Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1964, Blaðsíða 28

Fálkinn - 19.10.1964, Blaðsíða 28
Félagsprentsmiðjan hf. SPÍTALASTÍG 10 (við Óðinstorg) SÍMI 11640. Prentnn Á BÓKUM — BLÖÐUM TÍMARITUM ALLS KONAR EYÐUBLAÐAPRENTUN. Strikun á verzlunarbókum og lausblöðum. Vandað efni ávallt fyrirliggjandi. Giign§iiiuplar afgreiddir með litlum fyrirvara. Leitið fyrst til okkar. Félagsprentsmiðjan h.f. Spítalastíg 10 — Sími 11640. Hafið þér flösu ? Bezta og öruggasta ráðið til varnar og eySmgar á þessum leiða kvilla er „DANDRICIDE" flösueyðingar-skolið. Reynið glas í dag og þér munuð undrast árangurinn. HeildsölubirgSir í 8NYRTIVÖRIJR HF. Laugavegi 20 — Box 834 — Sími 19402 Ei heldur máninn . . . Framhald af bls. 9. garður hans er hérna. Rusty bendi á kortið á stað milli Láger II og staðar sem bar nafnið Sweet Spruit. Við för- um þangað í dag að rannsaka söguna um Amos nánar. Ég get að minnsta kosti glatt þig með að Amos líður ... Nelmapius skaut inn í: — Job hefur skýrt frá því að March eigi sér vin innan liðs höfðingjans. Hann hlýtur að hafa verið á næstu grösum, þegar árásin var gerð. Hann er sjálfsagt á leiðinni að varð- stöðinni þeirra. — Við ökum þangað líka, svaraði Rusty. — Það er ýmis- legt, sem ég þarf að spyrja vin okkar March um. En hvað hann er áhyggju- fullur, hugsaði Alice þegar hún virti hann fyrir sér. Drengja- legt yfirbragð hverfur eins og dögg fyrir sólu. Á meðan Rusty talaði við gamla hjarðmanninn, sem var fylgdarsveinn Nelmapiusar og hafði fundið hinn særða Amos, leiddi ungi maðurinn Alice af- síðis og inn í skinnageymsluna. Hún spurði hann um fílana. — Þeir eru lengra fyrir norðan, sagði hann, þegar þau höfðu skoðað varninginn og gengu aftur út í sólskinið. Þér sjáið þá í Láger III. Hana langaði til að tala um Andrew við Jan Nelmapius. Hún reyndi að beina talinu í rétta átt. — Farið þið oft til Láger III? spurði hún. — Hvenær sem mér gefst tækifæri til þess. Hún sá roðann hlaupa fram í kinnar honum og furðaði sig á hvað — eða hver — væri ástæðan til að hann roðnaði við tilhugsunina eina. — Er Láger III svona skemmtilegt? — Já, í mínum augum, sagði hann og hló. Hún... hún heitir Dorothea Hurley og er falleg- asta stúlka sem ég hef nokkru sinni séð, bætti hann brosandi við. — Ó, dóttir trúboðans. And- rew hefur nefnt hana í bréfum sínum... Hún þagnaði í skyndi, áður en hún talaði af sér. — Já, einmitt, svo að Thea er stúlkan yðar? Hann varð dapurlegur. — Ég vildi óska hún væri það, ungfrú Lang, sagði hann. En stundum held ég það sé einhver annar. Og meðan ég man — þegar þér hittið Theu viljið þér skila til hennar frá mér að ég tók frá hvolp handa henni. Þann allra fallegasta. Og næst þegar ég fer þangað norður skal ég hafa hann með mér. — Ég skal skila því lofaði Alice. Hún furðaði sig á að hin fagra trúboðadóttir skyldi ekkl kæra sig um þennan unga og glæsilega og auðmjúka aðdá- anda sinn. Klukkan var ekki orðin níu þegar þau lögðu af stað frá Sweet Sue Rusty og Alice höfðu skrúfað niður framrúð- urnar, en Nimrod sem sat í aftursætinu horfði út og Smokey sat hjá honum og horfði undirgefinn á húsbónda sinn. Rusty ók óvenjulega hægt. — Þetta er þægilegur hraði, sagði Alice. — Við megum ekki fara yfir hámarkshraðann þegar ekið er um byggð héruð, var svarið sem hún fékk. Framhald á bls. 33. NÝJUNG frá OLTRfí+LfíSH Mascara gerir augnhárin eins iöng og silki- mjúk og frekast veröur á kosið. ULTRA-LASH gæð- ir augnhárin mjúkri lengd án þess að þau verði óþjálli. Hinn frábæri Taper-bursti lengir þau og gerir silkimjúk um leið og hann litar hvert- hár á hlið og bak. ULTRA- LASH storknar ekki, smitar, rákar, óhreinkar eða flagnar. Hann er voð- felldur, vatnsfastur og lyktarlaus ... eng- ar áhyggjur af gljáa, lausum eða hlykkjuð- um hárum. Þvæst af á svipstundu með Maybelline Mascara uppleysara. í þrem hríf- andi litbrigðum: Flauelssvörtum, eirbrúnu og myrkbláu. IVIaybelline alltaf hið vandaðasta og bezta til augnfegrunar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.