Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1966, Side 17

Fálkinn - 09.05.1966, Side 17
Eg aðiaga mig ekki konu- hún verður að aðlaga sig mér — segir Rex Harrison hinn frægi leikari og kvennagull REX HARRISON er fæddur í Liverpool eins og Bítl- arnir og fleiri góðir menn, en hann hefur verið á sífelldum ferðalögum mikinn hluta æv- innar og má teljast sannur heimsborgari án nokkurs -þjóð- ernisstimpils Þó hefði kannski enginn nema Englendingur get- að leikið prófessor Henry Higg- ins af annarri eins snilld og Rex gerði fyrst á sviði og síðan í kvikmynd. Þeir eru á ýmsan hátt svip- aðir, þeir tveir. En tvennt er ólíkt með þeim. Henry Higgins stóð hjartanlega á sama hvaða álit fólk hafði á honum, en Rex Harrison hefur áhyggjur af því undir niðri, þótt hann beri sig mannalega á yfirborð- inu. Og prófessor Higgins var kvenhatari. Rex kann hins veg- ar vel að meta kvenlegan yndis- þokka. Hann er fimmtíu og sjö ára gamall og segir sjálfur, að hann sé eirðarlaus og taugaveiklaður. Hann er ein af hæstborguðu stjörnunum í Hollywood, fær kringum þrjátíu milljónir króna fyrir hverja mynd sem hann leikur í. Og hann þekkir vandamál frægðarinnar af eigin reynd. Þegar hann er ekki að vinna býr hann í Portofino, smáborg á ítölsku Rivierunni, þar sem hann á tuttugu herbergja hús uppi á hæð skammt frá sjón- um. Þar reynir hann að slappa af og sprangar um berfættur í sólinni með eiginkonu sinni, Rachel Roberts, ungri leikkonu frá Wales. Rex er fjórgiftur og á tvo syni með fyrstu tveim konum sínum, Collette Thomas og Lilli Palmer. Þriðju konu sína, Kay Kendall, missti hann eftir stutt en ástríkt hjónaband þegar hún lézt úr hvítblæði. Rachel og Rex eru hrifin hvort af öðru en rífast oft og dettur ekki í hug að reyna að hafa stjórn á skapsmunum sín- um. Sambúð þeirra er storma- söm eins og sambúð Henry Higgins og Elizu Doolittle hefði trúlega orðið eftir brúðkaupið. En á milli leika þau sér eins og kátir krakkar, ramba um með hundinn Hómer og tala, tala og tala. „Ég gæti ekki verið kvæntur nema leikkonu,“ segir Rex. „Ég hefði ekkert gaman af að tala við manneskju sem ekki skildi starf mitt.“ HANN er hrokafullur og sér- góður, en hefur ríka per- sónutöfra þegar hann kærir sig um að nota þá. Hann þolir ekki aðdáendur sem láta hann aldrei í friði og hreint og beint urrar á þá, sem biðja um rit- handarsýnishorn í tíma og ó- tíma. „Fólk er alltaf að segja mér hvað ég eigi gott að vera frægur. En það ætti að vera í mínum sporum stundum!“ Hann lék fyrst á sviði árið 1924, fimm árum síðar í fyrstu kvikmynd sinni, og eftir stríð byrjaði hann að leika í Holly- wood. „Þá var ég þeirrar skoð- unar, að einkalíf leikara kæmi almenningi ekkert við,“ segir hann. „Mér fannst blöðin ekki eiga að skrifa annað um þá en hvort þeir hefðu staðið sig vel eða illa í sinni síðustu mynd eða leikriti. Ég var allt annað en viðmótsþýður gagnvart fréttamönnum. En nú er ég farinn að sjá þetta í öðru ljósi. Og þær hlýju undirtektir sem ég fékk í Hollywood kvöldið sem mér voru veitt Oscar-verð- launin fyrir Henry Higgins hrærðu mig djúpt.“ Hann er ekki mælskur, hugs- ar sig oft um milli setninga, er betri áheyrandi en talandi. En hann hefur ákveðnar skoðanir. -jgiG hef aldrei verið hrifinn af að láta aðra karlmenn stara með öfund á konu sem er í fylgd með mér. Ég vil, að konan sé blátt áfram í klæða- burði og hugsi ekki um að vekja afbrýðisemi kynsystra sinna, heldur aðeins að falla mér í geð. Ég þoli ekki hatta á kvenfólki. „Faðir minn,“ heldur hann áfram eftir dálitla stund, „var að eðlisfari kátur og glaðlynd- ur, en alveg kúskaður í hjóna- bandinu. Ég hljóp að heiman og sór þess dýran eið, að ég skyldi aldrei láta neina konu hafa mig að gólfmottu. Ég að- laga mig ekki konu, hún verð- ur að aðlaga sig mér. Það er Framh. á bls. 38. FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.