Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1964, Blaðsíða 17

Fálkinn - 19.10.1964, Blaðsíða 17
Falcon-bíl, sem stendur í innkeyrslunni að bílskúrnum. Bíllinn ber númerið R-35. Við stígum út úr bílnum og gefum okkur fram. — Nú, þið eruð bara mættir, segir hann og það vottar kannski fyrir brosi í andlitinu. Ég ætla ekki beinlinis að segja, að ég hafi óskað. að eitthvað kæmi fyrir ykkur, en eitt- hvað var það í áttina. Eins og ég sagði ykkur í gær, þá er mér ekki vel við þetta. Við segjum að hjá þessu verði ekki komizt, ritstjórinn okkar hafi sagt okkur að gera þetta og hann hljóti að skilja, að það, sem ritstjórar segja, séu óskráð lög. Hann kímir við þessu og segir, að við skulum fylgja sér eftir. Svo kveðjast þeir feðgarnir og sá eldri ekur af stað. Hann ekur ýmsar krókaleiðir út á Suður- götu, því um þessar mundir eru margar götur þarna í Högunum lokað- ar vegna gatnafram- kvæmda. Síðan ekur hann niður Suðurgötuna niður í Aðalstræti og leggur bílnum á bak við Morgunblaðshúsið. Og þá er sjálfsagt kom- inn tími til að kynna þann, sem er eltur. Það er Matthías Johannessen, einn af þrem ritstjórum Morgunblaðsins. Við verðum honum samferða upp á aðra hæð, þar sem ritstjórnarskrif- stofurnar eru. Þegar við göngum framhjá aðsetri símastúlkunnar á leiðinni Klukkan er um tíu, Matthías er að leggja af stað niður á blað og kveður hér eldri son sinn Harald. Flesta morgna liittast ritstjórar blaðsins, ræðai blaðið sem kom út þann dag og leggja drög að því sem koma á út daginn eftir. Talið frá vinstri: Sigurður Bjarnason, Matthías Johannes* sen og Eyjólfur Konráð Jónsson. FALKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.