Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1964, Blaðsíða 30

Fálkinn - 22.09.1964, Blaðsíða 30
$!<É$ ER STJARNAN MÍN / / Hf. Siíkkulaðiverksmiijan QIRIIK SÍMI 2-4144 WllllWW HVAÐ GERIST í NÆSTU VIKU ? Hrútsmerkiö (21. marz—20. ajiríl). Þér ættuð ekki að leggja I áhættusöm fyrirtæki í þessari viku sem í hönd fer. Þér ættuð heldur að bíða betri tíma og hafast ekki að. Seinni hluti vikunnar verður með nokkuð sérstökum hætti. NautsmerkiÖ (21. avríl—21. maV. Það getur svo farið að þér verðið að skera úr heldur viðkvæmu deilumáli milli tveggja vina yðar í þessari viku. Þér ættuð að gæta þess vel að gera ekki á hluta annars hvors aðilans þvi það gæti haft leiðinlegan eftirleik. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní). Þessi vika verður annasöm á vinnustað og hætt er við að lítill timi verði til að sinna áhuga- málunum. Þér ættuð að fara sérstaklega gætilega í fjármálum og leggja ekki í áhættusöm fyrir- tæki. Krabbamerkiö (22. júní—22. júlí). Þessi vika verður sennilega með nokkuð róman- tískum hætti og á það bæði við þá sem lofaðir eru og hina sein enn eru ólofaðir. Seinni hlutinn verður einkar skemmtilegur. Ljónsmerkiö (23. júlí—23. áaúst). Ef yður verður boðið í ferðalag um þessar mundir þá ættuð þér að taka því boði því þetta fevðalag mun hafa mikil áhrif á yður og verða mjög örlagaríkt fyrir yður. Jómfrúarmerkiö (2i. áqúst—23. sept.). Það er hætt við að yður finnist þessi vika heldur leiðinleg og tilbreytingalítil en við því er litið að gera. Þér ættuð að sinna áhugamálum yðar meira en þér hafið gert að undanförnu. o (!) © 0 Vogarskálamerkiö (2i. sevt.—23. okt.). Þótt ekki gerist neitt merkilegt í þessari viku þá verður hún ekki neitt leiðinleg eða tilbreyt- ingarlítil. Þetta verður ósköp venjuleg vika og "A' þér ættuð heldur að taka lífinu með ró. Sporödrekamerkiö (2If. okt.—22. nóv.). Þessi vika verður með nokkuð óvæntum hætti fyrir yður. Yður mun að líkindum gefast nokkuð óvænt og kærkomið tækifæri og þér ættuð ekki að láta það framhjá yður fara. Boqamannsmerkiö (23. nóv.—21. des.). Það er oft heppilegt að hafa ekki of mörg járn I eldinum hverju sinni heldur vinna vel að einu máli og leiða það til lykta. Þér ættuð að hafa þetta hugfast. Steinqeitarmerlciö (22. des.—20. janúar). Þér ættuð að gefa yður meiri tíma til að sinna áhugamálum yðar en þér hafið gert undanfarið. Til þess eru mjög heppilegar afstöður og óvíst er hvenær þær gefast aftur. Vatnsberamerkiö (21. janúar—18. febrúar). Nú ættuð þér að koma því i framkvæmd sem þér hafið verið að hugsa um undanfarnar vikur. Til þess eru afstöðurnar nú sérlega hepnilegar og þá er um að gera að notfæra sér það. Fiskamerkiö (19. febrúar—20. marz). Það er hætt við að yður kunni að finnast þetta heldur daufleg vika og víst er um það að ekki verður hún með neinum glæsibrag. Þér getið þó huggað yður við það að betri tímar eru fram- undan. o 30 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.