Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1964, Blaðsíða 42

Fálkinn - 22.09.1964, Blaðsíða 42
■6 reka sláturféð til Víkur, tunnuskortur gerði það að verkum, að hlé varð á slátrun- inni og það kom í veg fyrir að fjöldi manna og fénaðar yrði hlaupinu að bráð á söndunum. En svo skall hurð nærri hæl- um hjá okkur, að við vorum að rétta gosdaginn og hefðum farið af stað daginn eftir. En menn, sem voru við smala- mennsku á sandinum áttu fót- um fjör að launa. Þarna stóðu svo bændur austan Sands uppi með allt sitt fé og voru illa heyjaðir eftir slæmt sumar. Ætluðu þeir því að slátra óvenju mörgu þetta haust. Var ekki um annað að ræða en reyna að verka kjötið heima, ef það átti ekki að eyði- leggjast, en slíkt mátti ekki ske, enda nógar raunirnar fyr- ir. Varð það úr að skip var fengið til að flytja salt og rúg- mjöl austur að Skaftárós. Þá var vitanlega ekki um annað að ræða en salta kjötið, þá voru frystivélarnar ekki komnar til sögunnar hjá okkur. Rúgmjöl- ið var svo auðvitað notað í blóðið. Nú — allt var þetta í tunn- um, en þegar skipið kom að ósnum var ófært að skipa upp. Nú voru góð ráð dýr. Bændur gátu ekki lengur geymt féð í hagleysunni sem varð af ösku- fallinu, því þeir voru óvenju illa heyjaðir, eins og ég sagði þér áðan og skipið gat heldur ekki beðið lengi. Var þá tekið til þess ráðs að fleygja tunn- unum í sjóinn. Það var suð- austan rok, þegar þetta var gert og ekki bar á öðru en þær skiluðu sér með tölu, eða næstum því upp í sandinn og var sáralítið skemmt í þeim. Þetta snjallræði bjargaði því sem varð hér í sveitunum. Siggeir minnist ekki á það, að það var faðir hans, bænda- höfðinginn Lárus á Klaustri, sem barðist fyrir því, að þetta skip kæmi austur og gaf fyrir- skipunina að fleygja tunnun- um í sjóinn, en um það má lesa í ævisögu Lárusar, sem fyrr er nefnd. Við vorum komnir að sælu- húsinu og stigum út. Af kamb- inum sást til vatnsfallanna, sem féllu til sjávar í austri. Þau hafa löngum verið Skaft- follingum örðugur farartálmi, en einnig fært þeim björg í bú. Ádráttur hefur löngum tíðkazt austur þar, og ekki voru aðstæðurnar góðar: Ekki um annað að ræða en að vaða með netin í sandblautum jökul- ám. Þeir Klausturbræður voru löngiim fengsælir við þær veiðar. — Hvað er langt sxðan þú fórst að vera við ádrátt? — Eiginlega síðan ég man eftir mér. Það var stundum af- bragðs veiði, en þetta var erfitt. Mestu veiði, sem ég man eftir að hafa verið í, fengum við í ágúst 1929. Þá var verið að leggja símann hingað aust- ur og seinnipart sumars var fækkað um nokkra menn í símavinnunni. Pabbi réði tvo þeirra sem kaupamenn heima yfir ágústmánuð og þeir fóru með okkur Júlla bróður suður í ós. Við drógum austur úr ósnum og það er ekki að orð- lengja, að netin bókstaflega fylltust hjá okkur. Við troð- fylltum pokana þrír, en sá fjórði tók netin. Með þetta brutumst við svo til baka vestur yfir að bílnum. Þetta var víst klukkustundar barn- ingur í vatnsflaumi og sand- bleytum með byrðina, en ég man að veiðin var 430 pund, sem við bárum þrír. Maður var víst heldur þungur á sér, þegar á leiðarenda kom. Svo fóru þeir seinna Júlli og Bjarni í Hólmi og komu með tonn. Já, þetta var oft erfitt. Við urðum iðulega að skilja veiðina við okkur. Grófum við hana niður í eyrarnar, svo fugl næði ekki í hana. Þetta varð oft stanz- laust svaml frá morgni til kvölds og árangurinn misjafn. Svo var þetta oft hættulegt fyrir ósynda menn því forirnar eru viðsjálverðar. Ef menn lentu í óstæðu vatni var ekki um annað að ræða en halda í netin og bíða eftir að grynnk- aði. En því miður urðu stund- um slys við þessar veiðar. Nú er þetta orðið hættuminna, því þeir eru orðnir með gúmbáta við enda netanna. I þá geta þeir látið veiðina og fleytt sér yfir óvæðar skorur. Við gengum inn í skýíið til að rita nöfn okkar í gesta- bókina. — Var ekki reimt hérna við Skaftárós? — Jú, það var sagt svo, en aldrei varð ég var við neitt. Eitt sinn voru þeir hérna, Helgi bróðir minn og Runólfur heit- inn í Hólmi. Þá var stór pakki uppi á breiðu borði í húsinu. Allt í einu fer pakkinn af stað og dettur niður á gólf. Þeir létu pakkann hvað eftir annað upp á hallalaust borðið, en hann þaut alltaf út af því og niður á gólf. Þar varð hann að vera að lokum. Svo var þarna einn bolli, sem hét anda- bollinn. Hann tolldi aldrei kyrr á borðinu og hentist fram og aftur eftir því þótt enginn kæmi við hann. En hvað einkennilegast er líklega það, sem þeir urðu var- ir við bræðurnir á Geirlandi, Sigfús og Jón heitinn. Þeir voru að koma úr veiðiskap og voru að skipta um föt í komp- unni, sem var bak við búðina. Svo hagaði til, að stiginn upp á loftið lá utanmeð og yfir kompunni. Er þeir voru þarna inni heyra þeir greinilega, að gengið er inn um dyrnar og þrammað upp stigann. Þeim datt ekki í hug annað en að einhver hefði komið að húsinu á eftir þeim og gengið upp á loftið. Er þeir höfðu búið sig gengur Jón heitinn út til að heilsa upp á komumann eða menn. Fer hann fyrst upp á loftið, en sér þá engan mann. Kom hann fölur til baka og sagði Sigfúsi. Fer hann þá þegar út með bróður sínum og þeir gá vandlega inni í húsinu og fyrir utan það og sáu engan mann og heldur engin spor. Það verður víst aldrei upplýst hvað þarna var á ferð, en engum sem þekkir þá bræður dettur í hug að rengja frásögn þeirra, og hjátrúarlausir voru þeir með öllu. Við gengum út í svalt kvöld- loftið. Birtu var aðeins tekið að bregða. Brimið suðaði við sandinn, veðrið var eins fagurt og það getur orðið. En þeir sem til þekkja vita, að það á til aðrar hliðar við hafnlausa ströndina og þó þeir bezt, sem ekki kunna frá að segja. Er við ókum burt varð mér litið um öxl niður til sjávarins, þar sem svo mörg skip og margur framandi maðurinn hafa hlotið hinztu hvílu. Og þeim sem trúa því að menn geti gert vart við sig, þótt sýnilegri jarðvist sé lokið, mun ekki finnast ótrú- legt, að stundum sé gengið um skipbrotsmannaskýlið þarna, þótt enginn sé gesturinn sjáan- legur ... mb. Kvenþjóðin Framhald af bls. 32. Sykurbráð: 150 g flórsykur 1 eggjahvíta Rauð coctailber. Kakan klofin. Eggjarauðurn- ar hrærðar vel með sykri, van- illusykri og hveiti. Rjóminn hitaður hellt sjóðandi út í. Sett í pottinn aftur og hitað að suðu, hrært stöðugt í. Látið kólna, hrært í við og við. Setjið krem- ið milli laga, skerið út aflanga bita sem borinn er sykur ofan á. Skreytt mpð rauðum berjum. Vínarsnittur. 300 g hveiti 200 g smjörlíki 100 g sykur 50 g saxaðar hnetur, smátt 2 eggjarauður. Innan í: 1 eggjahvíta 100 g sykur 100 g saxaðar hnetur, smátt Rifinn börkur af 1 appelsínu 1 msk. appelsínusafi. Ofan á: 100—150 g flórsykur 1 — 2 msk. sítrónusafi. Búið til. venjulegt hnoðað deig, sem geymt er á köldum stað nál. 1 klst. Eggjahvítan hrærð með sykri, hnetum, appelsínusafa og appelsínu- berki. Deigið flatt þunnt út í ferkantaða köku, fyllingin sett á annan helminginn, legg- ið hinn helminginn yfir og lokið samskeytunum vel. Kakan bökuð fallega brún við nál. 200°. Kakan smurð að ofan með sykurbráð, skorin strax eða svo til í bita. NÝJUNG frá ÚLTRfí+LfíSH Mascara gerir augnhárin eins löng og silkl» mjúk og frekast verður á lcosið. ULTRA-LASH gæð- ir augnhárin mjúkri lengd án þess að bau verði óþjálli. Hinn frábæri Taper-bursti lengir þau og gerir silkimjúk um leið og hann litar hvert hár á hlið og bak. ULTRA- LASH storknar ekki, smitar, rákar, óhreinkar eða flagnar. Hann er voð- felldur, vatnsfastur og lyktarlaus ... eng- ar áhyggjur af gljáa, lausum eða hlykkjuð- um hárum. Þvæst af á svipstundu með Maybexline Mascara uppleysara. í þrem hríf- andi litbrigðum: Flauelssvörtum, eirbrúnu og myrkbláu. Maybelline alltaf hið vandaðasta og bezta ti! augnfegrunar. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.