Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1966, Page 44

Fálkinn - 09.05.1966, Page 44
© BrerMiitnerkt Framh. af bls. 42. þurfti ekki annað en loka aug- unum til þess að sjá fyrir sér ör svipbrigðin r andliti hans, þegar hann talaði. Hún velti því fyrir sér, hvort drengjaleg fi'am- koma hans væri uppgerð. Var hún aðeins gríma, til þess gerð að hrifa aðra? Hve snemma verður karlmað- ur þess var, að kona er í þann veginn að verða ástfangin í hon- um? Hún brosti með sjálfri sér niður i dimman garðinn. En sú heppni, að hugsanir skyldu vera hljóðiausar og leynilegar! Hún fór inn og náði sér í siga- rettu og gekk siðan aftur út á svalirnar. í því ók lögreglubíll með væl- andi sírenu fram hjá úti á Horns- götunni. Hún stirðnaði upp, og höndin sem hélt á eldlausri síga- rettunni byrjaði að titra. Sker- andi hljóðið frá lögreglusíren- unni rauf kvöldkyrrðina eins og örvæntingaróp. Grete Rosen- berg kreisti aftur augun, og í tvítóna hljóði sírenunnar gat hún greint orð. Tvö orð, sem voru endurtekin í sífellu: Ó nei — ó, nei — ó, nei... þar til kraftar hrópandans voru þrotn- ir. Það var eins og einhver hefði dáið. Skelfingaraldan innra með henni fjaraði hægt út. Hún leit aftur niður á götuhornið og garðinn. Pylsuvagninn var að loka. Það var orðið hljótt í garð- inum. Eins og lögreglusírenan hefði rekið alla á flótta heim til sin. Hin skyndilega mannauðn virt- ist raunverulegri en glaðvær skarkalinn íyrir skömmu. Vegna þess að minningin um þetta var raunveruleikinn: Myrk og mann- laus gata, fyrir utan hana lítill garður, mamma og pabbi al- klædd, gluggatjöldin eru dregin fyrir, ekkert ljós er kveikt, en frá götuljóskerinu fyrir utan leggur hvítfölan ljósgeisla inn í stofuna sem lýsir upp vafnings- viðinn hennar mömmu. Mamma j grætur hljóðlega, pabbi gengur fram og aftur um herbergið og tautar við sjálfan sig: „Það ganga svo margar hviksögur. Það getur verið, að mér hafi misheyrzt...“ Mamma hvíslar: „Eigum við ekki einu sinni að reyna að flýja?“ Pabbi: „Hvert ættum við r.ð fara? Og það með telpuna! Hefði ég aðeins haft ofurlítið ráð- rúm...“ Síðan heyrist hljóð í bifreið- um, sem nema staðar niðri á götunni. Og hún heyrir marga frændur hrópa hvern til annars. Þungt fótatak í stiganum. ppp MÍm FEGURÐ LÍFSGLEÐI HAMINGJA ERU DSKIR ALLRA STLJTKNA —, □ G FAGLIRT UTLIT STYÐUR AÐ UPPFYLLINGU ÞEIRRA CORYSE SALOMÉ snyrtivörurnar ásamt góðri umhyggju, er öruggasta hjálpin til aukins kvenlegs þokka. VALHÖLL laugavegi 25 — Sími 22138 CORYSE SALOMÉ • PLACE DE L’OPÉRA • PARIS 44 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.