Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1964, Blaðsíða 21

Fálkinn - 19.10.1964, Blaðsíða 21
að ske. Ég er af þeirri kynslóð, sem fyrst lifði í óeinangruðu íslandi. Við höfðum alltaf verið afskekktir, en nú vorum við allt í einu orðnir miðdepill í stríði, og í landinu var erlend- ur her, sem var jafn fjölmenn- ur og þjóðin. Það eru margir, sem óttast sjónvarpið og halda, að það verði okkur að bana sem sjálfstæðri þjóð. Ef við erum ekki það sterk, að við lifum sjónvarpið, þá hefði eitt- hvað annað komið til, sem hefði orðið okkur að fjörtjóni. Við vorum „bólusett“ í stríðinu, ef svo mætti segja. Ég er ekki eins hræddur við sjónvarpið, og margir aðrir. Ég sé ekki betur en mín kynslóð skrifi og tali íslenzku ekki verr en þær, sem gengu á undan. Ég veit að við munum ekki farast. Ég er bjartsýnn, og ég trúi því, að sú kynslóð, sem nú er vaxin úr grasi, verði okkur fremri á margan hátt. Og svo var stríðið búið einn daginn og maður farinn að ganga í menntaskóla. Á sumrin vann ég ýmsa vinnu. Ég var í sveit hjá Jönasi í Stardal, Framh. á bls. 25. Hér ræðir Matthías við þá sem sjá um Lesbókina þá Sigurð A. Magnússon og Harald J. Hatnar. Og nú er Matthías kominn heim af blaðinu, en líklega þarf hann þó að skreppa þangað seinna um kvöldið. Hamt Ies í. Þjóðviljanum á meðan hann borðar og sonurinn Haraid- ur les í einni af skólabókunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.