Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.1999, Blaðsíða 15

Stúdentablaðið - 01.03.1999, Blaðsíða 15
StiiileiMlaáig 15 Orvhentir stúdentar Rannsóknir sýna að á bilinu 5- 10% mannfólks er örvhent. Það jafngildir að í Háskólanum séu rúmlega 500 einstaklingar örvhentir. Það virðisl vera tilviljanakennt hverjir fœðast örvhentir. Orvhendni spyr ekki að þjóðfélagsstöðu eða efnum fólks. Það fæðist: einfaldlega örvhent. Í sérhverri Ijölskyldu og sérhverjum skóla eru örvhentir einstakhngar. Framan af hefur verið talið að örvliendni sé tiikomið vegna rangs uppeldis en hin síðari ár hafa erfðarannsóknir bent til að örvhendni sé að einhverju lcyti ættgeng. Orvhent fólk cr venjulegt eins og annað fólk en framkvæmir þó helstu athafnir með vinstii hendi. Til er örvhent lólk sem vill gera suma liluti með liægri hendi. T.d. skrifar einn vinur rninn með liægri hendi þó hann sé örvhentur að öðru leyti. Það mætti kalla liann tvíhentan. Margir segjast vera tvíhentir áður en þeir viðurkenna að fullu að }>eir séu örvhentir. Þessi vinur ininn sagði mér að hann væri tvílientur þegar liami var 21 árs gamall. Eg varð fyrir miklu áfalli og hugsaði ekki um annað í heila viku. Hvernig gat þessi vinur minn sem ég hafi þekkt allt frá bamæsku verið örvhentur þegar ég Itaf'ði ávallt séð hann skril'a með hægri? Sinitandi! Eg sá hann í allt öðru Ijósi eftir þetta. Ég er þó búinn að sætta mig við þetta núna og ég á marga örvhenta vini. Foreldrar hans tóku þessu þó ekki cins vel. Þau segja að það sé í tísku að vera örvhentur og hann eigi ekki að láta eflir hópþrýstingi vinanna sem rnargir hverjir eru örvhentir. Einnig tala þau mikið um hvernig kynlíf örvhentra sé afbrigðilegt og að þeiin finnist það viðbjóðslegt. Faðir vinar míns vill halda því fram að örvhendni sé smitandi. Áður fyrr þekktist þetta ekki en nú á dögum verður þetta stöðugt algengara, sérstaklega á meðal ungs fólks. Þess vegna liljóti þetta að vera smitandi meðal áhrifagjarnra unginenna. lig tel mig vera fordóinalausan gagnvart örhentum en þó finnst mér óþægilegt þegar þeir flagga þessu framan í mig. Mér finnst að þeir eigi ekki að láta mikið á þessu bera. Sú árátta örvhentra að ota örvhendni sinni að öðrum á opinberum vettvangi fer í taugarnar á mér. Sérstaklega finnst mér ósmekklegt þegar ég er á skemmtistað og |iað ætlar einhver að heilsa mér tneð vinstri. Mér finnst að örvlient fólk eigi að sækja staði fyrir örvhenta og þar getur það heilsast að vild. Örvhentir aútu bara að heilsa öðrum örvhentum. Svo finnst mér frekar ogeðslegt að sja tvo örvhenla heilsast úti ágötu. Maðtir sér þetta jafnvel gerast á miðjum Laugaveginum. Geta þeir ekki heilsast þar sem lólk sér ekki til þeirra? Réttindi örhentra Þess má geta að þjóðfélagsleg aðstaða örvhentra er mun betri núna cn var á árum áður. Örhentir foreldrar okkar niáttu þola að vera neyddir lil að skrifa með hægri hendi í skóluni. Þetta var eitthvað sem þurfti að venja fólk af. Árið 1985 var meira að segja bannað að nota orðið „örvhentur“ í Ríkisútvarpinu.-Nú er öldin önnur og hafa örvhentir náð fram rétti síiium. Ovíða eru þó aðstæðpr örvhentra jafngóðar og hér á landi. Island hefur. ásamt lúnum Norðurlandaþjóðumim, telýið forystu í lagalegum rétti ön hentj a í heiminuin. Erlendis er örvhendni víða flokkuð sent sjúkdómur eða jafnvel sem refsivert athæl'i. Örvhentir hafa þó verið að færa sig upp á skaftið undanfarin ár. Þeir fara nú fram á að geta gift sig í kirkjum eins og annað fólk. Það iná ekki gefa undun því við vitunt enn ekki hvaða kröfur geta fylgt í kjölfarið. Hugsi liver fyrir sig afleiðingarnar ef örvhentir fá rétt til að ættleiða böm. Allir eru sammála um að það sé réttur hvers barns að vera alið upp á meðal venjulegra rétthendra foreldra. Ef út í það er farið ntá spyrja sig hvort þetta geti talist eðlilegt. Gttð skapaði planninn í sinni mynd og rneira að segja Jesú var rétthendur. Var Jesú ekki rétthentur annars? Höfundur er formaður FSS, Fétags samkynhneigðra stúdenta mmmm _ _ r I ¥ \ i Cx | í 1 w* ■ í#I#Í^®!ííIÍ#íS|BbSSÉW ' ■ nýttu þér námió ATVIMNUMIÐSTÖÐIN Stúdentaheimitinu v/Hringbraut ■■■ www.fs.is Bandalag íslenskra sérskólanema Félag framhaldsskólanema Iðnnemasamband íslands Stúdentaráó Háskóla íslands V' .N jpi v |§CT|lg& - ■' ■ ■

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.