Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1966, Qupperneq 13

Fálkinn - 09.05.1966, Qupperneq 13
LÍF OG HEILSA ■:í ■■ .V.V.V'.V.*. • • v.v.v.v. .v , ■ Hvert er förlnni heitið? Faxarnir rata England, Skotland, Danmörk, Noregur, Færeyjar... Flugfélagið sér yður fyrir jíari á ísiandi og um víða verö I d FLUGFELAG ISLANDS ICELANDAIR SKÓLASKOÐUN Á 7 ÁRA BÖRNUM Eftir Ófeig I. Ófeigsson Iœkni NOKKUÐ mörg börn fæð- ast með svonefnda fæð- ingarbletti eða þeir koma í Ijós rétt eftir fæðinguna. Þeir eru mjög mismunandi að stærð, gerð og útliti. Flestir eru flatir, en aðrir þykkir, geta þá staðið Iangt út fyrir yfirborð húðarinnar, sumir eins og smá ber, aðrir eins og stórir keppir, sem geta afskræmt útlit barnsins Þeir síðastnefndu eru venju- lega æðaæxli (hæmangio- mata) með mjög mörgnm útvíkkuðum æðum, líkust svampi. Þau stækka oft fyrsta árið, en fara svo að minnka af sjálfum sér og hverfa oft að fullu á 2.—5. aldursári án þess að nokkuð sé gert. Ef reynt er að lækna þessi æða- æxli fyrir 5 ára aldur getur farið svo að útlit barnsins verði verra en annars hefði orðið. Foreldrar ættu því að hafa biðlund þessi ár, en láta Iækni fylgjast með barninu. BEINKRÖM er barnasjúk- dómur, sem getur byrjað fljótlega eftir fæðingu og ágerst á næstu árum ef ekk- ert er að gert. Mjög auðvelt er að þekkja fyrstu einkenni beinkramar, en þau eru slöt- ur eða dældir framanvert og neðantil á brjóstkassanum rétt fyrir ofan rifjabörðin og liggja eins og þau. Þessar dældir (ein hvorum megin) niyndast við það að þindin, sem er sterkur, flatur vöðvi dregur kröm (kalklítil) beinin innávið nákvæmlega þar sem hún er fest á rif jaliylkið. Þind- in er einnig fest við hrygg- inn og rifin aftanverð, en þessi bein eru niiklu sterk- ari en rifin framanverð og láta þvi siður imdan átaki hennar. Brjóstkassinn dregst því inn og aftur að neðan- verðu, verður flatur og þunn- ur. Við þetta þrýstist kviður- inn fram á við. Barnið verð- ur þyí framsett og söðui- baka eftir þvi sem sjúkdóm- urinn ágerist. Ennþá síðar í sjúkdóminum koma geiflur á brjóskteinungana meðfram bringubeininu og barniö verð- ur hjólbeinött. Það er þvi skylda hvers foreldris að leita læknis MIKLU FYRR en ÖU þessi einkenni eru komin fram og láta barnið ganga sem minnst á meðan hætta er á að Ieggbeinin þoli ekki þunga þess. Yfirleitt ætti fólk aldrei að ýta undir að smá- börn fari snemma að standa og ganga. Það getur stuðl- að að aflögun ganglimanna. Þrátt fyrir að talið er að bein- kröm orsakist af skorti á D- fjörvi, fosfór og kalld eru áreiðanlega fleiri atriði að verki eins og skortur á öðr- um fjörefnum og heppilegu og góðu fæði. Það er ekki nóg að gefa barninu mikið að borða og fita það heldur þarf að gefa því liolla fæðu fyrir þroska þess. Með því móti má oftast stöðva sjúk- dóminn. Erfitt er að bæta úr þeirri aflögun, sem einu sinni er komin á beinagrindina. Þó má laga þetta með löngum tíma og mikilli þolinmæði. Börnunum er kennt að ganga og sitja bein, setja axlirnar eins langt aftur á við og þær komast. Við það víkkar brjóst- kassinn fram á við. Láta handleggina vera niður með siðum og mjöðmum og vingsa þeim fram og aftur, en hafa hendur ekki í vösmn eða framan á maga. Hvort tveggja er ljótt og gerir allar hreyfingar kurfalegar og gönguiag stirt og lura- legt. Sérstaklega er þetta áberandi í efri bekkjum barnaskóla og í gagnfræða- skólum. Þess vegna ber lítið á unglingum, sem liafa létt og frjálsmannlegt gönguiag og hreyfingar. (Eftirprentun bönnuð) Næsta grein: Skólaskoðun á 7 ára börmun. Fjórði hluti. FALKINN 13

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.