Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1964, Blaðsíða 14

Fálkinn - 19.10.1964, Blaðsíða 14
á skemmtunum. Margir mundu ef til vill halda, að erfitt væri að halda þessa reglu, en reynslan hefur verið sú, að þetta hefur gengið mjög vel. Það er brottrekstrarsök úr klúbbnum, sé þessi regla brotin. Og hvernig ferðast nú svona klúbb- ur? Venjulega er lagt af stað eftir há- degi á laugardag. Farið er frá Fríkirkju- vegi 11., en þar eru seldir farmiðar í húsnæði, sem Æskulýðsráð hefur til sinna afnota. Og svo er ekið úr bænum, misjafnlega langt hverju sinni, sex til sjö tíma akstur. Þegar komið er í tjaldstað er slegið upp tjöldum og matazt og komið sér fyrir. Síðan er efnt til kvöldvöku. Ef margir eru með, er slegið upp stóru tjaldi, sem rúmar fimmtíu manns. Það er sungið, farið 1 leiki og dansað. Og eftir ánægjulega kvöldstund er gengið til náða. Á sunnudag er farið í gönguferðir um nágrennið og leiki og um f jögurleytið er lagt af stað heimleiðis. Heim er svo venjulega komið klukkan níu til ellefu á sunnudagskvöld. Síðan er efnt til myndakvölda. í flestum ferðum klúbbsins eru teknar kvikmyndir, sem sýndar eru á þessum myndakvöldum. Og þá eru það ljós- myndirnar, því þeir eru margir sem hafa með sér myndavélar. Og þegar allt þetta myndaflóð hefur verið skoð- að, þá rabba menn saman um ferðina, rifja upp skemmtileg atvik sem komið hafa fyrir, því margt spaugilegt skeður í svona ferðum, og síðan er farið að ræða um næsta ferðalag. Margir munu ef til vill halda, að svona ferðir eina helgi væru full mikill þeytingur, og að menn mundu koma þreyttir og uppgefnir í bæinn aftur. Svo er þó ekki. Að vísu eru menn oft þreyttir, en það er holl þreyta sem Frá einu skemmtikvöldinu. Hér er tvistað af miklu kappi. Því miður kunnum við ekki nöfn á þessu fólki. Fra einu skemmtikvöldanna. Þessi mynd er tekin í turni Skálholtskirkju.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.