Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1966, Blaðsíða 32

Fálkinn - 09.05.1966, Blaðsíða 32
„Engan veginn! Hún ætti sjálí lóðina — eða það er að segja, hún og maður hennar. Jóhann Schirmer hafði farið á hausinn. Hún og maður hennar hefðu hjálpað honum að koma undir sig fótunum á ný, vegna Ilse. En fyrirtækið áttu þau, Schir- mer var aðeins verkstjóri.1' „Hver var erfingi hans? Lét hann eftir sig nokkra erfða- skrá?" „Ef hann hefði iátið eitthvað eftir sig annað en reikninga, hlyti sonurinn Franz líklega að vera erfingi að því." „Áttu þau fleiri börn?“ „Nei, til allrar hamingju!" „Til allrar hamingju?" „Það var nóg erfiði fyrir Ilse að sjá um, að eitt barn hefði í sig og á. Hún var ekki heilsu- hraust, og með eiginmann á borð við Schirmer hefði jafnvel sterk byggð kona lagt upp laupana." „Hvað var athugavert við Schirmer?" „Hann var letingi, hann var óheiðarlegur og hann drakk. Þegar Iise veslingurinn giftist honum, vissi hún ekkert um það. Hann kom sér alls staðar illa. Þegar við kynntumst honum, átti hann blómlegt fyrirtæki í Essen. Við héldum, að hann væri dugnaðarforkur. Það var ekki fyrr en faðir hans fór frá þeim, sem sannleikurinn kom í Ijós." „Sannleikurinn ? “ „Það var faðir hans, Friedrich, sem verzlunarvitið hafði. Hann var duglegur bókhaldari og hann hafði tilhlýðilegt taumhald á syninum. Jóhann var aðeins vél- virki, það var faðir hans, sem var höfuðið. Hann hafði vit á peningum." „Var það Friedrich, sem átti fyrirtækið?" „Það var sameign." „Hvers vegna fór það út um þúfur?" Frau Gresser hikaði ör- lítið. „Eins og ég sagði, hafði Jóhann ekkert vit á ...“ Frau Gresser þagnaði — hún roðnaði og feitlagið andiitið fékk á sig vandræðasvip. Að lokum sagði hún fáein orð. „Hún óskar ekki að ræða það nánar," sagði ungfrú Kolin. „Jæja ... Spyrjið hana, hvort hún viti hvað varð af Franz Schirmer?" Hann sá, hvernig henni létti, þegar henni varð ljóst, að hann myndi ekki gerast nærgöngull um ástæðuna fyrir burtför Fried- rich Schirmers. Þetta vakti for- vitni hans. „Það var tilkynnt, að Franz Schirmers væri saknað í Grikk- landi árið 1944. Bréfið frá yfir- völdunum til foreldra hans var sent áfram til Frau Gresser." „1 skýrslunni var sagt „sakn- að og talinn af“. Kom nokkurn tíma opinber staðfesting á dauða hans?" „Ekki opinber staðfesting." „Við hvað á hún?“ „Einn af yfirmönnum Franz skrifaði Frau Schirmer til þess að segja henni, hvað orðið hefði um son hennar. Þegar hún hafði lesið það, efaðist hún ekki leng- ur, um að Franz væri dáinn.“ „Á hún bréfið ennþá? Getum við fengið að sjá það?“ Frau Gresser hugsaði sig um andar- tak. Loks kinkaði hún kolli, gekk að straumlínulagaðri kommóðu og tók upp úr henni blikkdós. Hún var full af pappír- um, og eftir nokkra leit fanii hún bréf liðsforingjans ásamt hinni upprunalegu tilkynningu frá hernum. Hún rétti ungfrú Kolin bæði bréfin með stuttri athugasemd. „Frau Gresser viil vekja at- hygli á því, að Franz Schirmer hafi sennilega ekki tilkynnt hernum um dauða foreldra sinna. Það var póstþjónustan, sem sendi bréfin áleiðis." „Gott og vel. Hvað stendur í þeim?" „Þetta er frá Hermann Leub- ner liðsforingja við 94. setuliðs- herdeild, dagsett 1. desember 1944." „Hvaða dagsetning er á til- kynningunni um, að Franz sé saknað?" „31. október." „Ágætt." Liðsforinginn skrifar: Kæra frú Schirmer. Þér hafið án efa fengið til- kynningu frá yfirvöldunum um, að sonar yðar, Franz, sé saknað. Ég vil, sem yfirmaður hans, gera yður kunnugt, hvernig þessi dapurlegi atburður átti sér stað. Það var 24. dag októbermánaðar. Herdeildin var á vesturleið í átt til grisku landamæranna hjá Florina. Schirmer liðþjálfi, sem var reyndur hermaður og skyldu- rækinn maður, var sendur af stað með þrjá flutningabíla og tíu manna lið áleiðis til benzín- stöðvar nokkra kílómetra frá þjóðveginum nálægt Vodena. Hann hafði fyrirmæli um að hlaða eins miklu benzíni á vagnana og þeir gætu borið, eyðileggja afganginn og taka vörzluliðið með sér til baka ásamt sínum eigin mönnum. Til allrar óhamingju var flokkn- um gerð fyrirsát — þar voru að verki grískir skæruliðar, sem stöðugt reyndu að hindra aðgerðir okkar. Sonur yðar var í fremsta bílnum, sem ók á eina af jarðsprengjum skæruliðanna. Þriðji bíllinn gat numið staðar nógu snemma til þess að forð- ast verstu vélbyssuskothríðina frá óvinunum og tveimur mann- anna í honum tókst að komast undan til herdeildarinnar aftur. Ég fór óðara með flokk manna á staðinn. Sonur yðar var ekki á meðal hinna látnu, sem við fundum og grófum. Það er hugs- anlegt, að hann hafi misst með- vitund við sprenginguna og ver- ið tekinn til fanga. Við vitum það ekki. En ég væri að bregð- ast skyldu minni, ef ég glæddi hjr. yður vonir.a um, að hann

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.