Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1964, Blaðsíða 22

Fálkinn - 19.10.1964, Blaðsíða 22
SMASAGA EFTIR KOLBEIIM FRÁ STRÖIMD Einkennileg saga um ungan mann, sem kemst undir áhrifavald látinnar kenu Ég minnist þess nú, er ég hugsa til baka, að ég var gripinn einhverri undarlegri kennd, þegar ég kom inn í herbergið. Hún hvarf samt fljótt, og atvikið gleymdist í bráð. Ég gerði mér þá enga grein fyrir orsökinni, og hún er mér raunar jafn- ókunn nú. Og þó hef ég einmitt þá orðið háður einhverjum óskiijanlegum dular- mætti, sem vísast er, að ég losni aldrei við. Ég var ókunnur I bænum, nýkominn utan af landi, og það var allt of dýrt að búa á gistihúsi. Ég fór því fljótlega að leita að húsnæðisauglýsingum í blöðunum. Það var fyrsta auglýsingin, sem ég ias, sem beindi mér á þennan stað. Þetta var lítið hús við Vesturgötu og fremur fátæklegt útlits. Ég drap á dyr, því engin var bjallan. Eftir stundarbið heyrðist lágt fótatak og svo ískraði í lykli, sem snúið var í gamalli og stirðri skrá. Hurðin opnaðist í hálfa gátt, og lítil grá- hærð kona stóð þar í gættinni. Hún var nokkuð við aldur og varfærnisleg á svip. Þegar ég bauð henni góðan daginn, skotr- aði hún augunum tortryggnislega til mín og tók mjög lágt undir. Hún hleypti mér þó inn í húsið, en með hálfgerðum dræm- ingi að mér fannst, og svo lokaði hún dyr- unum vandlega og hljóðlega á eftir sér. Herbergið var á loftinu og að nokkru leyti undir súð. Hún reyndi ekkert til að ota því fram, og hún spurði einskis, en ég

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.