Stúdentablaðið - 01.03.2000, Síða 8
Eiríkur Jónsson er nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands
Dreymdi
ekki pólitíska drauma
„Hagsmunabar
átta stúdmta
skíptir gríöatlega
nvklu máli. Það
skiptir alla stúd-
enta máli hvern
ig kennsian í Há-
’skólanum er.
hvernig aðstööu
við höfum, hvada
námslán víð fá
um og þar fram
eftir gotunum. Á
vettvangi Stúcl-
entaráós hafa
stúclentar rauri- -
verulegan mðgu-
leika á að móta
það háskólasarri-
félag sém við bú
um í og háfa
áhhf."
Nýr maður er sestur í stól formanns
Stúdentaráðs Háskóla íslands. Ei-
ríkur Jónsson hefur tekið við stjórn-
artaumum úr hendi Finns Beck. Einnig
er kominn til starfa nýr framkv£mda-
stjóri, Haukur Þór Hannesson, sem tek-
ur við af Pétri Maack. Báðir tóku þeir
s£ti í Stúdentaráði Jyrir ári síðan.
Góð reynsla
Eiríkur er „dreifari" í húð og hár, ættaður
frá knattspyrnubænum Akrancsi. Hann
fæddist raunar í Göttingen og bjó þar og í
Noregi fyrstu tvö ár ævi sinnar. Eiríkur er
með því yngsta sem gerst hefur um formenn
Stúdentaráðs, -hann er fæddur árið 1977 og
því einungis 23 ára gamall.
Eiríkur gerir eins árs hlé á námsferli sínum
við lagadeild. Hann segir að það haíi ekki
staðið neitt í sér að seinka námi sínu.
„Sú reynsla sem þetta starf geíúr er gríð-
arlega góð og á eftir að nýtast mér vel í
ffamtíðinni," segir Eiríkur. „Ég hef síðasta
ár staðið í hagsmunabaráttu stúdenta gagn-
vart Lánasjóði íslenskra námsmanna. Sú bar-
átta er að mörgu leyti hrein Iögffæði og því
mjög þroskandi fyrir laganema.“
Leiðin ekki ákveðin
Ætlarðu á þing?
„Ég ætla nú að taka einn dag fyrir í einu.
Ég hef ekki hugsað mikið um hvert leiðin
liggur að loknu námi. Megináherslu legg ég
á að verða góður lögffæðingur. Ég hugsa
embætti formanns ekki sem stökkpall inn á
þing.“
En er embnttið stökkpallur?
„Eað hefúr sýnt sig að þeir sem gegna
þessu embætti hafa oft orðið áberandi í
þjóðfélagsumræðunni þegar ffá líður. I'að
sýnir því hversu góð reynsla það er að gegna
þessu embætti. Starfið er góður undirbún-
ingur undir ffamtíðina enda er reynsla af
mannlegum samskiptum og stjórnun gríðar-
lega mikilvæg í því þjóðfélagi sem við
hrærumst í.“
Ekki í útburðinn
Afhverju löpffrœði?
„Ég hóf nám í lögffæði vegna þess brenn-
andi áhuga sem ég hef á öllum þjóðfélags-
málum. Lögfræðin er mjög fjölbreytt nám
sem er í hringiðu þjóðlífsins. Þegar ég út-
skrifaðist úr Fjölbrautaskóla Vesturlands var
ég ekki alveg viss hvert ég stefndi en það var
þó ljóst að valið stóð milli húmanískra
greina, sagnfræði, stjórnmálafræði og lög-
fræði. Lögffæði er meira en margir telja.
Lögfræðingar eru ekki bara rukkarar sem
bera út fátækar ekkjur en það er myndin sem
margir hafa af lögfræðingum. Lögfræði
snýst um grundvöll þjóðfélagsins, lögin sem
við lifúm eftir.“
Einsleitar ríkisstjórnir
Lögffæðingar hafa verið mjög áberandi á Al-
þingi og í stjórnun landsins undanfarna ára-
tugi. í raun mætti segja að lögfræðingar hafi
málað þjóðfélagsmynd landsins. Eiríkur tel-
ur að of mikið sé af lögfræðingum á þingi og
eðlilegra væri að jafnari hlutföll stétta hefðu
setu á Alþingi. Eðlilegt er að sem breiðastur
hópur komi að því að setja þær almennu
reglur sem við eigum að fara effir. Fessi
mikli fjöldi lögfræðinga á þingi hefði gert
það að verkum að sumar ríkisstjórnir hafa
verið einsleitar.
Djúpstæður stjómmálaáhugi
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á pólitík og
ffá unglingsárunum verið vinstrisinnaður.
Ég lenti oft í miklum rökræðum um pólitík
í framhaldsskóla en á þeim árum var stofnað
Félag ungs vinstra fólks á Vesturlandi.
Mér finnst stundum að sú skiigreining á
pólitík sem flestir miða við sé of þröng. Flest
sem við tökum okkur fyrir hendur tengist
pólitík á einhvern hátt, viðhorf okkar eru
ávallt bundin ákveðinni hugmyndaffæði.“
Eiríkur segist ekki hafa gengið með neina
pólitíska drauma í maganum þegar hann
kom í Háskólann. I’að leið þó ekki á löngu
áður en hann var beðinn um að taka fjórða
sæti á lista Röskvu tii Stúdentaráðs. Hann
tók sér tíma til að íhuga tilboðið en ákvað að
slá svo til.
Eiríkur var formaður Nemendafélags FVA
en samt sem áður skyidi maður ætla að há-
skólalífið hafi í nokkru verið frábrugðið því
sem hann hafði kynnst uppi á Skaga.
„Fjölbrautaskóli Vesturlands er reyndar
stærri en margir telja. Sexhundruð manns
stunda nám við hann. Skipulag Háskólans
gerði viðbrigðin líka minni því að því miður
er mjög sterk skipting milli greina. Það sam-
félag sem ég gekk inn í í Lögbergi var því í
raun nokkru minna en það sem ég hafði yf-
irgefið á Skaganum.
Mér finnst mjög mikilvægt að Stúdenta-
ráð vinni að því að efla samkennd stúdenta.
Mikil vinna með námi gerir það til dæmis að
verkum að það er ekki jafn einkennandi að
vera stúdent og fyrir nokkrum árum.“
Tíu ára sigurganga
Röskva hefur unnið allar kosninpar til Stúd-
entaráðs síðustu tíu árin. Stendur Röskva
jyrir það sama nú ogJyrir tíu árum?
„Ég held að Röskva hafi alltaf gert það.
Meginstoðin í hugmyndafræði Röskvu er
krafan um jafnrétti tii náms og það er jafn
mikilvægt nú og fyrir tíu árum að standa
vörð um það. Sá hópur sem stendur á bak
við Röskvu er líka breiður.“
Nú er fólk sem hefur starfað jýrir Röskvu sið-
asta áratuginn að skila sér inn í þjóðmála-
umr&ðuna. Steinunn V. Óskarsdóttir er
framarlqga í borgarpólitíkinni, Þórunn
Sveinbjarnardóttir er komin inn á þing og
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er orðinn for-
maður ungra jafnaðarmanna. Er h> að
tala um Röskvukynslóðina sem ákveðið jýrir-
b&ri?
„Já, það tel ég tvímælalaust. Fólk hefur
skipað sér undir merki Röskvu og lært að
vinna kosningar. Það er engin spurning að
út úr þessu samstarfi hafa komið sterkir ein-
staklingar sem eiga effir að hafa áhrif víða í
samfélaginu.“
Var ekki á leiðinni í stúdentapólitík
Margir hafa sterkar skoðanir á stúdentapóli-
tíkinni. Hvað fannstþér um stúdentapólitík-
ina pegar þú horýðir á hana úr fjarl&gð úr
Framhaldsskóla Vesturlands?
„Mér fannst hún alltaf spennandi en var
þó fjarri því að hafa ákveðið þátttöku þegar
ég hóf nám við HÍ. Stúdentapólitík er
merkileg. Hagsmunabarátta stúdenta skiptir
gríðarlega miklu máli. Það skiptir alla stúd-
enta máli hvernig kennslan í Háskólanum
er, hvernig aðstöðu við höfum, hvaða náms-
lán við fáum og þar fram effir götunum. Á
vettvangi Stúdentaráðs hafa stúdentar raun-
verulegan möguleika á að móta það há-
skólasamfélag sem við búum í og hafa áhrif.
Því miður tel ég að oft hafi innri togstreita
Stúdentaráðs farið á plan sem ekki sæmir
stúdentum. Ég held að hægt væri að sam-
einast betur um þau atriði sem fylkingarnar
eru sammála um.“
Menntapólitíkin
Sú pólitík sem rekin er í Háskólanum er ekki
á breiðum grunni heldur snýst hún að sjálf-
sögðu um menntapólitík. Heldurðu að mál-
flutningur Stúdentaráðs hafi skilað sér út í
þjóðfélagið og flokkana?
„Það er ekki nokkur vafi á því að barátta
stúdenta hefúr skilað sínu. í mörg ár hefúr
verið tilhneiging stjórnvalda að láta til dæm-
is sjúklinga borga mun stærri hluta af kostn-
aðinum við meðferð þeirra og lækningu.
Slík þjónustugjöld hafa komist á án mikils
hávaða. Stúdentaráð hefúr greinilega tekist
að halda uppi vörnum fyrir jafúrétti til náms
því ekki hefúr reynst mögulegt fyrir stjórn-
völd að koma á skólagjöldum. Stúdentar eru
öflugur hagsmunahópur scm lætur í sér
heyra og hefúr áhrif. Én við þurfúm að vera
vakandi á verðinum, því ljóst er baráttan
gegn skólagjöldum verður eitt mikilvægasta
baráttumál Stúdentaráðs á næstu árum.“
Hvernig heldurðu að ímynd stúdenta sé
gagnvart öórum þjóðfélagshópum?
„Ég held að það sé enginn vafi á því að
ímynd stúdenta sé mjög góð. Það cr aukin
áhersla á menntun í þjóðfélaginu og þá að-
allega á háskólamenntun. Það þykir fínt að
vera í Háskóla íslands.“
Sigtryggur Magnason
8 stúdentablaðiö - mars ‘00