Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1966, Síða 14

Fálkinn - 09.05.1966, Síða 14
/ . iÉiÍp|É||Í|||P liit m pS5$ :S®IÍ«ÍSSl ÉÉMmMi .' -'i : •• •■ - ■■ ■ ■ BKENXIMKRKV Um þessa konu var hægt að segja afdráttarlaust, að hún væri falleg, vel hirt og sennilega vel sett efnahagslega. Hún hafði mjög fallegt rauðbrúnt hár, og augnabrýrnar voru fagurlega dregnar. Varirnar voru eilítið opnar. Stenfeldt reyndi að ímynda sér, hvernig hún liti út, þegar hún brosti. Ef til vill brosti hún aldrei. Ef til vill hafði Hoff- mann rétt fyrir sér, þegar hann lýsti henni sem stórkostlegu dæmi um imyndunarveiki. Hvernig sem það væri, þá var hún fögur... Hann varð þess skyndilega var, að hann hafði farið dálítið út fyrir þann ramma, sem hann venjulega hafði um matsgerð sína á sjúklingunum. Sömuleiðis tók hann eftir, að systir Maj stóð og horfði á þann. — Þér getið farið, systir, sagði hann. Systir Maj hrukkaði ennið ofurlítið og fór. Hún lokaði dyr- unum ekki alveg hljóðlaust. Stenfeldt dró fram stól og settist, en í því opnaði sjúkling- urinn augun ofurhægt. 1 nokkr- ar sekúndur lá hún og horfði upp í loftið, svo dró hún djúpt andann og fyllti lungun af lofti. — Hvernig er líðanin? spurði hann. Betri? Grete Rosenberg festi augna- ráðið á loftljósinu, meðan hún reyndi að reka síðustu gráu þokuslæðurnar frá augunum. Loftljósið var slétt, hvít kúla, og henni var léttir að því, að hún skyldi ekki líkjast andliti. Hún lá á harðbólstruðum skinn- bekk. Undir höfði hennar skrjáf- aði í kreppappír. Hún leit niður eftir líkama sinum. Neðan við lægðina í brjóstahaldaranum sá hún gráa pilsið sitt, fótleggina, skóna. Hún tengdi myndirnar saman í huganum. Sjúkrahúsið, doktor Hoffmann, andlit. Hvað hafði gerzt eftir það? Það hlaut að hafa liðið yfir hana. — Hvernig líður yður? Betur? 2 14 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.