Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1964, Blaðsíða 26

Fálkinn - 22.09.1964, Blaðsíða 26
 Stundvísi er okkur íslendingum í blóð borin. Þetta kemur m. a. fram þegar kvikmyndasýningar eru að hefjast. Þá má heita undantekning, ef sýningargestir eru seint á ferðinni og séu að ryðj- ast í salinn eftir að sýning er hafin. Strangur agi kvikmyndahús- anna hefur kennt mönnum að mæta tímanlega því húsin taka mjög strangt á allri óstundvísi og hleypa gestum ekki inn í salina eftir að sýningar eru hafnar. Þetta er sem sagt til mikillar fyrir- myndar hvoru tveggja, stundvísi sýningargestanna og eins hvernig kvikmyndahúsin bregðast við óstundvísinni. Hin svokallaða kvikmyndahúsamenning er á háu stigi hjá okkur. Skrjáf í sælgætispappív og samræður á meðan á sýningu stendur eru næsta óþekkt fyrirbrigði og það má kalla til undan- tekninga ef menn rísa úr sætum sínum og ganga úr salnum áður en sýningu er lokið. Auglýsingar kvikmyndahúsanna eru oft skemmtilegar á sinn hátt. Kvikmyndahúsagestir vita í flestum tilfellum hvað þeim er boðið upp á að sjá þegar auglýstar eru amerískar stórmyndir í litum og cinemascope. Ellegar þegar eru á ferðinni sprenghlægilegar og velgerðar þýzkar gamanmyndir. Þannig verða auglýsingarnar oft „bíó“ út af fyrir sig. En við þessu er kannski ekkert að segja þegar það er haft í huga að kvikmyndir eru bara eins og hver annar varningur sem þarf að selja. í þessum þætti munum við lítillega kynna hina margumræddu mynd Hitchcock Fuglarnir, en fyrst skulum við aðeins lítillega minn- ast á nokkrar þær mynda sem Hafnarbíó mun sýna á vetri komanda. A Gathering of Eagles heitir mynd sem Delbert Masen hefur stjórnað og gerist á einum af herflugvöllum Bandaríkjanna. Yfir- maður vallarins hefur verið settur frá og annar settur í staðinn en honum er ekki allt of vel tekið. Aðalhlutverkin eru leikin af Rock Hudson, en hann er vinsæll hjá mörgum um þessar mundir, Mary Peaeh og Rod Taylor en hann leikur í Fuglum Hitchcock. Þá er gamanmynd með Tony Curtis sem heitir hvorki meira né minna en 40 Pounds of Trouble. Leikstjóri þeirrar myndar er Norman Lewison. Þá er mynd um Athur konung og riddara Hring- ALFRED , HITCHCOCKS rECHNICOLOR® HAFIMARBIO SYNIR FUGLARNIR I i ALFRED ROD JESSICA SUít.*NNE „THW HITCHCOCK TAYLOR TANDY PLESHETTE HERDEN 26 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.