svo hann ætlar að verða læknir eins og þér? sagði ég. — Faðir minn og afi voru einnig læknar, sagði hann. Þetta liggur eiginlega í ættinni. Valerie — stúlkan — vill líka verða læknir, en ég er að vona að hún breyti um skoðun, áður en hún kemst nógu langt til þess að gera alvöru úr því. — Hvers vegna það? Finnst yður ekki konur eigi að leggja fyrir sig slík störf? — Jú, fyrir alla muni. Það er fjárhagshliðin, sem ég er að hugsa um. En haldi hún fast við ákvörðun sína um að verða læknir, verður maður að reyna að finna einhvers staðar peninga til þess að geta staðið straum af kostnaðinum. Valerie er vel gefin... Framhald á bls. 34. Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIOJAIM H.f. Skúlagötu 57. — Sími 23200. JálkinH {jhjyur út (gj 6D (j[JC£3V CgJ (í) V efttf mort Valker íf»j JIKi iOhi mry 'jú.b J FÁLKUMN 20

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.