Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1964, Blaðsíða 43

Fálkinn - 22.09.1964, Blaðsíða 43
■BaraaiT-M.jmiinM"—»■ i ■ i m————— Kvenþjóðin Framhald af bls. 43. 100 g suðusúkkulaði 50 g kókósfeiti Innan í: 3 dl rjómi 1Vz tsk. duftkaffi 3 tsk. flórsykur. Súkkulaðibotn: Appelsínu- hýðið skorið örsmátt, látið sjóða þar til mjúkt í appel- sínusafa sykri og koniaki. Súkkulaðið og kókósfeiti brædd í vatnsbaði. Appelsínu- berkinum hrært saman við. Sett í lausbotna mót. Geymt á köldum stað. Kakan lögð saman: Rjóminn stífþeyttur, kaffi og sykri blandað saman við. Hnetubotn- inn klofinn, og nú er kakan lögð saman: hnetubotn, rjómi, marengsbotn, rjómi, hnetu- botn, rjómi og efst er súkku- laðibotn. Skreytt með þeyttum rjóma, ávaxtabitum og súkku- laðikúlum. Hátíðarterta. Sykurbrauðsbotn: 2 egg IV2 dl sykur 1 msk. kartöflumjöl IV2 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 3 msk. sjóðandi vatn. Sykurbotn: Egg og sykur þeytt létt og ljóst, öllu þurru sáldrað saman við. Hrært í ásamt heita vatninu. Hellt í vel smurt, hveitisáldr- að ferkantað mót. Kakan bökuð við 225°, þar til hún er falleg á litinn. Möndlubotn: 200 g sætar möndlur 200 g flórsykur 4 eggjahvítur. Innan í: 3—4 dl þeyttur rjómi Ananas skorinn í bita V2 dl ananassafi 3—4 matarlímsblöð. Möndlubotn: Möndlurnar af- hýddar og saxaðar smátt, blandað saman við sáldraðan flórsykurinn. Eggjahvíturnar stífþeyttar, blandað varlega saman við möndlurnar. Bakað við meðalhita í ferköntuðu móti. Innan í: Rjóminn stífþeytt- ur, ávöxtunum blandað saman við. Matarlímið brætt, kælt með safanum, hrært varlega saman við. Sett í tertuna þegar byrjað að stífna. Kakan lögð saman: ' Sykur- botninn klofinn. Leggið kremið milli botnanna, möndlubotn- inn í miðjuna. Kakan þakin að ofan með bræddu súkkulaði, skreytt með vínberjum. Ei heldiuw ináninii . . . Framhald af bls. 8. Meg og Dicky voru nú komin á vettvang. — Þér eruð þá Alice Lang. Við gátum okkur rétt til. — Fallega gert að taka á móti mér, sagði Alice Lang. Andrew sendi mér skeyti og sagði að þið munduð vera hér. — Kallaðu mig bara Meg, sagði systir Andrew og brosti, við erum ekki eins formföst og Andrew. Hún hafði gullroðið hár, vin- gjarnleg blá augu og freknótt nef. — Ég tek drenginn með mér að blaðsöluturninum meðan þú ferð gegnum tollinn og færð farangurinn. Svo get- um við spjallað saman í næði. Allt um kring heyrði Alice fólkið tala saman á afríkan. Og embættismaðurinn sem gaum- æfði ferðaskilríki hennar og bólusetningarvottorð talaði svo bjagað að hún átti bágt með að sannfærast um að hún væri stödd á brezku yfirráðasvæði. Henni fannst eilífð um liðin síðan hún fór frá Lundúnum og þó var það bara í gær! Svartur burðarkarl hlóð far- angri hennar í bíl Megs og að hálftíma liðnum brunaði bíll- inn yfir hásléttuna í áttina til Pretóríu. Meg ók stóra ame- ríska bílnum hratt og umsvifa- laust og drengirnir hossuðust upp og niður í aftursætinu og létu dynja spurningarnar. — Verið hljóðir meðan við tölum saman, skipaði Meg. Það var svo margt sem hún þurfti að spyrja Alice um en hún hliðraði sér hjá því. Sím- tal bróður hennar fyrir tveim dögum hafði ruglað hana í rím- inu. Hann hafði talað frá lög- reglustöðinni í Poinsetia, rétt við landamæri verndarsvæðis- ins í Velaba þar sem hann var landstjóri. Heyrðu mig, Meg, viltu gera mér greiða, hafði hann sagt. Viltu taka á móti stúlku sem heitir Alice Lang á Jan Smuts- flugvellinum eftir tvo daga — flug 162, Springbook. Lofaðu henni að gista hjá þér um nótt- ina og fylgdu henni síðan í Duikers-Drift-lestina í Pretoria. — Sjálfsagt. En hver er hún? — og hvernig þekkir þú hana? — Hún er ensk. Hjúkrunar- kona. Móðir hennar dó fyrir fám dögum. Alice hefur hjúkr- að henni síðustu árin. Nú er hún á leið til trúboðsstöðvar- innar í Poinsettia. — Fyrir nokkrum dögum? Er hún trúboði? — Nei, en hún á að búa hjá trúboðanum og konu hans. — Er hún sérleg — vinkona þín? —• Mjög náin. En það er bara okkar á milli, Meg. Ef okkur lízt þannig á, þá má vera að við giftum okkur. — Ef ykkur lízt þannig á! En ef hún er mjög náin vin- kona, þá .. . — Ég veit það hljómar furðulega. Spurðu hana þegar þið hittist. Hún getur betur talað við þig en ég í símann. Alice sat hljóð og horfði á endalausar þurrar slétturnar til allra átta, á heiðríkan himininn og sólina við sjóndeildarhring. — En bjart og fagurt, sagði hún. — Við þráum vorrigningarn- ar, sagði Meg, gróðurinn hefur skrælnað. Þekkir þú Suður- Afríku? — Nei, en mig hefur dreymt um hana um árabil — næstum allt mitt líf. Ég hef lesið gífur- lega mikið og þráð að komast hingað. Mér finnst næstum óskiljanlegt að vera komin hingað. — Ég geri ráð fyrir þú þekk- ir Andrew frá því hann lá í Oxford fyrir stríð. Nei annars, þá hlýturðu að hafa verið of ung. — Ég hef aldrei hitt hann, svaraði Alice. Hefur hann ekki skýrt málið? Þegar Meg hristi höfuðið, hélt hún áfram: — Hann skrifaði grein um Velaba fyrir tveim árum. Ég las hana og varð hugfangin. Ég skrifaði honum og sagði honum hversu hrifin ég var. Ég held að vinna hans á þessu villta landsvæði sé aðdáunarverð. Það stríkkaði andartak á andlitsdráttum Megs. En hún sagði ekki neitt. — Haltu áfram að segja frá, sagði hún loks. Andrew hefur þá svarað bréfi þínu? — Já, það gerði hann og þannig upphófust bréfavið- skipti okkar. Hann skrifar dá- samleg bréf. Bæði vorum við einmana á okkar hátt og fannst fróun í bréfaskriftunum. og smám saman kynntumst við skapferli hvors annars og átt- um margt sameiginlegt. Hann vildi vita hverju fram yndi í Lundúnum, hann kallaði Lund- úni hjarta sameiningarinnar. Á sama hátt var ég áfjáð að fylgjast með öllu í Velaba. Það var sennilega lífsflótti af minni hálfu .. . bréf hans léttu mér tilveruna, ég bjó við ömurleg- ar kringumstæður. Framhald i næsta blaði. Kvikmyndir Framh aí bls. 27. Fyrst vann hann í heimalandi sínu en um 1940 flutti hann til Bandaríkjanna þar sem hann hefur unnið síðan. Hann er tvímælalaust einn fremsti kvik- myndaleikst j óri vorra tíma. Myndir hans eru vel unnar og skemmtilega gerðar. Þær eru spennandi með afbrigðum og venjulega stendur í auglýsing- unum að taugaveikluðu fólki sé ráðið frá að sjá þær. Síðasta myndin sem hann hefur gert heitir Marnie. Hann hefur unn- ið alls að um 60 kvikmyndum en auk þess gert nokkrar sjón- varpskvikmyndir. Það mun óþarfi að rekja efni þessarar myndar, svo mjög sem um hana hefur verið rætt. Auk þess hefur sagan sem þessi mynd er byggð á komið í Vik- unni og mun því mörgum kunn. Sagan er eftir frönsku skáldkonuna Dauphne du Maur ier. Hitchcock hefur áður unnið kvikmynd eftir sögu þeirrar skáldkonu því 1940 gerði hann mynd eftir sögu hennar Rebekku. Sú bók hefur komið út í íslenzkri þýðingu. Aðalhlutverkin í þessari mynd eru leikin af „Tippi“ Hedern, Rod Taylor, Jessica Tandy og Suzanne Pelshette. Nathalie „Tippi“ Hedern hefur ekki leikið í kvikmynd- um áður en Hitchcock er nokk- uð fyrir það gefinn að skapa stjörnur úr óþekktu fólki. Hedern hefur hlotið ágæta dóma fyrir leik sinn í myndinni og Hitchcock lét hana leika í næstu mynd sinni Marnie þar sem hún leikur á móti Sean Connery en hann leikur sem kunnugt er James Bond. Rod Taylor kom fyrir um tíu árum síðan til Hollywood frá Ástra- líu þar sem hann var þekktur leikari. Hann hefur verið held- ur vaxandi leikari þar vestra og er nú kominn í raðir vin- sælustu leikara þar í borg. Jessica Tandy hefur ekki leik- ið í mörgum kvikmyndum til þessa en hún hefur verið þekkt sviðsleikkona og hefur meðal annars leikið í nokkrum leikritum Tennesee Williams. Kvikmyndahandritið að þess- ari mynd er skrifað af Evan Hunter. Hann er mikilvirkur rithöfundur og hefur skrifað nokkrar skáldsögur sem hafa verið kvikmyndaðar, eins og t. d. Strangers When We Meet sem sýnd var í Stjörnubíó fyrir um ári síðan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.