Stúdentablaðið - 01.03.2000, Síða 2
Kosningar í Háskólanum:
Röskva sigrar
tíunda árið í röð
- báðar fylkingar sáttar við
kosningabaráttuna
Það hefiir vart farið fram hjá neinum að
kosningar til Stúdentaráðs og Háskóla-
ráðs eru um garð gengnar. Röskva sigraði tí-
unda árið í röð og fékk fimm kjörna í Stúd-
entaráð en Vaka fjóra. Hvor fylkingin fékk
mann í Háskólaráð. Heldur hefúr dregið
saman með fylkingunum en kjörsókn jókst
nokkuð milli ára en er þó enn undir 50%.
Deilur sköpuðust ekki einungis um hefð-
bundin málefhi eins og lánasjóðsmál og
skylduaðild. Skoðanakönnun sem Vaka
gerði vakti upp háværar deilur. Röskvumenn
gagnrýndu könnunina og sögðu að hún
hefði verið framkvæmd undir fölsku flaggi
en það var Akademía, styrktarsjóður Vöku,
sem gerði könnunina. Vökumenn vísuðu
allri slíkri gagnrýni á bug. í kjölfar kosning-
anna kom út árþúsundablað Röskvu þar sem
endurskoðun heimssögunnar vakti hörð
viðbrögð Vökumanna meðal annars vegna
þess að sagt var að hefðu I’jóðverjar
hernumið ísland á undan Bretum í síðari
heimsstyrjöldina þá væru hér á landi fleiri
hórlindsdætur og -synir. Nýr formaður SHI
vildi ekki tjá sig um efni blaðsins og sagði
það algjörlega á ábyrgð ritstjórnar blaðsins.
Ekki náðist í ritstjóra blaðsins.
Þrátt fyrir deilumál segjast forsvarsmenn
fylkinganna vera sáttir við kosningabarátt-
una.
„Kosningabaráttan var stutt en hressileg,"
segir Eiríkur Jónsson, nýr formaður SHÍ.
„Við í Röskvu lögðum höfúðáherslu á að
kynna stúdentum þau málefni sem við ætí-
um að koma í framkvæmd og það fólk sem
ætlar að koma þeim í framkvæmd. I'að var
virkilega ánægjulegt að sjá hversu margir
lögðu Röskvu lið í baráttunni og stcmning-
in í hópnum var einstök. Þessi góðu úrslit
eru öllu þessu góða og duglega fólki að
þakka. Einnig var virkilega ánægjulegt að sjá
kjörsóknina aukast á milli ára."
„Kosningabaráttan var skemmtileg og
náði Vaka frábærum árangri. Reyndar þeim
besta í níu ár. Hundruð manna störfuðu að
kosningunum fyrir Vöku. Engum dylst að
Vaka er í mikilli uppsveiflu og mun halda
áfram því öfluga starfi sem einkennt hefúr
félagið að undanförnu," segir Þórlindur
Kjartansson, formaður Vöku.
Áúrslltastundu
Andrúmsloftið á kosningahátíð Röskvu var þrungið spennu þegar Daila Ólafsdóttir kynnti úr-
siitin. Eins og sést tók gleðin þó fljótlega völd.
Vaka kærir ógildingu utankjörfundaratkvæða:
Heimsendingarþjónusta
á atkvæðum
- segir Eiríkur Jónsson, formaður SHÍ. Ofbeldi segir
Þórlindur Kjartansson, formaður Vöku.
Máiefni Stúdentasjóðs:
Sjálfstæði
sjóðsins fórnað
- segir Vaka. Ekki komið niður á starfsemi
sjóðsins segir Röskva.
Miklar deilur komu upp í sambandi við
framkvæmd utankjörfundaratkvæða-
greiðslu í kosningum til Stúdentaráðs og
Háskólaráðs. Kjörstjórn tók þá ákvörðun á
kosninganótt að ógilda utankjörfúndarat-
kvæði sem Röskva taldi að hefði verið aflað
á ólöglegan hátt.
Eiríkur Jónsson, formaður SHÍ, segir að
framkvæmdin hefði verið afar óeðlileg og
ekki í samræmi við reglur.
Vaka var með einhverskonar heimsend-
ingarþjónustu á atkvæðum og ætíuði að
byggja á ákvæði sem hugsað er sem algjört
undantekningarákvæði fyrir þá sem komast
alls ekki á kjörstað, t.d. vegna veikinda,“
segir Eiríkur. „Þrátt fyrir skýr lagaákvæði um
að kjörstjórn hafi yfirumsjón með allri utan-
kjörfúndaratkvæðagreiðslu ætluðu Vöku-
menn að gera þetta á bak við tjöldin. Þeir
töluðu ekki við neinn innan kjörstjórnar,
heldur fóru fúlltrúar Vöku í kjörstjórn í það
að sækja atkvæði heim til fólks og ætíuðu
greinilega að koma atkvæðunum í talningu
án vitundar annarra kjörstjórnarmeðlima.
Hér var því um algjöran trúnaðarbrest að
ræða. Það getur ekki samræmst nokkurri
lýðræðishefð að póhtísk fylking sé að sækja
sér atkvæði út í bæ utan kjörfúndar án vit-
undar annarra í framboði eða kjörstjórnar.
Það er grundvallaratriði lýðræðis að öllum
sé veittur jafn réttur til að kjósa og því er
meginreglan að kosið sé á fyrirfram auglýst-
um kjörfúndi. Sú regla er augljóslega þver-
brotin ef valdir eru ákveðnir aðilar sem fá
sérstaka heimsendingarþjónustu á kjörseðl-
um án nokkurs samráðs við kjörstjórn".
Þessu neitar Þórlindur Kjartansson, for-
maður Vöku, og segir að ógildingin verði
kærð.
„Vaka mun kæra hið svínslega ofbeldi sem
kjósendur voru beittir af kjörstjórn þegar á
sjötta tug atkvæða voru dæmd ógild án
nokkurrar lagastoðar. Þessi gjörningur var
fúlltrúum Röskvu til háborinnar skammar.
Það að virða að vettugi leikreglur lýðræðis-
ins bendir ekki til annars en að annarleg
sjónarmið hafi ráðið ferðinni. Það er stór-
kostíega alvarlegt að svipta stóran hóp kjós-
enda atkvæðisrétti sínum í krafti meirihluta í
kjörstjórn. Slíkt siðleysi má ekki endurtaka
sig.“
Fyrr í vetur upphófúst nokkrar deilur um
hvernig haldið var á samningum milli
SHÍ og HÍ um Stúdentasjóð. Vaka sakaði
meirihlutann um kæruleysi með því að
semja ekki um sjóðinn um leið og aðrir
samningar við Haskolann voru gerðir.
„Það er fyrir neðan allar hellur að þetta
mál klarist ekki á starfsári Stúdentaráðs og
fráfarandi forystu til lítils sóma,“ segir
Þórlindur Kjartansson, formaður Vöku.
„Eins er merkilegt að verða vitni að því að
forysta Stúdentaráðs, þrátt fyrir yfirlýsingar
um áframhaldandi sjálfstæði sjóðsins, skuli á
síðasta starfsdegi sínum loks viðurkenna að
Háskólinn, sem hefúr tögl og hagldir í
samningaviðræðunum, hafi viðrað
hugmyndir um bein áhrif á úthlutun styrkja
úr sjóðnum. Það eru bág eftirmæli að hafa
með trassaskap og kæruleysi fórnað
sjálfstæði Stúdentaráðs og Stúdentasjóðs til
þess eins að tryggja pólitískan framgang
sinn.“
Eiríkur Jónsson, formaður Stúdentaráðs,
vísar ásökunum Vöku á bug.
„í vetur hefúr verið unnið að því að koma
föstu landi undir Stúdentasjóð, en ný Iög
um Háskóla íslands breyttu umhverfi hans
talsvert. Staðið hafa yfir viðræður við
Háskólann og meðan á því hefúr staðið
hefúr Háskólinn innt af hendi ffamlög til
sjóðsins. Viðræðurnar hafa því ekki á
nokkurn hatt komið niður á starfsemi
Stúdentasjóðs eða nemendafélaganna. Nú
liggur fyrir tillaga um fyrirkomulag sjóðsins
sem rædd verður á vettvangi Stúdentaráðs
og Háskólaráðs“.
2 stúdentablaðið - mars ‘00