Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1964, Blaðsíða 11

Fálkinn - 19.10.1964, Blaðsíða 11
einhverjum ástæðum kom þetta óþægilega við mig. Fram að þessu hafði ég ekki fundið til neins ótta þetta fór bara allt óþægilega í taugarnar á mér, en nú varð ég allt í einu hrædd. Hann gat þó ekki gert mér nokkurt mein! í síðasta lagi á morgun hlaut þjónustufólkið að koma aftur og þar að auki hafði Hugh lofað, að hann skyldi ekki láta Charles loka mig inni á geðveikraspítala. Og ég treysti Hugh. Ef Charl- es leyfði honum ekki að tala við mig, þegar hann hringdi, þá myndi hann aldrei láta sér það nægja. Hann hlyti að koma sjálfur, og hann myndi ekki láta sig, fyrr en hann fengi að sjá mig og tala við mig. Ég brosti veiklulega með sjálfri mér við tilhugsunina, en varð ótrúlega kjarklaus aftur, þegar ég sá viprurnar í andliti Charles. — Vinur þinn læknirinn er óþolinmóður, sagði hann. Þetta er í þriðja skipti, sem hann hringir. Ég trúði því ekki að það væri Hugh, þar sem ég vissi, að hann var upptekinn fram eftir degi við sjúklinga sína. Ég sagði ekkert. Að lokum myndi Hugh þó hringja. Ég stóð þeigjandi og horfði á, á meðan Charles gekk sína leið og læsti dyrunum á eftir sér. Það borgaði sig þó sannarlega ekki að spyi'ja hann, hvað hann hefði í huga. Dagurinn leið hægt. Ég reykti sígaretturnar, er Charles hafði gefið mér, snerti ekki á whiskyinu. Ég gat ekki reiknað út, havaða ástæðu hann hefði fyrir því að gefa mér það, en ég þorði ekki að fá mér einn einasta sopa, enda þótt freist- ingin væri mikil. Það hefði ef til vill hresst mig, en ég þorði ekki að hætta á að verða drukkin. Þá yrði ég kannski ekki nægilega vakandi og á verði gegn Charles, ef hann reyndi að gera eitthvað. En hvað gæti hann gert mér? Það fór að dimma og með myrkrinu kom hræðslan. Ég flýtti mér að kveikja ljósið og fullvissaði sjálfa mig um að ég hefði ekki allra minnstu ástæðu til þess að vera hrædd. Þegar síminn hringdi í fjórða skiptið, stökk ég á fætur í skelfingu. Það er eitthvað óhugnanlega ógnvekjandi við að heyra sím- ann hringja stanzlaust í mann- lausu húsi án þess nokkur svari honum. Ég hafði aldrei hugsað um þetta áður, en nú fannst mér eins og einhver væri að hrópa á hjálp, en enginn svar- aði. Ég titraði af hræðslu, án þess þó að vita með vissu hvers vegna. Það gat sannarlega ekk- ert komið fyrir mig! Húsið var langt frá öðrum húsum, ég hafði aldrei hugsað út í það áður hve langt var á milli okk- okkar og næstu húsa, og við áttum enga nágranna, ekki fyrr en komið var inn í þorpið — eða þá á litla sveitabænum í hinni áttinni, en hann var enn þá lengra í burtu en þorpið. Um þess konar hluti hugsaði maður aldrei, þegar húsið var fullt af þjónustufólki. Það var dauðaþögn í húsinu. Charles hlaut samt að vera ein- hvers staðar, en hvað var hann að gera? Það heyrðist hvergi hljóð, ekki svo mikið sem brak í gólffjölum. Ég hrökk illilega við,. þegar lyklinum var snúið í skráar- gatinu. Dyrnar opnuðust og Charles kom inn. Taugar mín- ar voru spenntar og í þann veginn að láta undan. Ég sat eins og lömuð í rúminu og starði á hann. Hann rétti hönd- ina í áttina til mín. Taktu þær þessar, sagði hann. Það lágu sex pillur í lófan- um. Ég skyldi strax — svefn- pillurnar mínar. Ég var aldrei vön að taka meira en eina á kvöldi, og þá svaf ég djúpum svefni í minnsta kosti átta tíma. Tæki ég sex pillur í einu ... — Nei, ég tek þær ekki, sagði ég. Þetta hljómaði eins og barnaleg þrjózka. Charles horfði á mig eitt augnablik. Svo sagði hann með tilbreyt- ingarlausri röddu: — Auðvitað gerir þú það. Þetta er alls ekki hættulegt. Ég vildi bara vera viss um, að þér liði vel. — Nei! sagði ég. Hann þagði nokkra stund. Svo sagði hann: — Vertu ekki með neitt múður. Þú veizt, að ég get neytt þig til þess að taka pill- urnar. Það er þér fyrir beztu að taka þær mótþróalaust. En ég get þvingað þig . .. Ég vissi fullvel, að þetta var ekki aðeins hótun. Hann myndi ekki hugsa sig um tvisvar í sambandi við það að þvinga mig til þess að taka pillurnar. Það komu krampadrættir í andlit hans. Ég gleypti pillurnar eina og eina í einu. Ég hafði ekki um neitt annað að velja. Örvænt- ingarfull reyndi ég að telja sjálfri mér trú um, að Charles hefði á réttu að standa, sex pillur gætu ekki gert mér neitt myndu ekki drepa mig ... Einmitt þá hringdi síminn. Og það var eins og hringing- in vekti mig — eins og hún kallaði mig aftur til sjálfrar mín og leysti mig úr fjötrun- um, sem héldu mér þarna sem ég sat. Ég var ekki fullkom- lega á valdi Charles. Dyrnar á svefnherberginu voru ekki læstar þessa stundina og niðri í anddyrinu hringdi síminn. Ef ég hefði ekki verið utan við mig af skelfingu, hefði ég gefið mér tíma til þess að hugsa og reynt að ginna Charles eitt- hvað frá mér svo mér gæfist tími til að komast frá honum, og ég fengi forskot til þess að ná niður í anddyrið, áður en síminn hætti að hringja. En ég gaf mér ekki tíma til þess að hugsa, þaut bara á fætur og smaug fram hjá honum, um leið og hann rétti út höndina, og æddi fram að dyrunum. Ég heyrði Charles bölva og ég heyrði hratt fótatak hans á eftir mér. f stiganum var hann kominn þétt á hæla mér. Ég myndi aldrei komast langt en ef ég bara næði í símann ... Hann var enn ekki hættur að hringja. Mér tókst að ná í tólið, en ég var svo móð, að ég gat ekki stunið upp nokkru orði, og ég hafði ekki komið upp einu einasta hljóði, þegar Charles greip um axlir mínar og kippti mér til baka. Hann bölvaði enn, þegar hann bar mig upp á loft aftur. Ég barðist á móti, og ég hróp- aði: — Slepptu mér ... Slepptu mér ... En það hafði enga þýð- ingu. Ég vissi, að það hafði verið Hugh, sem hringdi, ég fann það á mér og var jafn viss um það og hefði ég heyrt rödd hans, og mér hafði ekki tekizt að tala við hann . .. Hnén skulfu undir mér, þegar Charles sleppti mér inni í svefnherberginu. — Farðu að hátta, sagði hann. í þetta skipti lokaði hann dyrunum kirfilega á eftir sér. Ég hlýddi honum ósjálfrátt. Það var ekki um neitt annað að gera. Ég tók náttkjólinn og morgunsloppinn og fór inn í baðherbergið. Hægt klæddi ég mig úr. Tárin komu fram í augu mín, þegar mér var hugs- að til þess, að Hugh hefði hringt, og ég hafði ekki náð tali af honum. En ég var eigin- lega ekki hrædd lengur. Ég var orðin alveg tilfinningalaus, og fann ekki til neins nema löngunarinnar til þess að sofna. Charles var enn í herberg- inu, þegar ég skreið upp í rúrnið, svo mikið sá ég og skildi enn þá, en það leið löng stund þar til mér varð ljóst hvað hann var að gera. Mér fannst hann vera að berja með ein- hverju — höggin fylltu her- bergið, þau voru jöfn og há- vær — en svo vaknaði ég og mér skildist, að höggin voru mín eigin hjartaslög. Það var hjartað í brjósti mér, sem barð- istum af svona miklum ákafa. Smátt og smátt heyrði ég líka annað hljóð. Það var ein- hver, sem stundi rétt við rúm- ið mitt... Ég gerði allt, sem ég gat til þess að hrista af mér þreytuna, sem lamaði mig, og eftir mikla baráttu hafði ég fengið svo mikla meðvitund, að ég gerði mér grein fyrir því, að það var ég sjálf, sem stundi. Allt í einu sá ég Charles skýrt og greinilega. Hann var með sígarettu í munninum og var að kveikja á eldspýtu og kveikti síðan í sígarettunni. Ég sá glóðina greinilega. Augna- bliki síðar fann ég hann taka í höndina á mér og reyna að fá mig til þess að halda á síga- rettunni milli fingranna. Ég vildi það ekki, en ég hafði ekki mátt til þess að berjast á móti. Allt í einu fann ég sterka whisky-lykt. Það sem ég vissi næst, var að blái himininn yfir rúminu mínu fór að síga niður að mér. Hann færðist nær og nær — brátt myndi hann leggjast alveg yfir mig, eins og ég hafði alltaf verið svo hrædd um að hann myndi gera einn góðan veðurdag, og ég reyndi að lyfta höndunum til þess að varna því. Þá fann ég skerandi sárs- Framhald á bls. 26. Ég var alein í húsinu með Charles, læst inni í mínu eigin herbergi. Hvað eítir annað heyrði ég simann hringja, hátt og gjallandi og óhugnanlega í auðu húsinu. Hvers vegna svaraði Charles ekki? Og af hverju kom Hugh ekki? FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.