Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1964, Blaðsíða 39

Fálkinn - 22.09.1964, Blaðsíða 39
standast freistinguna. Oftast gengur geishan að þeim skil- málum, að við hér á vestur- löndum orðum það þannig að hún selji sig fyrir peninga. Sem sagt nokkurs konar vændi. í Japan er ekki litið þannig á málin og á þar drýgstan þátt, að hjónabandið byggist oftast fremur á hyggindum og hag- sýni en ást, og þannig má að vissu leyti segja, að eiginkona hágnist á líkama sínum. Þegar um geishu er að ræða, eru oft háar upphæðir í spilinu. Að halda eftirsótta geishu er sánnarlega dýr tómstundaiðja. Fyrst verður að greiða álitlega upphæð til tehússins, sem endurgreiðslu á þeim kostnaði sém mamma-san hefur orðið fýrir vegna menntunar og út- búnaðar geishunnar. Því næst verður danni að borga geishu sinni mánaðarleg laun, og oft gefur hann henni hennar eigið téhús til að lifa af í ellinni eða ef hann félli frá. Pening- arnir frá danni kallast — óneitanlega einkennandi fyrir Japana — mizuage, rennandi vatnið... í staðinn verður hann, eins og það er kallað í gömlum sögum, náðar hennar aðnjót- andi. Hann verður elskhugi hennar, og þetta samband get- Ur varað í mörg ár og ef til vill eignast þau mörg börn saman. Tryggð geishunnar er í þessu tilfelli hundrað prósent. Af mannsins hálfu er að sjálfsögðu einskis slíks krafizt. Oft er hann þegar kvæntur og á fyrir fjölskyldu að sjá. Allt þetta fyrirkomulag, sem á yfirborðinu virðist raunar vera á fallandi fæti, byggist á skoðun Japana á kynferðismál- Unum. í augum Japana er engin synd til, samkvæmt skilgrein- ingu kristinna manna á því fyrirbæri, og þar er ekkert sámband milli trúarbragða og kynferðismálanna. Skoðun Japana á þessum málum er alveg laus við það álit krist- inna manna, að kynmök eigi því aðeins rétt á sér að þau fari fram innan vébanda hjóna- bandsins. f Japan eru þetta aðeins eðlilegir hlutir, sem not- ið er á sama sjálfsagða hátt og glass af koníaki á eftir góðum málsverði. Þar sem hjónabandið byggist meira á hagsýni en ást, er því mikið um það, sem Arthur Kbestler kallar svo snilldar- lega „verkaskiptingu milli hús- freyju og ástkonu.“ Það er tóm vitleysa að ætla að geishurnar séu einhver ímynd hreinleika og strang- leika í þessum málum. En þetta má ekki skilja á þann veg, að geishurnar séu reiðu- búnar til að þóknast herrunum í veizlunum kynferðislega. Við getum sagt að hlutverk þeirra sé ekkert ósvipað og söng- kvenna á skemmtistöðum vesturlanda. Það má raunar segja, að orðið geisha sýni nokkuð ljóst, hvernig Japanir líta á hana. ,,Gei“ þýðir ein- hver sérstök listagrein, „sha“ þýðir manneskja. Geisha er því í stuttu máli listamaður, listtúlkandi. Ekki gleðikona. En alveg eins og að hjá okkur eru mismunandi heið- virðar stúlkur í skemmtanaiðn- aðinum hér á vesturlöndum eru til í Japan geishur, sem eins og sérfræðingur einn komst að orði, „sýna vissar tilhneiging- ar til vergirni“. Þá eru þar einnig svokallað- ar makura geishur, sem hafa gefið mörgum ranga mynd af stéttinni. Makura þýðir koddi og er þá þýðing orðsins auð- skilin hverjum sem er. Þessar stúlkur hafa ekki hlotið geisha- menntunina, þær tilheyra ekki stéttinni, en taka nafn og bún- ing geishanna traustataki til að veita þjónustu sinni eftirsókn- arverðan blæ. Það þarf vart að taka fram, að Chiyoha og starfssystur hennar fnæsa af fyrirlitningu þegar minnzt er á þessi að- skotadýr. En hún fnæsir einnig yfir þeirri tilhugsun að taka danni úr hópi gestanna. Allir herrar í veizlum mjög gamlir, segir hún bara og hrist- ir höfuðið. (f næsta blaði: Við skrepp- um í geisha-veizlu). Siggeir á Klaustri Framh. af bls. 15. að freista sjálfir gæfunnar. Þeir reyndu svo að sigla hon- um út, en veðrið var ekki nógu gott og sú tilraun endaði þannig, að hann var flatur lengra uppi í fjörunni en nokkru sinni fyrr. Þeir gerðu aðra tilraun, en hún fór á sömu leið og þá gáfust þeir upp, sannfærðir um það, að hann myndi aldrei fljóta fram- ar. En við vorum ekki alveg ásáttir um það að láta hann daga þarna uppi og ákváðum að gera þriðju tilraunina, þótt nú væri óneitanlega miklu erfiðara fyrir en áður en Bret- arnir fóru að ráðskast þarna. En okkur tókst þetta samt. Við sigldum nú sem leið lá tii Vestmannaeyja, en þegar við vorum út af Vík í Mýrdal vor- um við orðnir gersamlega kolalausir. Þá var Sigfús á Geirlandi, sem jafnan hefur verið í þessum björgunum með okkur, staddur í Eyjum og fylgdist auðvitað vel með ferð- um okkar. Hann fékk Gunnar Ólafsson til þess að senda bát með kol til okkar og tókst þannig að koma í veg fyrir það að þessi marghrjáði tund- urspillir lenti enn einu sinni uppi í fjöru. Bretarnir urðu víst ósköp fegnir að heyra að Barrehead flyti aftur og harðbönnuðu okkur að hreyfa okkur frá Eyjum. Þangað sendu þeir svo einhvern skipherra og sigldi hann skipinu með okkur til Reykjavíkur. Þar kom einhver háttsettur generáll og þakkaði okkur mikillega. En við sáum ekkert til mister Long í þessari ferð! Þriðja skipið, sem ég man eftir í bili, var togari, sem strandaði hér eftir stríðið. Við náðum honum út og gerðumst svo aðilar að félagi til að gera hann út, því við gátum ekki selt hann fyrir það verð, sem við vildum. Hann var skírður Jón Steingrímsson, en þá var ekki heppilegur tími til að gera slík skip út og okkur varð ekkert úr honum. En það er önnur saga. — Var Gustav Meyer kann- ski fyrsta skipið, sem bjargað var út af fjörunum hérna? — Nei, ekki var það. Að minnsta kosti einu öðru skipi hafði verið bjargað áður. Aðal- maðurinn að þeirri björgun var Einar skipherra á Ægi. Já — og ekki má gleyma því að þar áður var enn öðru skipi bjarg- að. Það er orðið mjög langt síðan, það var enskur togari. Um þá björgun sá Gísli nokkur Ólafsson, skipstjóri eða stýri- maður. Því miður kann ég ekki frá honum að segja, en hann var merkismaður og honum var alveg þökkuð sú björgun, sem mikla athygli vakti á sinni tíð og víst að verðleikum. — Strönduðu ekki mörg skip sömu nóttina í stríðinu? — Jú, það strönduðu hvorki meira né minna en þrír togar- ar á Fossfjöru eina nóttina. þeir voru í skipalest hingað upp, en villtust eitthvað út úr henni og lentu þarna í fjörunni. Menn björguðust flestir og komu heim að Sléttabóli á Brunasandi þá um nóttina, sumir a. m. k. Tveir þessara togara náðust út og tók Júlíus bróðir minn þátt i þeirri björgun. En þriðji togarinn náðist ekki út. Hann strandaði utar og lenti flatur fyrir brim- inu og fór fljótlega í kaf. — Var ekki oft gott búsílag úr þessum ströndum? — Jú, ekki er því að neita, að stundum var það. Oft var ýmislegt selt á uppboði úr ströndunum og fengu menn þar marga góða hluti fyrir lítið verð. Þá var stundum mikíll fiskur í skipunum og hann var jafnan seldur, enda ekkert annað við hann að gera, nema láta hann eyðileggjast. — Urðu aldrei neinar deilur í sambandi við slík uppboð? — Jú, að minnsta kosti einu sinni. Þá strandaði skip um vetur, sneisafullt af fiski. Hann var seldur í fjörunni og var honum skipt niður í hrúgur. En menn höfðu vit á því að spenna ekki verðið upp hver fyrir öðrum og aðeins einn bauð í hverja hrúgu. Fékk þar margur ódýra björg í bú, sem ekki veitti af á þeim árum, þegar þröngt var í búi og víða marga munna að seðje. En af þessu urðu einmit+ eftirköst. Sýslumaður, varð ókvæða við er hann heyrði um uppboðið, og skrifaði hreppstjórunum hér og pabba mjög harðort bréf. Ætlaði sýslumaður að fimm- falda verðið á hverri hrúgu og láta hreppstjóra innheimta. Þeir sýndu lögfræðingi bréfið og hann kvað þá geta farið í meiðyrðamál við sýslumann- inn og kröfur hans væru út í bláinn. Var sætzt á það. Svo voru kolin líka gott bús- ílag, ég held að menn hafi mátt fá þau fyrir lítið verð, ef þeir björguðu þeim. Enda var þetta ekki tekið út með sitjandi sæld- inni. Einu sinni man ég að við björguðum talsverðu af kolum úr skipi, sem strandaði vestan við Eldvatnsósinn. Við komum ekki farartækjum þangað og urðum að bera þau á bakinu austur að ósnum, þar voru þau svo ferjuð yfir og flutt austur í hús. Já, það var oft sukksamt í þessum björgunum, og mildi, að aldrei skyldi hljótast slys af. Við gengum aftur frá skips- flakinu og settumst inn í bílinn og ókum áleiðis til skipbrots- mannaskýlisins. — Oft hefur verið erfitt með uppskipun úr Skaftfellingi. — Já, ekki er því að neita. En þó varð aldrei neitt teljandi slys. Mig minnir að einu sinni hafi einn maður fótbrotnað, — það var allt og sumt. En það kom fyrir, að við urðum að liggja hérna marga daga og gátum ekkert aðhafzt veena JTj’p ** hl<5 4 1

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.